Toyota Hilux Double Cab Vx.
Toyota Hilux Double Cab Vx.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 8. mars 2021

Nýr Toyota Hilux, á verði frá 7.090.000 krónum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Hægt er að fá Hilux með tveim mismunandi vélum, annars vegar 2,4 dísilvél sem skilar 150 hestöflum og 2,8 vél sem skilar 204 hestöflum. Bílarnir sem ég prófaði áður voru 2014 bíllinn sem var með 144 hestafla vél og svo 3,0 dísilbíllinn sem kom 2015 og var með 171 hestafls vél.

Bíllinn sem prófaður var núna er með 2,8 vélinni sem er 204 hestöfl 500Nm tog, sjálfskiptur og nefnist Hilux Double CAB VX og kostar 10.890.000.

Eins og sjá má á línunni var hávaðinn meiri, en þegar hann var kominn í efsta gír mældist hann 70 db. á 90.

Bíllinn var á yfirstærð af dekkjum sem mundi jafnast á að vera 33 tommu dekk (265/70/17). Að keyra bílinn á svona stærri dekkjum á götum þar sem slitlag er farið að mynda rásir er svolítið leiðinlegt af því að bíllinn er örlítið breiðari en rásirnar á veginum. Því er maður sífellt að beygja upp úr og ofan í rásirnar, en bíllinn líður áfram ótrúlega hljóðlaus inni í farangursrýminu. Samkvæmt hávaðamælingu á 90 km hraða mældist hann ekki nema 70 db., en var ofar rétt áður en hann náði 90 vegna þess að bíllinn er á yfirstærð af dekkjum og skipti sér ekki í efsta þrep á sjálfskiptingunni fyrr en rétt áður en hann náði hámarkshraða.

Palllengd 152 cm, breidd 148 cm og hæð skjólborða 48 cm.

Fjöðrun breytt og dráttargeta komin í 3.500 kg

Í eldri árgerðum var dráttargetan ekki nema 2500 kg, en nú er dráttargetan komin upp í 3.500 kg. (sem er hámarksdráttur á 50 mm. kúlu).

Þegar maður ekur bílnum tómum á holóttum malarvegi er hann aðeins laus að aftan sé maður bara að keyra í afturhjóladrifinu, en ef sett er í fjórhjóladrifið er allt annað að keyra bílinn.

Í fjórhjóladrifinu verður hann stöðugri og afgerandi betra að keyra hann á holóttum malarvegi (þrátt fyrir að ekkert sé á palli til að jafna þunga á öxla).

Fjaðrablöðin að aftan eru fimm og virka töluvert þykkari og efnismeiri en í fyrri árgerðum, en þrátt fyrir það þá fannst mér í minningunni að þessi bíll væri mýkri í akstri en sá gamli.

Greinilegt að ég er að eldast, gangbrettið kom sér vel fyrir mig stirðan manninn að komast inn í bílinn.

7 ára ábyrgð

Þegar maður rennir yfir sölu­bæklinginn styrkir það trú manns að þarna sé traustur og vel smíðaður bíll sem hægt er að treysta í nánast hvað sem er, enda segir bæklingurinn; 7 ára ábyrgð.

Ég keyrði bílinn rétt tæpa 200 km og samkvæmt aksturstölvunni var ég ekki að eyða nema tæplega 13 lítrum á hundraðið og var aldrei að reyna neitt að spara eldsneyti (keyrði meira að segja svolítið í þungum sandi í lágadrifinu og var sífellt að botngefa bílnum og slá af á malarvegaprófuninni). Eftir þennan akstur fann ég ekki fyrir neinni akstursþreytu þannig að sætin eru ekki að þreyta mann (fannst þreytandi að keyra 2010 Hilux í langkeyrslu fyrir nokkrum árum þar sem mér fannst það sæti ekki gott).

Afturfjaðrirnar virðast vera sterkbyggðar, en samt virka þær mýkri en í fyrri árgerðum.

Erfitt að finna mínus í þessum nýja Hilux

Í yfirferð yfir bílinn í leit af mínus var ekki mikið sem ég gat fundið að bílnum, en fann þó einn ókost. Til að vera löglegur í umferð í dagsbirtu þarf að kveikja ljósin til þess að afturljósin kvikni og svo þarf að muna eftir að slökkva ljósin því að í þessum bíl loga ljósin áfram ef maður gleymir að snúa takkanum til baka. Í mörgum bílum má hafa ljósatakkann á og ljósin slökkna þegar drepið er á og bíl læst, en virðist ekki í boði í Toyota.

Varadekkið er í fullri stærð, en þar sem að það hangir undir bílnum að aftan og saltpækill af götunum slettist þarna upp þá er það mín reynsla að það er ryðgað fast þegar þarf að nota það og því gott að liðka það reglulega.

Annars, fyrir utan þessi tvö atriði, þá var ég mjög ánægður með bílinn. Eins og áður sagði er Hilux á verði frá 7.090.000 og hægt er að fá 14 mismunandi Hilux. Bíllinn sem prófaður var er sá næstdýrasti, en sá dýrasti er á rúmar 11 milljónir króna.

Helstu mál og upplýsingar

Lengd 5.325 mm
Hæð 1.540 mm
Breidd 1.855 mm

Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017–2019
Fræðsluhornið 9. apríl 2021

Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017–2019

Undanfarin ár hefur Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins unnið að söfnun og úrvinnsl...

Vöktun á landlægum sjúkdómum í hrossum
Fræðsluhornið 7. apríl 2021

Vöktun á landlægum sjúkdómum í hrossum

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um vöktun á landlægum sjúkdómum í ís...

Bændahöll breytist og stækkar
Fræðsluhornið 6. apríl 2021

Bændahöll breytist og stækkar

Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda eru eigendur Bændahallarinnar. Báði...

Eggið og upprisan
Fræðsluhornið 25. mars 2021

Eggið og upprisan

Egg hafa lengi verið tákn vorsins og saga páskaeggja mun lengri en þeirra súkkul...

Álalogia III
Fræðsluhornið 17. mars 2021

Álalogia III

Állinn er næturdýr og hels­ta fæða hans alls konar ormar, skeljar, krabbaflær, s...

70 ára albatrosi
Fræðsluhornið 16. mars 2021

70 ára albatrosi

Elsti villti fugl sem vitað er um er 70 ára gamall albatrosi og það sem meira er...

Ylræktun grænmetis – takmarkað vaxtarrými í brennidepli
Fræðsluhornið 16. mars 2021

Ylræktun grænmetis – takmarkað vaxtarrými í brennidepli

Mjög mikil aukning hefur verið í framleiðslu lífrænt vottaðra garðyrkjuafurða í ...

Leynimakk kaldastríðsáranna
Fræðsluhornið 16. mars 2021

Leynimakk kaldastríðsáranna

Í trjásafninu í Meltungu í Kópa­vogi er að finna plöntu sem ekki fer sérlega mik...