Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aiways U5 Premium.
Aiways U5 Premium.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 17. nóvember 2021

Nýtt nafn í „bílaflórunni“ er Aiways sem lofar góðu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Bílaumboðið Vatt ehf., Skeifunni 17 (við hliðina á Suzuki), flytur inn rafmagnsbíla og „vespur“. Í lok síðasta árs prófaði ég frá þeim rafmagnssendibílinn Maxus og í byrjun árs sjö manna rafmagns fjölskyldubíl. Á dögunum var nýjasti rafmagnsbílinn á Íslandi frumsýndur sem ber nafnið Aiways U5 og fæst í tveim útfærslum (Plus og Premium).

Mér bauðst að prófa þennan nýja bíl um síðustu helgi og var hann af gerðinni Aiways U5 Premium.

Farangursrýmið frammí er fyrir 15 kg, hentar best fyrir rafmagnskaplana.

Rúmgóður með vandaða innréttingu og stórt farangursrými

Aiways U5 lítur svipað út og margir algengir fjórhjóladrifnir jepplingar, en er bara framhjóladrifinn. Hann er sjálfskiptur með 204 hestafla mótor sem skilar bílnum þægilega vel áfram. Snerpan er fín (uppgefin hröðun úr kyrrstöðu í 100 km hraða er 7,5-7,8 sek.), verðið er frá 5.190.000 upp í 5.690.000.

Innréttingin er mjög vönduð. Í Premium útgáfunni eru leðursæti, en tausæti í Plus bílnum.

Stillingar á framsætunum eru með rafmagni, svolítið flókið fannst mér.

Allt pláss inni í bílnum er töluvert yfir meðallagi og þá sérstaklega í aftursætunum þar sem óvenju mikið pláss er.

Farangursrýmið er óvenju mikið, en undir plötunni aftast eru tvö neðri geymsluhólf og svo er lítið 15 kg rými undir húddinu.

Tölvur eru mér flókin fyrirbæri, en á skjánum er hægt að kalla fram svo mikið af alls kyns upplýsingum að mér féllust hendur. Ég gafst hreinlega upp, en örugglega spennandi fyrir þá sem ég kalla tölvugúrúa.

Kuldinn stal miklu af drægni rafhlöðunnar

Þegar ég fékk bílinn var hann næstum fullhlaðinn á rafhlöðunni, eða 97%, og sagði mælaborðið að ég gæti ekið 387 km.

Hitinn um síðustu helgi var á bilinu -2 og upp í 7 gráður og því var ekið með sætishitarann á og hitann meira og minna stilltan yfir 25 gráður. Útvarpið var á og full ljós allan hringinn (og í töluverðan spotta með háuljósin kveikt á laugardagskvöldinu).

Á sunnudeginum var töluverður vindur, hálka og ég að prófa bílinn á vondum malarvegum með tilheyrandi brekkum og brölti.

Þegar ég skilaði bílnum eftir 159 km akstur var hleðslan komin niður í 18% og uppgefinn kílómetrafjöldi á rafhlöðunni ekki nema 42 kílómetrar. Þess ber að geta að á rafmagnsbílum, eða öðrum bílum, er ég aldrei að reyna neitt að keyra sparakstur eða að spara rafmagn til að komast sem lengst á hleðslunni. Þessi bíll var því keyrður með sama hætti. Ég var líka vel meðvitaður um að bæði sætishitarar og miðstöð eru að stela mestu rafmagni frá drægninni.

Prufuaksturinn, var við margs konar aðstæður

Eins og alltaf var byrjað á hljóðmælingu. Þar var útkoma flott, og reyndist Aiways U5 einn af lágværustu rafmagnsbílum sem ég hef mælt, eða 66,9 db (gleymdi meira að segja að slökkva á útvarpinu).

Síðan var innanbæjarakstur, lipur og þægilegur í akstri og þegar bakkað var í stæði er hægt að kalla fram sex mismunandi myndir á bakkmyndavélinni + að fá þrívíddarmynd.

Næst var farið út fyrir bæinn (í norðurljósaferð), ljúfur í akstri og nánast hljóðlaus. Þegar stoppað var til að horfa á norðurljósin þurfti ekki einu sinni að fara út úr bílnum, bara að halla sætunum aftur og horfa upp um þakgluggann.

Á sunnudagsmorgunn var bíllinn vel hélaður. Þá hefði nú komið sér vel að hafa verið búinn að virkja appið í símann sem gerir manni kleift að hita bílinn upp áður en ekið var af stað, en í stað þess þurfti ég að skafa. Fann enga sköfu og fórnaði Visakortinu í verkið og slapp við að brjóta það.

Með skýrari bakkmyndavélum í bíl sem ég hef prófað og valmöguleikar sex mismunandi á myndum.

Nú var haldið á malarveg, lausan, grýttan, holóttan með misbröttum brekkum.

Bíllinn tók holurnar vel, en fullmikið steinahljóð heyrðist undir bílnum. Hált var í sumum brekkum, en bíllinn dreifir aflinu vel á milli hjóla og skilaði sér vel áfram.

Þegar ég þurfti að bremsa í hálkunni var gripið í sumardekkjunum í algjöru lámarki og abs bremsukerfið fór strax á. Síðan blikkuðu öll stefnuljós öðrum til viðvörunar.

Letrið í mælaborðinu er smátt fyrir þá sem eru farnir að missa sjón.

Lokaorð, plúsar og mínusar

Mínusarnir eru ekki margir. Þó má benda á þann ágalla að það er ekkert varadekk né viðgerðarsett til að bjarga sér. Ekki heldur tjakkur eða felgulykill. Rafhlaðan er fulllítil fyrir kalt íslenskt veðurfar.

Plúsarnir þeim mun fleiri. Bíllinn er ódýr miðað við sambærilega bíla. Hann er hljóðlátur, einstaklega rúmgóður og fjöðrun góð (nema í einni tegund hraðahindrana).

Ef menn hafa áhuga á að skoða og kynna sér Aiways U5 betur, þá eru upplýsingar um bílinn á vefsíðu Vatt um frumsýningarhelgina á vefslóðinni www.vatt.is.

Helstu mál og upplýsingar:

Þyngd 1.770 kg

Hæð 1.700 mm

Breidd 1.865 mm

Lengd 4.680 mm

Rafhlöðustærð 63 kWh

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...