Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rekstur sauðfjárbúa 2014–2017 - seinni hluti
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 13. mars 2019

Rekstur sauðfjárbúa 2014–2017 - seinni hluti

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir
Í síðasta Bændablaði var fjallað almennt um niðurstöður átaks­verkefnis í sauðfjárrækt sem hófst haustið 2017 þar sem unnið er með bókhaldsgögn frá bændum og þau skoðuð frá ýmsum hliðum.
 
Í þessari grein hér er ætlunin að skoða nánar niðurstöður fyrir árið 2017 en í gögnum hvers árs var búunum skipt í þrjá jafnstóra hópa eftir framlegð hvers bús. Með því móti var hægt að reikna meðaltöl á einstaka liði fyrir þrjá mismunandi framlegðarflokka.
 
 
Þegar gögnin eru skoðuð með þessum hætti (sjá töflu 1) sést að búin sem hafa mesta framlegð eru einnig með meiri afurðir en hin búin, þ.e. ærnar eru frjósamari, fallþungi hærri og því fleiri kíló sem koma til tekna á þessum búum en búunum sem hafa minni framlegð. Rétt er að vekja athygli á því að búin sem hafa mesta framlegð eru með 17.000 krónur á kind meðan búin með minnsta framlegð hafa 7.500 krónur á kind. Það er munur upp á 9.500 krónur á kind. 400 kinda bú í efsta þriðjungi hefur því 3,8 milljónum meira úr að moða til að greiða fastan kostnað, greiða laun og borga af lánum en sambærilegt bú í neðsta þriðjungi.
 
Best reknu búin hafa lægri framleiðslukostnað
 
Í greininni í síðasta Bændablaði kom fram að framleiðslukostnaður á hvert kíló dilkakjöts hefur legið á milli 1.000 og 1.100 krónur árin sem þetta verkefni tekur tillit til. Þegar við skoðum búrekstrarupplýsingarnar í töflu 2 sést að búin í efsta þriðjungi eru með framleiðslukostnað upp á 933 krónur á kíló sem er 100 krónum minna á hvert kíló en meðaltal gagnasafnsins. Þó framleiðslukostnaðurinn sé þetta lægri á þessum búum er líka rétt að benda á að búin í efsta þriðjungi eru að greiða sér hæstu launin eða um 8.000 krónur á hverja kind. Framleiðslukostnaðurinn er því ekki lægri af því að dregið sé úr launakröfu.
 
 
Líkt og kemur fram í töflunni eru búin með mestu framlegðina með svipaðan fjölda ærgilda að baki sér og fjölda kinda á fóðrum. Búin með minnstu framlegðina eru með talsvert fleiri ær á fóðrum en nemur fjölda ærgilda. Greiðslumarkseign hefur því talsvert að segja um rekstrarhæfni búanna en þó skýrir hún ekki allan breytileikann í gögnunum.
 
Ýmsir kostnaðarliðir eru til dæmis mun hagstæðari hjá búunum í efsta þriðjungi. Má þar nefna kostnað við áburð og sáðvörur sem er lægri þar en í hinum tveimur hópunum. Á þessum búum virðist vera lögð natni í að greina þennan stóra kostnaðarlið og haga innkaupum með það að markmiði að eiga sem best gróffóður án þess að kosta of miklu til. Aðrir kostnaðarliðir sem falla undir breytilegan kostnað eru einnig lægri á þessum búum, svo sem kostnaður við búvélar og ýmis aðkeypt þjónusta.
 
Eins og sést á þessari töflu hafa best reknu búin meira svigrúm til að endurnýja tæki og/eða standa í framkvæmdum sem sést á því að afskriftir eru hærri á þeim búum en í hinum flokkunum. Mögulega hefur þar einnig áhrif að best reknu búin skulda minna og bera þar með minni fjármagnskostnað. 
 
Að endingu
 
Það eru víða tækifæri til að bæta reksturinn á hverju búi fyrir sig en engin ein lausn hentar öllum. Það er oft gott að bera sig saman við aðra og velta fyrir sér hvort hlutirnir þurfi að vera með þeim hætti sem þeir eru, ef dæmi sýna að önnur sambærileg bú ná betri árangri með minni tilkostnaði og meiri afurðum en manns eigið bú.
 
Greinarhöfundar ítreka að verkefnið byggir á raunbók­halds­gögnum frá sauðfjárbúum um allt land. Vilji er til að halda áfram með þetta verkefni en framhaldið hefur ekki verið útfært. Gagnagrunnurinn hefur sannað gildi sitt gagnvart opinberri stjórnsýslu og í hagsmunabaráttu fyrir bændur og þökkum við þátttakendum enn og aftur fyrir samstarfið. 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...