Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ný og endurbætt spenaeinkun
Fræðsluhornið 27. júní 2022

Ný og endurbætt spenaeinkun

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson og Þórdís Þórarinsdóttir, ráðunautar RML

Á síðastliðnu búgreinaþingi Deildar kúabænda var því beint til fagráðs í nautgriparækt að stefna að því að spenar á mjólkurkúm verði hvorki styttri né grennri en orðið er.

Kynbótamat er reiknað fyrir spenalengd, spenaþykkt og spenastöðu og eru einkunnir á línulegum skala (1-9) úr kúaskoðunum notaðar til grundvallar. Inn í heildarspenaeinkunn gildir kynbótamat fyrir spenalengd 30%, spenaþykkt 30% og spenastöðu 40%. Fram til þessa hafa því gripir sem gefa fyrirheit um stutta, granna og þétta spena fengið hæstu heildareinkunn fyrir spena. (Einkunn fyrir spenaþykkt er snúið við í heildareinkunn og því er valið fyrir grönnum spenum).

Nýtt kynbótamat var reiknað í júní og við birtingu þess var í fyrsta skipti tekin í notkun ný heildarspenaeinkunn sem þróuð var af Þórdísi Þórarinsdóttur RML, Agli Gautasyni doktorsnema og Jóni Hjalta Eiríkssyni doktorsnema. Ný einkunn miðast við að kjörgildi spenalengdar sé 5,5, kjörgildi spenaþykktar sé 5 og kjörgildi spenastöðu sé 5. Gripir sem sýna sem minnst frávik frá þessum kjörgildum í kynbótamati fá hæstu einkunnirnar í nýrri heildarspenaeinkunn og gripir sem sýna frávik frá kjörgildum fá lægri einkunnir. Þetta verður kannski best skýrt með dæmum.

Spenaeinkunnir Jarfa 16016, Ýmis 13051 og Bamba 08049 fyrir og eftir breytingu á spenaeinkunn, fyrir breytingu að ofan, eftir breytingu að neðan.

Jarfi 16016 er gott dæmi. Þar er á ferðinni naut sem gefur hæfilega spena hvað lengd varðar, vel setta en granna. Í síðustu prentuðu nautaskrá var hann með 102 fyrir spenalengd, 43 fyrir spenaþykkt og 130 fyrir spenastöðu. Samsett spenaeinkunn reiknaðist þá 130 og má glöggt sjá á því að eldri spenaeinkunn hampaði stuttum og grönnum spenum. Í kynbótamatinu sem keyrt var núna í júní með nýrri spenaeinkunn er Jarfi með 101 fyrir spenalengd, 45 fyrir spenaþykkt og 133 fyrir spenastöðu. Ný spenaeinkunn reiknast 97. Þarna má sjá að Jarfi nýtur hæfilegra spena að lengd og góðrar spenastöðu en er nú refsað fyrir granna spena.

Annað dæmi er Ýmir 13051 sem er nú með hæstu spenaeinkunnina. Hann var áður með 109 fyrir spenalengd, 97 fyrir spenaþykkt og 137 fyrir spenastöðu. Spenaeinkunn reiknaðist þá 118. Í matinu nú er Ýmir 13051 með 110 fyrir spenalengd, 101 fyrir spenaþykkt og 132 fyrir spenastöðu, m.ö.o. hæfilega langa og þykka spena og vel setta. Ný spenaeinkunn reiknast nú 138 sem sýnir að nýja einkunnin hampar þeim nautum sem gefa hæfilega spena betur en fyrri einkunn gerði.

Þetta má einnig sjá mjög vel hjá Bamba 08049 sem var með 121 fyrir spenalengd, 76 fyrir spenaþykkt og 104 fyrir spenastöðu, sem sagt frekar stutta og granna spena. Spenaeinkunn reiknaðist þá 115. Bambi er nú með 121 fyrir spenalengd, 76 fyrir spenaþykkt og 104 fyrir spenastöðu, það er hann hefur ekkert breyst í einkunnum enda dætrafjöldi orðinn slíkur að ekki var von á því. Ný spenaeinkunn reiknast hins vegar nú 97 og sýnir vel áhrif þess að refsa fyrir frávik frá kjörgildum. Dætur Bamba eru, eins og áður sagði, með frekar stutta og granna spena og nýja einkunnin tekur betur tillit til þess.

Það er von okkar hjá RML og fagráðs í nautgriparækt að með breytingum á spenaeinkunn náum við að snúa við þeirri þróun að minnka spenana um of. Markmiðið er að sjálfsögðu að spenar kúnna séu hæfilega langir/stuttir og hæfilega þykkir/grannir og vel settir. Nýja spenaeinkunnin lýsir því markmiði betur og ætti því að gagnast okkur vel í vali nautanna.

Skylt efni: spenaeinkun

Fýll
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Fýll

Fýll eða múkki, besti vinur sjómannsins, er stór og gráleitur sjófugl. Han...

Gulvíðir
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Gulvíðir

Ástæða er til að telja gulvíði (Salix phylicifolia) til innlendra trjátegunda...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti
Fræðsluhornið 19. júlí 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti

Nýverið var haldið hið árlega Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „...

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum
Fræðsluhornið 15. júlí 2022

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum

Það er allavega eitt sem sæðingastöðvahrúturinn Galli frá Hesti á sameiginle...

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric
Fræðsluhornið 14. júlí 2022

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric

Að þessu sinni var rafmagnaði sendibíllinn Toyota Proace Electric,sem Toyota um...

Blæösp
Fræðsluhornið 13. júlí 2022

Blæösp

Blæösp (Populus tremula) hefur vaxið á Íslandi frá alda öðli og telst því ...

Sendlingur
Fræðsluhornið 11. júlí 2022

Sendlingur

Sendlingur er gæfur og félagslyndur vaðfugl. Hann er lítill, frekar dökkur, l...

Krydd í tilveruna - seinni hluti
Fræðsluhornið 11. júlí 2022

Krydd í tilveruna - seinni hluti

Fáum sögum fer af kryddi í íslenskum fornsögum og ritum fram eftir öldum. ...