Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gamli traktorinn
Gamli traktorinn
Á faglegum nótum 31. júlí 2018

Nelson-dráttarvélin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í árdaga áttu dráttar­véla­framleiðendur það til að vera stórorðir í auglýsingum og hvergi slá af þegar gortað var um gæði framleiðslunnar. Dæmi er um að í heimsstyrjöldinni fyrri hafi einn framleiðandi haldið því fram að traktorinn sem hann framleiddi gæti unnið stríðið einn síns liðs.

Árið 1919 hóf Nelson Furnace og Blower Co. framleiðslu á dráttarvél. Nokkrar útgáfur af vélinni höfðu þegar litið dagsins ljós en í þetta sinn var framleiðandinn bjartsýnn og stórhuga.

Strax á fyrsta ári var boðið upp á þrjár ólíkar týpur, 15 til 24, 20 til 28 og 35 til 50 hestöfl. Allar týpurnar voru með fjögurra strokka vél sem gekk fyrir bensíni og parfínolíu.  Gírkassinn var með þremur gírum áfram og einum afturábak. Vélin var á fjórum jafnstórum stálhjólum og með drif á öllum.

Bestar á markaði

Framleiðandinn lagði út í mikla og stórorða auglýsingaherferð og vart mátti á tímabili opna blað sem tengdist landbúnaði án þess að þar væri að finna auglýsingu um Nelson dráttarvél. Í auglýsingunum var hvergi slegið af og því blákalt haldið fram að Nelson traktorar væru þeir allra fullkomnustu og bestu á markað og hannaðir eftir óskum bænda.

Dæmi um texta í auglýsingu frá 1919 var eitthvað á þessa leið. „Verkfræðingar jafnt sem söluaðilar og bændur telja Nelson dráttarvélarnar vera þær allra fullkomnustu á markaði í dag. Nelson traktorarnir eru hannaðir með styrk í huga og afl í huga. Jafnframt því sem þeir eru auðveldir í notkun, sveigjanlegir og henta til allra bústarfa. Ekkert verk er Nelson ofviða.“

Í annarri auglýsingu segir að í prófun hafi Nelson traktorinn dregið þungar byrðar langar leiðir yfir mýrlendi sem var 30 sentímetra á kaf í vatni og rutt sér leið upp tæplega kílómetra háa og bratta hlíð í gegnum þykkan undirgróður og fallna trjástofna. Einnig segir að Nelson dráttarvélin hafi verið reynd og staðið sig vel við erfiðustu aðstæður í Bandaríkjunum þverum og endilöngum.

Keppinautunum úthúðað

Í auglýsingunum frá Nelson var gengið svo langt að úthúða keppinautunum og blákalt halda því fram að dráttarvélar annarra framleiðenda væru margfalt lakari af gæðum og stæðust Nelson ekki á nokkur hátt snúning.

Þrátt fyrir að stórt væri tekið upp í sig var framleiðslan á Nelson dráttarvélum ekki eða að mjög takmörkuðu leyti hafin þegar auglýsingaherferðin hófst. Auglýsingarnar voru því, eins og oft er með auglýsingar, stormur í vatnsglasi, og ekki flugufótur fyrir fullyrðingunum og líkt og höfundar þeirra skrifuðu fyrir hliðarveruleika þessa heims.

Nelson dráttarvélarnar þóttu þegar upp var staði þokkalegar en allt of dýrar miðað við gæði. Fáar seldust og fyrirtækið fór á hliðina árið 1924. 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...