Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýju reglurnar í Noregi gilda um öll tæki í landbúnaði sem eru framleidd og seld með öryggisbeltum.
Nýju reglurnar í Noregi gilda um öll tæki í landbúnaði sem eru framleidd og seld með öryggisbeltum.
Á faglegum nótum 17. júlí 2020

Norðmenn skylda öryggis-beltanotkun í dráttarvélum

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Frá 1. júlí sl. hefur verið skylda í Noregi að nota öryggisbelti við vinnu og akstur á dráttar- og vinnuvélum, en þar í landi hefur um helmingur allra banaslysa í landbúnaði verið rakinn til vinnu við eða á slíkum vélum. Eins og flestir vita eru dráttarvélar og mörg af þeim tækjum sem eru notuð við búskap ekki sérlega stöðug og vegna hönnunar þeirra, þyngdarpunkta og oft og tíðum erfiðra vinnuaðstæðna þá lenda þau oft í veltum.
 
Aðeins 17% nota belti 
 
Algengustu banaslysin í norskum landbúnaði, sem tengjast notkun á dráttar- eða vinnuvélum, hafa verið rakin til þess að ökumaður kastast úr sæti sínu og fær vélina yfir sig með einhverjum hætti. Þrátt fyrir að flestir viti af þessari hættu þá er sætisbeltanotkun meðal bænda í Noregi ekki mikil og samkvæmt könnun sem norska vinnueftirlitið gerði árið 2018 sögðust einungis 17% svarenda alltaf nota öryggisbelti vinnutækja sinna.
 
Vilja tryggja aukið öryggi í landbúnaði
 
Af þessum sökum hefur nú verið ákveðið að gera þessa kröfu til allra sem nota slík tæki þar sem það sé gríðarlega mikilvægt skref í átt að auknu öryggi í landbúnaði. Talið er að nýju reglurnar muni bjarga mannslífum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu norska vinnueftirlitsins en þar segir jafnframt að það séu þó gefnar örfáar undantekningar frá þessari skyldu um notkun á öryggisbeltum, en það er ef ekið er á ísilögðu vatni eða vinnan krefst þess að ökumaður tækisins þurfi sí og æ að fara inn og út úr vélinni. Þá er ekki gerð krafa um sætisbeltanotkun við akstur á fjórhjólum.
 
Nýju reglurnar í Noregi gilda um öll tæki í landbúnaði sem eru framleidd og seld með öryggisbeltum sem hluta af öryggisbúnaði en hvort ökutæki skuli hafa slíkan búnað fer eftir eðli og gerð tækisins.
 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...