Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Með því að kortleggja tímanotkun kúnna, s.s. legu- eða stöðutíma í legubásum, tíma varið í rölt, við vatnstrog eða fóðurgang, þá fæst heildarmynd yfir það hvernig tímanum er varið yfir allan sólarhringinn.
Með því að kortleggja tímanotkun kúnna, s.s. legu- eða stöðutíma í legubásum, tíma varið í rölt, við vatnstrog eða fóðurgang, þá fæst heildarmynd yfir það hvernig tímanum er varið yfir allan sólarhringinn.
Mynd / Aðsend
Á faglegum nótum 18. ágúst 2022

Myndbandsgreining finnur tækifærin í fjósinu

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Undanfarin ár hefur það færst í aukana að ráðgjafar víða um heim stilla upp upptökuvélum í fjósum og fara svo yfir upptökurnar til þess að finna leiðir til að auka afköst búanna.

Þetta skýrist af því að með því að greina það hvernig kýr hegða sér, þegar þær eru einar í fjósinu, þá má oft finna ýmis vandamál sem oft fara framhjá þeim sem í fjósunum starfa.

Hægt að ráða í hvað betur má fara 

Það eru fyrst og fremst upplýsingar um tímanotkun kúnna yfir daginn sem hér skipta máli.

Með því að kortleggja tímanotkun kúnna, s.s. legu­ eða stöðutíma í legubásum, tíma varið í rölt, við vatnstrog eða fóðurgang, þá fæst heildarmynd yfir það hvernig tímanum er varið yfir allan sólarhringinn.

Eftir að sú heildarmynd fæst er hægt að ráða í það hvað megi betur fara. Þá eru svona myndbandsgögn einnig mikilvæg með tilliti til bústjórnarinnar og því hvernig vinnulagi í fjósinu er háttað. Þannig geta niðurstöður slíkrar greiningar bent til þess að einhverjir vinnuþættir eru ekki gerðir eins og best verður á kosið svo dæmi sé tekið.

Tengsl milli legutíma og afurðasemi

Tímanotkun kúa yfir daginn má skipta í nokkra aðskilda ferla. Fyrst og fremst er það legutíminn, sem ætti að vera minnst 11 klst. og helst 12­14 klst. eða jafnvel lengri.

Erlendar rannsóknir sýna að tengsl eru á milli legutíma og afurðasemi og hver viðbótar klukkutími í legu getur skilað allt að 1,5 kg mjólkur aukalega á degi hverjum. Þetta á vel að merkja við um erlend kúakyn.

Þá þurfa kýr vissulega að standa eitthvað í legubásunum en ef kýrnar standa lengi, t.d. bara með framfæturna uppi í legubásnum eða margar í einu sem standa, þá bendir það klárlega til þess að nærumhverfið sé ekki gott, þ.e. innréttingin eða legusvæðið sjálft.

Miða ætti við að að hámarki 10% kúnna standi í einu í legubásunum.

Tími sem kýr verja við át ætti að vera 3­5 klst. á sólarhring, skipt í 9­14 áttímabil og tíminn sem kýr verja við að drekka ætti ekki að vera meiri en 30 mínútur á sólarhring.

Sé misbrestur á þessu gæti verið kostur að skipta hópnum upp, ef það er á annað borð hægt, í yngri kýr og eldri.

Skýr virðingarröð

Ótal rannsóknir sýna að með slíkri uppskiptingu má draga stórlega úr samkeppninni á milli kúnna.

En eins og kunnugt er þá eru kýr með mjög skýra virðingarröð sín á milli og langoftast eru það yngstu kýrnar sem eru lægst settar og fá þar með síður aðgengi að fóðrinu og/eða leggja síður í að éta séu þeim hærra settar kýr við fóðurganginn.

Skylt efni: vélar og tæki

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...