Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Opel Ampera-E, nýr rafmagnsbíll frá Bílabúð Benna
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 23. september 2019

Opel Ampera-E, nýr rafmagnsbíll frá Bílabúð Benna

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Flestir bílaframleiðendur eru að þróa sína tegund rafmagnsbíla og nú er Opel komin með nýjan rafmagnsbíl sem er fullur af tækninýjungum og með mikla drægni á rafhlöðunni. 
 
Mín hugmynd var að prófa bílinn helgina 23.–25. ágúst, en þá var bíllinn upptekinn svo að endirinn var sá að minn prufuakstur var þrískiptur, fyrst með Benna, eiganda Bílabúðar Benna, en sá bíltúr var frekar stuttur því ég sá að Benni var hræddur með mér í bíl.
 
Seinni tveir rúntarnir í Opel Ampera
 
Það var aftur prófað og nú var Benni við stýrið. Fínt að láta hann gera allt það sem ekki má í umferðinni, en það sem þessi bíll getur er með ólíkindum, hann er einfaldlega límdur við götuna, eldsnöggur upp í umferðarhraða og vel það og stoppar nánast á punktinum.
 
Benni var greinilega að svara mér í því að gera mig hræddan með sínu aksturslagi og þetta var komið gott. Benni fór og ég tók einn fínan rúnt á bílnum á mínum hraða, óhræddur og ekki að hræða neinn að mér vitandi.
 
Mismunandi aksturslag á 5 km fresti.
 
Einhver besti bíll sem ég hef prófað til að læra sparakstur
 
Opel Ampera er mjög fullkominn tæknilega séð og að keyra bílinn er mjög gott, nánast alveg hljóðlaus. Samkvæmt minni hávaðamælingu var hann á 90 km hraða að mælast oftast undir 70db. 
 
Til að nýta rafmagnið á rafhlöðunni þannig að maður komist sem lengst þarf vissulega að keyra sparlega. Í bílnum er aksturstölva sem hjálpar mikið til við sparaksturinn og á um 5 km fresti kemur upp línurit sem sýnir aksturslag, ytri aðstæður s.s. landslag, veðurfar, aksturstækni og fleira. Þessi tölva sýnir vel hvernig á að ná sem flestum kílómetrum út úr hverri hleðslu.
 
Hægt að læra mikið um bílinn á vefsíðunni benni.is
 
Eftir að hafa keyrt bílinn nálægt 100 km var ég mjög ánægður, pláss gott fyrir fólk bæði í framsætum og aftursætum, en mér hefur alltaf fundist sætin í Opelbílum góð og þægileg.
 
Hljómgæði fyrir ofan meðallag miðað við aðra bíla, farangursrými gott miðað við stærð bílsins. 
Á malarvegi heyrist aðeins steinahljóð undir bílinn og lítill prófill hjólbarða gefur ekki mikla fjöðrun, en í staðinn á þessi stærð dekkja mikinn þátt í því að bíllinn er eins skemmtilegur og hann er á bundnu slitlagi. 
 
Það eru fá atriði sem ég get sett út á í bílnum, en eins og í nánast öllum rafmagnsbílum þá vantar varadekkið. Á bílinn má ekki setja krók til að draga kerru eða vagn. Ef farið er inn á vefsíðuna benni.is er þar gluggi sem sýnir hvað maður styttir mikið akstursdrægnina með mismunandi notkun á rafmagni. Þegar ég skoðaði þetta kom það mér mest á óvart hvað ljósin nota lítið rafmagn og stytta lítið drægnina. Samt er ótrúlega algengt að sjá rafmagnsbíla ljóslausa að aftan í umferðinni sem er ólöglegt og alveg óþarfi að sleppa, nema menn vilji endilega borga 20 þúsund króna sekt fyrir ljósleysi. Það sem styttir mest drægnina er notkun á miðstöðinni við að hita loft eða að kæla, samkvæmt vefsíðunni, sem er skemmtileg nýjung í kynningu á bíl og fróðleg að sama skapi.  
 
Sparaksturskeppni Ómars og Sigga til Akureyrar
 
Margir fylgdust með sparaksturs­keppni þann 27. ágúst á milli Ómars Ragnarssonar og Sigga Hlö til Akureyrar á svona bílum í veðurskilyrðum sem ekki eru þær ákjósanlegustu fyrir rafmagnsbíla Þar sýndu þeir að rafmagnsbíll er klárlega valkostur fyrir þá efasemdamenn sem telja að rafmagnsbílar séu ekki valkostur fyrir Ísland. 
 
Án þess að hlaða bílana komust þeir báðir á Akureyri og aðeins til baka. Siggi var lítið að reyna að spara rafmagn og nýta sér tæknina í bílnum til að framleiða rafmagn, en Ómar notaði hleðslutækni bílsins til að láta hann hlaða inn á sig og komst því lengra. Enn má lesa um þessa „keppni“ á vefsvæðinu visir.is og gat ég ekki annað en brosað yfir sumum „kommentunum“ fyrir neðan umfjöllunina frá lesendum. Auðvitað voru þeir á öðrum hraða en almennt í umferð, notuðu eins lítið af rafmagni og þeir gátu, þeir voru jú í keppni. Hins vegar sýndu þeir svart á hvítu að það er hægt að komast á einni rafhleðslu frá Reykjavík til Akureyrar, eitthvað sem fáir hefðu trúað fyrir þrem til fimm árum að nokkurn tímann væri hægt.
 
Upplýsingar um notkun rafmagns má fá með mismunandi skjáum.
 
Tæknilegar upplýsingar, verð og búnaður
 
Opel Ampera-E er með 150kw rafmagnsvél sem skilar 204 hestöflum og á að vera með hámarksdrægni upp á 423 km. Togið er 360 Nm (Newtometrar) og rafhlaðan er 60 kWh. Hámarkshröðun bílsins úr 0 km upp í 100 er 7,3 sek. 
 
Verðið er 4.990.000 og hægt er að velja á milli 7 mismunandi lita á bíl. Í bílnum er m.a. stillanlegur árekstrarvari, akreinalesari, blindhornsvari, hiti í stýri, neyðar­takki fyrir neyðarlínu og fleira.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.691 kg
Hæð 1.594 mm
Breidd 1.854 mm
Lengd 4.164 mm
 

 

8 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...