Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Setjum niður hvítlauk
Á faglegum nótum 27. október 2020

Setjum niður hvítlauk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hvítlaukur er sagður vera hollur og vinsældir hans eru alltaf að aukast hér á landi, auk þess sem talsvert er um að fólk rækti sinn hvítlauk sjálft, enda er hann tiltölulega auðveldur í ræktun.

Það er ekkert sem mælir gegn því að setja niður nokkra hvítlauka í garðinn og rétti tíminn til þess er snemma í október.
Erfitt er fyrir víst að segja til um uppruna hvítlauks en talið er að það sé í Mið-Asíu, þar sem í dag eru ríkin Kasakstan og Kyrgyzstan og verulega víðfeðmt landsvæði.

Undirtegundirnar skiptast í tíu meginflokka og hundruð ef ekki þúsundir yrkja, afbrigða og staðbrigða. Hvítlauk er einnig skipt í lauka með flatan- eða toppháls með mjúkan harðan rótarháls.
Hvítlauk er yfirleitt fjölgað með kynlausri æxlun þar sem nýr laukur vex af hverju rifi sem er sett niður.

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar með ræktun á hvítlauk hér og lofa mörg harðgerð yrki góðu. Hvítlaukur sem er harður við rótarhálsinn er yfirleitt harðgerðari á norðurslóðum en sá sem er linur. Sá harði myndar einnig lauka með stærri rif.

Þrátt fyrir að hvítlaukur vaxi í margs konar jarðvegi dafnar hann best í vel framræstum og lausum jarðvegi. Setja skal hvert rif niður í jarðveginn sem nemur um þrisvar sinnum hæð þess og breiðari endi rifsins skal vísa niður. Bilið milli rifanna skal vera nægt fyrir nýjan lauk að vaxa á milli. Auðvelt er að rækta hvítlauk í pottum úti á verönd eða svölum.

Best er að setja hvítlauk niður á haustin fyrir fyrsta frost og velja fremur stóra ferska og lífrænt og helst ræktaða lauka til niðursetningar en smáa og þurra til að tryggja góða uppskeru.

Laukjurta hefur verið neytt til manneldis frá ómunatíð og hafa leifar þeirra fundist við fornleifarannsóknir í bronsaldarbyggðum við botn Miðjarðarhafs frá fimmtu öld fyrir Kristsburð. Súmerskar leirtöflur frá annarri öld fyrir Krist sýna mataruppskriftir með lauk og í 4. Mósebók 11:5 „Nú munum við eftir fiskinum sem við fengum fyrir ekkert í Egyptalandi, gúrkunum, melónunum, blaðlaukunum, laukunum og hvítlaukunum“, sem bendir til laukræktunar í Egyptalandi á þeim tíma sem gyðingar eiga að hafa flúið landið með Móses í broddi fylkingar.

Laukur var hluti af trúarlífi og helgisiðum Egypta og í þeirra augum var lögun hans tákn um eilíft líf. Þeir voru notaðir við greftrun og fundist hafa leifar af lauk í augntóftum Ramses fjórða faraós. Laukur var hluti fæðu þeirra sem byggðu pýramídana og fyrsta verkfallið sem sögur fara af má rekja til þess að þeir fengu ekki sinn daglega skammt af hvítlauk.

Grikkir voru hrifnir af lauk til matargerðar og rómverskir skylmingaþrælar voru nuddaðir með lauk til þess að stæla vöðva þeirra og lengi hefur hönum verið gefinn laukur fyrir hanaat til að auka styrk þeirra.

Í Evrópu miðalda greiddu leigu­­liðar landskuld með lauk­knippi og þeir þóttu dýrmætir til gjafa og Kristófer Kólumbus hafði með sér lauka til Ameríku 1492.

Laukur þótti góður við ris­tregðu og skalla karla, ófrjósemi kvenna og húsdýra og tannpínu og hægðatregðu hjá báðum kynjum og búpeningi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...