Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bygg frá bændum í Laxárdal njóta góðs af skjólbeltum á Rangárvöllum.
Bygg frá bændum í Laxárdal njóta góðs af skjólbeltum á Rangárvöllum.
Mynd / Þóroddur Sveinsson
Á faglegum nótum 30. september 2022

Skjólbelti og korn

Höfundur: Samson Bjarnar Harðarson og Hrannar Smári Hilmarsson.

Kornrækt á Íslandi er ekki bara möguleg heldur æskileg og nauðsynleg. En það er gömul saga og ný að með skjólbeltum eykst uppskera korns, gæði þess og öryggi í ræktun. Þetta hafa erlendar jafnt og innlendar rannsóknir sýnt. Skjólbelti geta að sama skapi minnkað ágang álfta og gæsa.

Bent hefur verið á að einn af neikvæðum áhrifum skjólbelta sé snjósöfnun en vel skipulögð skjólbeltakerfi ættu að jafna snjóalög og geta með þeim hætti bætt verulega vatnsbúskap ræktunarlandsins og minnkað snjósöfnun þar sem hún er óæskileg, t.d. á vegum eða við byggingar.

Skjólbelti eru gjarnan lögð út í frjósamt ræktarland sem er verðmæt auðlind og eðlilegt að sjá eftir landinu. En líklegt er að skjólbeltin bæti upp tapið af landinu með aukinni uppskeru í akrinum. Þannig eykst hagkvæmni reksturins ef uppskerumagn getur fengist af minna landi.

Skjólbeltarækt hefur verið stunduð víða um heim með skipulögðum hætti vel á aðra öld og er nærtækast að benda á skjólbeltavæðingu Dana á jósku heiðunum og í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna á ofanverðri síðustu öld. Íslendingar hafa stundað skjólbeltarækt að einhverju marki í nokkra áratugi, gjarnan í tengslum við skógrækt á bújörðum og með stuðningi úr ríkissjóði. Árangurinn hefur verið misjafn, sumstaðar sárgrætilega lítill en annarstaðar framúrskarandi.

Vert er að hafa í huga nokkur atriði til að árangurinn verði sem bestur við skipulagningu og ræktun skjólbelta. Mikilvægt er að huga að þéttleika og að beltin standi þvert á ríkjandi vindátt. Viss endurskoðun á tegundavali plantna og samsetningu þeirra í skjólbeltum gæti leitt til þess að auka vinsældir, endingu og skilvirkni skjólbelta.

Takmarkað framboð hjá plöntuframleiðendum á plöntu- tegundum til skjólbeltaræktunar getur vissulega verið hamlandi í skjólvæðingu landsins, en með vaxandi ræktun skjólbelta og þar með aukinni eftirspurn ætti framboð að aukast.

Skjólbelti þurfa umhirðu, ekki er nóg að leggja þau út þó að ítrustu leiðbeiningum sé fylgt við plöntuval, gróðursetningu og jarðvinnslu. Skjólbelti eru gjarnan lögð út í frjósömu landi þar sem gras getur kæft ungar trjáplöntur og því er mikilvægt að hirða um þær meðan þær vaxa úr grasi. Til þess að uppvaxin skjólbelti þjóni hlutverki sínu getur þurft að klippa þau til svo þau vaxi ekki úr sér. Skjólbelti eru ekki byggð, þau eru ræktuð og ræktun er starf sem þarf að sinna af alúð.

Mikilvægt er að skjólbelti virki sem best og hámarka má virkni þeirra með því að skipuleggja skjólbeltakerfi um sveitir landsins sem skilvirkari skjólaðgerð en ef skjólbelti standa stök.

Skjólbeltavæðing sveitanna fyrir landbúmað hefur ekki verið tekin nógu föstum tökum hérlendis. Slíkt kallar þó eftir sameiginlegu átaki bænda og ríkisins.

Ekki er ástæða til þess að ætla að jákvæð áhrif skjólbelta séu önnur hér á landi en annarsstaðar og því ekki brýn þörf á rann- sóknum á áhrifum þeirra svo fremi að þéttleiki innan beltanna og milli þeirra séu í samræmi við skjólbeltafræðin. Frekar ætti að kanna tegundaval og samsetningu sem skila fljótsprottnum en ekki síður endingargóðum skjólbeltum með lágmarksviðhaldi.

Mikilvægast af öllu er þó framkvæmdin, þ.e. að landið sé unnið á réttan hátt, að útplöntun sé á réttum tíma ársins (fyrir 15. júní eða eftir 15. ágúst) og að umhirðu sé rétt sinnt. Í Danmörku er þetta unnið af sérstökum verktökum sem skila verkinu af sér að þremur árum liðnum þegar beltin eru komin á legg.

Skjólbeltarækt eru órjúfanlegur hluti stóraukinnar kornræktar til þess að styrkja fæðuöryggi hér á landi.

Hugsanlega eru tækifæri í að breyta lítt grónu undirlendi sem annars skilar engu í afurðasama kornaakra með öflugu skjólbeltakerfi.

Skylt efni: kornhorn | Korn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...