Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nuffield –  svar Breta við Fordson
Á faglegum nótum 24. nóvember 2014

Nuffield – svar Breta við Fordson

Höfundur: Vilmundur Hansen

Breski iðnjöfurinn William Morris og framleiðandi Nuffield-bifreiða hóf fram­leiðslu á dráttarvélum með sama nafni árið 1946. Morris var aðlaður árið 1938 og tók þá upp nafnið Nuffield lávarður sem traktorarnir eru kenndir við.

Fram undir seinni heimsstyrjöld­ina voru Fordson-traktorar með yfirgnæfandi markaðshlutdeild á Bret­landseyjum. Í lok styrjald­arinnar var kominn tími á endurnýjun traktoranna og mun breska stjórnin hafa hvatt Morris til að hefja framleiðslu á nýrri og breskri dráttarvél. Landið var nánast gjaldþrota eftir stríðið og hafði því ekki ráð á því að flytja inn vélar.

Tók verkefninu fagnandi

Sagan segir að Morris hafi tekið verkefninu fagnandi enda séð í því tækifæri til að skáka hinum bandaríska keppinaut sínum, Henry Ford, á Bretlandsmarkaði.

Frumgerð Nuffield-dráttarvél­anna var tilbúin árið 1946 en vegna skorts á stáli hófst fram­leiðsla þeirra ekki fyrr en tveimur árum seinna. Fyrsti Nuffield-traktorinn var sýndur á land­búnaðarsýningunni í Smithfield árið 1948.

Hönnun traktoranna var einföld og þeir voru ódýrir í framleiðslu en um leið nýtískulegir fyrir sinn tíma. Vélin var tveggja strokka og gekk fyrir ódýrri blöndu af bensíni og parafínolíu. Reynslan af þeim var góð og þóttu þær vinnuþjarkar sem biluðu sjaldan. Árið 1950 var farið að framleiða Nuffield-traktora með Perkins dísilvél.

Sala á Nuffeild-dráttarvélum gekk vel og fyrstu árin var um 80% framleiðslunnar flutt út og jók á gjaldeyrisforða þjóðarinnar.

Samrunar og eigendaskipti

Árið 1952 sameinuðust Nuffield og Austin Motor undir heitinu  British Motor Corporation sem árið 1968 varð hluti af British Leyland Motor Corporation. Ári síðar fluttist framleiðsla vélanna frá Birmingham í Bretlandi til Bathgate í Skotlandi. Á sama tíma var lit þeirra breytt úr rauðum í bláan og skipt um nafn. Leyland-nafnið tók við að Nuffield.

Marshall Traker, sem framleiddi beltatraktora og jarðýtur, keypti framleiðsluréttinn á Leyland-dráttarvélunum árið 1982. Framleiðslan var þá flutt til Gainsborough í Lincolnshire í Englandi. Salan á Marshall-dráttarvélunum náði aldrei almennilegu flugi og var framleiðslu þeirra hætt 1995.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...