Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 9. nóvember 2020

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Ég var farinn að skammast mín fyrir að hafa lítið verið að skrifa um ökutæki fyrir þá sem hafa fyrsta ökuprófið, þ.e.a.s. „skellinöðrupróf“, og heitir á fagmáli, ökuréttindi fyrir létt bifhjól. R.A.G. Inportexport hefur hafið innflutning á rafmagnsfjórhjólum sem eru með götuskráningu fyrir 15 ára og eldri. 

Tæknivætt rafmagnsfjórhjól með innbyggðri þjófavörn sem lætur vita með miklum óhljóðum ef hjólið er snert af óviðkomandi.

Ódýrt, vistvænt og án nokkurra gjalda

Eins og önnur vistvæn farartæki eru nánast engin gjöld á hjólunum og er því verðið ekki nema 650.000 (enginn virðisaukaskattur á hjólinu). Uppgefin vegalengd frá framleiðanda á fullhlöðnu hjólinu er 62 km, en í þeim kulda sem við búum við gæti ég trúað að hægt sé að ná á bilinu 4045 km. 

Ég prófaði hjólið sem er innsiglað við 45 km hraðamörk á góðum innanbæjarrúnti í Reykjavík. Ég verð að viðurkenna að mér leið ekkert vel á stofnbrautunum þar sem bílarnir keyra á 8090 að öllu jöfnu og ég í botni á litlu fjórhjóli, samt leiddist mér ekkert rúnturinn. 

Alls keyrði ég 25 km með allt í botni og lítið sem ekkert eftir af hleðslunni eftir mitt aksturslag sem var allt í botni allan tímann. Eftir að hafa lesið leiðbeiningarnar sá ég að ef ég hefði verið aðeins rólegri á gjöfinni hefði ég komist helmingi lengra. Samkvæmt bæklingi nær maður lengst á 35 km hraða sé ökumaðurinn og hleðsla ekki yfir 70 kg.

Fínar farangursgrindur eru á hjólinu.

Hentar eflaust mörgum notendum vel fyrir annað en leik

Í huganum við prufuaksturinn varð mér hugsað til þess að eflaust væri þetta gott sem golfbíll ef sett væri upp festing fyrir settið aftan á hjólið því að það má bera töluverðan þunga. Einnig mætti nota þetta til að þjónusta göngustíga og á þeim stöðum þar sem fólk vill ekki mikinn hávaða í þjóðgörðum og á stöðum sem þola ekki mikið rask né hávaða. Einnig varð mér hugsað til sumarbústaðahverfa, að vera með svona hljóðlátt hjól í sumarhúsabyggð þar sem fólk leitar eftir kyrrð og ró þá ætti þetta hjól ekki að raska rónni. 

Dekkin eru á 10 tommu felgum, frekar fínmunstruð og markaði ekki í grasið heima hjá mér þegar ég keyrði upp á það til að setja hjólið inn í sendibílinn minn. Þrátt fyrir að hafa reynt að spóla á grasinu, það markaði ekki í né skemmdi. 

Svo hljóðlátt var hjólið að þegar ég keyrði inn botnlangann heim til mín þá stóð nágranni minn úti á tröppum og sneri í mig baki og hrökk við þegar ég gusaði úr pollinum næstum á hann fyrir framan tröppurnar hans. Hann einfaldlega heyrði ekkert í mér þegar ég var að koma.

Skipt er áfram og afturábak með takka á stýri, en kemur bara í mælaborð þegar sett er í bakkgír.

Helstu tölur

Hjólið heitir HECHT og er skráð 2,2 kílówött sem er um 2,9 hestöfl. Það er innsiglað á 45 kílómetra hraða að hámarki. Fjórhjólið er eldsnöggt að ná hámarkshraða, og fyrir þá sem vilja fara hraðar þá er örugglega einhvers staðar í hjólinu innsigli, en hvar veit ég ekki, enda fannst mér þessi hraði nóg fyrir gamlan mann eins og mig. 

Málin á hjólinu eru lengd 184 x b. 116 x h. 110 cm. Uppgefin drægni er 62 km við bestu aðstæður. Það tekur 815 tíma að fullhlaða hjólið (tók mig um 7 tíma að hlaða hjólið eftir minn akstur). Fjöðrun er stutt og frekar stíf og greinilega hugsuð fyrir malbik, en að fenginni reynslu úr mótorhjólaheiminum eru þessir litlu demparar alltaf frekar stífir fyrstu 20100 km en mýkjast eftir það.

Loftþrýstingurinn í dekkjunum var 14 psi. þegar ég fékk hjólið til prufu, en endaði í 7 psi. sem fór mun betur með mig sem ökumann.

Hámarksþyngd hjólsins með ökumanni og farangri er 371 kg. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingarfélaginu Sjóvá kostar um 30.000 að tryggja hjólið bæði í kaskó og skyldutryggingu. Nánari upplýsingar má finna um hjólið og innflytjandann á vefsíðunni www.rag.is eða á síðu framleiðanda www.hecht.cz.

Skálabremsur að framan, en diska að aftan.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...