Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Subaru STI E-RA  hugmynda-rafbíllinn verður með mótor við hvert hjól og  heildaraflið á að vera 1.073 hestöfl.
Subaru STI E-RA hugmynda-rafbíllinn verður með mótor við hvert hjól og heildaraflið á að vera 1.073 hestöfl.
Mynd / Subaru Tecnica International
Á faglegum nótum 23. mars 2022

Ríflega þúsund hestafla rafknúin Subaru ofurkerra

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nú er loksins að hilla undir almennilega rafmagnskerru á mark­aðinn fyrir bændur og búalið þegar mikið liggur við yfir há­bjarg­ræðistímann í sveitinni.

Subaru Tecnica International, mótor­sportarmur Subaru, kynnti nefnilega í ársbyrjun nýjan hug­myndabíl. Þetta er rafknúinn STI E-RA með fjórum mótorum sem geta skilað allt að 1.073 hest­öflum.

Hætt er við að gamli Land Roverinn sýnist kyrrstæður og jafnvel í bakkgír þótt fjölin sé negld í botn þegar Siggi á Næstabæ svífur hljóðlaust fram úr á ofsahraða út heimreiðina á splunkunýja STI E-RA bílnum. Slíkt farartæki var kynnt sem hugmyndabíll á Tokyo Auto Salon fyrir skömmu og er hugsað til að hjálpa Subaru Tecnica International að þróa rafbíla framtíðarinnar. Með smíði á svona ofurkerru hyggjast menn öðlast reynslu og þjálfun í nýrri tækni.

Með stýringu á öllum

Hugmyndabíllinn er með „stýringum á öllum hjólum“ til að hámarka grip og auka stöðugleika í akstri. Farartækið er búið liþíum-jóna 60 kW rafhlöðu. Hún á að duga til að knýja rafmótor­ana fjóra sem eru þróaðir af Yamaha.

Samkvæmt STI er mótorinn af því sem kallað er „high-torque high-revolution“ gerð og á að geta skilað hámarksafköstum upp á 1.073 hestöfl (789 kW). Til samanburðar er einn öflugasti rafbíllinn sem kynntur hefur verið til þessa, hugmyndabíll C_Two frá Rimac sem á að skila 1.914 hestöflum (1.408 kW).

Subaru STI Solterra rafmagnsjeppi.

Einn mótor fyrir hvert hjól

STI E-RA bíllinn er með fjóra mótora sem tengdir eru beint út í hvert hjól til að tryggja hámarks svörun. Þetta kerfi er hannað samkvæmt reglugerðum sem settar eru fyrir FIA E-GT, sem gæti bent til þess að ætlunin sé að nota bílinn í keppni. STI hefur nefnt nokkur markmið fyrir STI E-RA bílinn. Þar á meðal að klára 400 sekúndna hring í Nuerburgring.

Fyrirtækið vonast til að þetta verði mögulegt á næsta ári, eftir prófanir á japönskum akstursbrautum á yfirstandandi ári.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...