Flóði, nýja nautið í Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði. Flóði er sonur Bamba 08049, móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn.
Flóði, nýja nautið í Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði. Flóði er sonur Bamba 08049, móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn.
Mynd / SE
Fræðsluhornið 21. október 2020

Nýtt naut í notkun

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur hjá RML

Fyrir skömmu birtist yfirlit um reynd naut í notkun hér á síðum blaðsins. Nú hefur verið keyrt nýtt kynbótamat fyrir afurðir og frumutölu síðan þetta yfirlit birtist. Hins vegar urðu það litlar breytingar á nautunum að lítil ástæða er til endurtaka það sem áður hefur verið sagt um þau. 

Rétt er þó að taka fram að Loki 12071 lækkaði um eitt stig og stendur nú í 107 í heildareinkunn. Þá hækkuðu Hæll 14008, Hnykkur 14029, Stáli 14050 og Bjarki 15011 allir um eitt stig. Svampur 15027 og Ábóti 15029 styrktu sína stöðu með hækkun um tvö stig.

Fagráð í nautgriparækt ákvað að setja eitt nýtt naut í notkun sem reynt naut og er þar um að ræða Flóða 15047 frá Hnjúki í Vatnsdal. Flóði er sonur Bamba 08049 móðurfaðir var heimanaut undan Fonti 98027. Afurðageta Flóðadætra er í meðallagi en kostirnir felast einkum í góðri júgurgerð, sterku júgurbandi og vel bornum júgrum, og frábærum mjöltum. Hafa þarf í huga að Flóði gefur mjög netta spena. Flóði er með 108 í heildareinkunn. Frekari upplýsingar um Flóða er að finna á nautaskra.net og þá mun ný nautaskrá koma út innan tíðar.

Meginástæða þess að ekki var hægt að taka afstöðu til fleiri nauta úr 2015-árgangnum er sú að enn skortir á upplýsingar úr mjaltaathugunum. Því miður er staðan sú að skil á þeim hafa versnað frá því sem áður og er nú svo komið að þetta er þrengsti flöskuhálsinn er að afkvæmadómi nautanna kemur. Það er því full ástæða til að hvetja menn til að skila mjaltaathugnum hið fyrsta.

Broddkúmen og höfuðlausnir
Fræðsluhornið 23. nóvember 2020

Broddkúmen og höfuðlausnir

Broddkúmen á sér langa ræktunarsögu. Í dag er það eitt af vinsælustu kryddum til...

Gerbera – óvenju glæsilegt blóm til afskurðar
Fræðsluhornið 23. nóvember 2020

Gerbera – óvenju glæsilegt blóm til afskurðar

Af öllum þeim tegundum afskorinna blóma sem eru ræktaðar á Íslandi í dag býður e...

Litlu laxastofnarnir sem á að fórna
Fræðsluhornið 18. nóvember 2020

Litlu laxastofnarnir sem á að fórna

Við skipan starfshóps um stefnumótun í fiskeldi var aðeins hafður þröngur hópur ...

3 góðar fyrir jólin
Fræðsluhornið 13. nóvember 2020

3 góðar fyrir jólin

Vinsældir goðalilja eru sífellt að aukast, ekki síst sem jóla­blóm, enda þykir m...

Íslenskar rósir í blómvöndinn
Fræðsluhornið 11. nóvember 2020

Íslenskar rósir í blómvöndinn

Rósir hafa lengi verið algengasta tegund afskorinna blóma í íslenskri ylræktun. ...

Snarminnkandi sótspor með aukinni nyt
Fræðsluhornið 10. nóvember 2020

Snarminnkandi sótspor með aukinni nyt

Það kannast líklega flestir við umræðuna um að mjólkurframleiðsla heimsins eigi ...

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
Fræðsluhornið 9. nóvember 2020

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi

Negulpipar er allrahanda
Fræðsluhornið 6. nóvember 2020

Negulpipar er allrahanda

Ólík því sem ætla mætti er kryddið allrahanda ekki blanda af allra handa kryddum...