Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
MINI Cooper Se.
MINI Cooper Se.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 29. janúar 2020

Nýr Mini rafmagnsbíll

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Föstudaginn 17. janúar lauk 12 daga Dakar-rallinu með sigri Mini og var þessi sigur Mini sá fimmti í þessu erfiðasta ralli heims á síðustu tíu árum. 
 
Á meðan rallinu stóð frumsýndi BL nýjan rafmagnsbíl frá Mini. Ég fékk bílinn um síðustu helgi til reynsluaksturs, en þrátt fyrir að ég væri vel meðvitaður um að bíllinn væri sérstaklega hannaður sem borgarbíll ók ég bílnum nánast eingöngu í langkeyrslu þann tíma sem ég var á honum.
 
Minni drægni en ég gerði ráð fyrir
 
Bíllinn sem ég prófaði heitir Mini Cooper SE, framdrifinn, þriggja dyra, á að skila 184 hestöflum út úr rafmagnsmótornum sem nær bílnum á um sjö sekúndum í 100 km/klst. Rafhlaðan er 33 kW, skilar 270 Nm togi og er drægi bílsins um 233 km samkvæmt sölubæklingi. 
 
Daginn sem ég fékk bílinn var svolítið frost og samkvæmt mælaborði var hleðsla á rafgeymi 90% sem átti að skila bílnum um 130 km. Ég hélt af stað austur fyrir fjall og á Kambabrún leist mér ekki á stöðuna sem mælaborðið sýndi, en þar sagði að ég ætti ekki nema 89 km eftir, en við að breyta aksturslaginu niður Kambana í ímyndaða borgarkeyrslu, þ.e að gefa rólega í og slá ákveðið af niður Kambana. Við þetta aksturslag náði ég mér í 15 km drægni því að við hringtorgið í Hveragerði sýndi mælirinn 114 km drægni.
 
Ánægður með þjónustuna á Hótel Rangá, búið að skafa bílinn þegar ég vaknaði.
 
Kuldi og frost hefur mikil áhrif á drægni rafmagnsbíla
 
Áfram var haldið austur og þegar ég nálgaðist Hellu jókst frostið verulega og kílómetrarnir töldu hratt niður. Vitandi af hleðslustæði fyrir Teslu hótelstjórans á Hótel Rangá var farið þangað og gist. Morguninn eftir var bíllinn fullhlaðinn og þegar ég hugðist fara út og skafa bílinn fyrir heimferð var mér ásamt öðrum hótelgestum til mikillar gleði búið að skafa af öllum bílum á bílastæðinu fyrir utan hótelið um morguninn. Í 6 stiga frostinu sagði mælirinn að drægnin væri 166 km, 90 km síðar skilaði ég bílnum í BL og þá sagði mælirinn að eftir væru 52 km. Frostið á leiðinni var frá -8 til -3 þannig að miðað við það er frostið, miðstöðin, hitinn í sætum að telja hraðar niður en ekin vegalengd í svona kulda.
 
Fyrst og fremst hannaður sem borgarbíll
 
Miðað við þennan prufuakstur er greinilegt að bíllinn er hannaður sérstaklega fyrir borgarakstur enda er uppgefin drægni í langkeyrslu ekki mikil. Mini SE rafmagnsbílarnir eru búnir fjórum mismunandi akstursstillingum; Sport, Mid, Green og Green+. Sé bíllinn notaður mest í innanbæjarakstri er best að vera á sport eða „mid“ stillingunni, en ef á að fara lengra að nota „green“ og þegar virkilega þarf að spara rafmagn þá að nota „green+.“ Við þá stillingu slokknar á miðstöð og sætishita til að spara rafmagn. Miðstöð og sætishitari eru tveir frekustu rafmagnstækin í bílum, en hlutir eins og ökuljós taka sáralítið rafmagn og hafa lítil áhrif á drægni rafmagnsbíla. Mestan tímann var ég að keyra bílinn í „mid“ stillingunni, en prófaði allar hinar. Í í báðum „green“ stillingunum var eins og að bíllinn væri hálf kraftlaus, en í sport stillingunni var bara gaman, fullt af krafti og bíllinn hentist hreinlega áfram. Stundum aðeins of mikið og var ótrúlega snöggur að ná þriggja stafa hraðatölu.
 
Framsætin eru stillanleg á marga vegu.
 
Fáir mínusar sé hugsað út frá hönnun
 
Að keyra bílinn í borgarumferð er æðislegt, snöggur, lipur og lítill bíllinn er greinilega hannaður fyrir þröngan akstur, gott að leggja í stæði, sæti góð, hliðarspeglar sýna vel aftur fyrir bílinn og bakkmyndavélin sýnir skýra mynd þótt skjárinn sé lítill. Eins og með alla bíla sem ég prófa þá mældi ég hávaðann inni í bílnum á 90 km hraða, en af rafmagnsbílum. Þessi bíll var í hærri kantinum í þeirri samanburðarmælingu og mældist mjög nálægt 70 db. 
 
Gallarnir eru ekki margir, en hraðastillirinn (cruse control) hleypur á 10 km. Ekki er hægt að stilla á 85 og verður annaðhvort að vera á 80 eða 90 km hraða. 
 
Ekkert varadekk er í bílnum og farangursrými er ekki mikið (ekki nema 211 lítrar). 
 
Mini Cooper SE fæst í þrem útgáfum sem heita S, M og L og er verðið frá 3.980.000 upp í 4.990.000.  
 
Lokaorð mín eru að þessi bíll sé ekta „101 Reykjavík-bíll“ en allar nánari upplýsingar fást hjá sölumönnum BL eða á vefsíðunni www.mini.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Hæð 1.432 mm
Breidd 1.727 mm
Lengd 3.845 mm
 

 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...