Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samson – tómt klúður
Á faglegum nótum 15. febrúar 2017

Samson – tómt klúður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Uppaf Samson dráttarvélaframleiðandans ná rekja til járnsmiðju í Kaliforníu-ríki sem bar heitið Samson Iron Works. Eftir að járnsmiðjan hóf framleiðslu á dráttarvélum breyttist heitið í Samson Tractor Company.

Framleiðsla á bandarísku Samson dráttarvélum hófst árið 1900 og voru þær framleiddar í tæpan aldarfjórðung eða til ársins 1923.

Nafnið Samson er biblíu­tilvitnun og því ætlað að vitna til um karlmannlegan kraft.

General Motors samsteypan yfirtók reksturinn 1917. Nýju eigendurnir breyttu nafninu í Samson Sieve-Grip Tractor Company og hófu samhliða dráttarvélaframleiðslunni framleiðslu á vöru- og einkabílum undir vörumerki Samson árið 1920.

Samkeppni við Ford

Hugmyndin að baki yfirtöku General Motors á Samson var að fara út í samkeppni við Ford á dráttarvélamarkaði sem framleiddi hin geysivinsæla Fordson traktor.

Eftir kaupin var dráttarvélaverksmiðja Samson tekin í sundur skrúfu fyrir skrúfu og flutt frá Kaliforníu til Wisconsin-ríkis með mikill fyrirhöfn og ærnum kostnaði.

Fyrsti traktorinn sem Samson setti á markað kallaðist Sieve-Grip og náði talsverðri sölu. Traktorinn sem var þungur og klunnalegur var 12 hestöfl og einn gír aftur á bak og áfram. Vélin eins strokka og gekk fyrir bensíni og parafínolíu. Týpu heitið, Sieve-Grip, vísaði til hjólanna sem voru þrjú og úr stáli og hönnuð til að ná sem bestu gripi.

Vöru- og einkabílar

Fyrsti Samson vörubíllinn var settur á markað 1920. Mótorinn var fjögurra strokka, 26 hestöfl og framleiddur af Chervolet. Þrátt fyrir öfluga auglýsingaherferð floppaði Samson vörubíllinn gersamlega og var framleiðslu hans hætt eftir þrjú ár.

Sömu hörmungarsögu er að segja um Samson einkabílinn sem var  markaðssettur sem fyrsti bíllinn sem hannaður var með þarfir bænda í huga. Bifreiðin var kölluð The Whole Family Car og tók níu í sæti. Mótorinn var einnig framleiddur af Chervolet.

Stjórnendur General Motors voru stórhuga í áætlunum sínum og til stóð að framleiða 2.250 árið 2019 og 5.000 árið eftir. Raunin varð aftur á móti sú að aðeins einn, frumgerðin, var framleiddur.

Samson Whole Family Car er eini bíllinn sem Genaral Motors hefur hætt við framleiðslu á áður en hann var settur á markað.

Nokkrar týpur af dráttarvélum

Í framhaldi af fyrstu dráttarvélinni komu nokkrar týpur, Samson Sieve Grip 10-25 sem var skráður 10 til 25 hestöfl og í kjölfarið Samson Sieve Grip Model 30X og Samson Model S-25.

Samson Model M var fjögurra hjóla og segir sagan að meðan á framleiðslu þessarar týpu stóð hafi tíu slíkir verið framleiddir á dag. Upprunalegt verð var 650 bandaríkjadalir og ekki nóg til að skila hagnaði af framleiðslunni. Verðið var fljótlega hækkað í 840 dali en við það varð dráttarvélin of dýr og fyrir vikið ekki samkeppnisfær á markaði.

Síðasta dráttarvélin sem var framleidd undir vörumerki Samson var Model D „Iron Horse“. Model D var með fjögurra strokka Chervolot mótor. Járnhesturinn var án ökumannssætis og gekk stjórnandinn aftan við traktorinn og stjórnaði honum þaðan. 

Framleiðslu á Samson dráttarvélum, vöru- og einkabílum, var hætt árið 1923. Endanlegt tap General Motors á yfirtökunni á Samson er sagt hafa verið 33 milljónir bandaríkjadalir sem er mikið fé í dag en var talsvert meira á þriðja áratug síðustu aldar. 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Samson

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...