Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
gúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
gúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Á faglegum nótum 22. ágúst 2019

Mögulega fóru sumir fram úr sér í útflutningi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ágúst Torfi Hauksson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að það hafi legið fyrir að ekki væri til mikið af innlendum hryggjum í landinu en að þeir séu enn til þrátt fyrir að hann hafi ekki nákvæmar tölur á hraðbergi enda deili afurðastöðvar ekki birgðaupplýsingum sín á milli.

„Sláturhús KVH á Hvammstanga slátraði einhverjum hundruðum dilka í síðustu viku og það kjöt er að koma á markað.

Þegar til stóð að leyfa inn­flutning á hryggjum á lægri tollum var ljóst að það var lítið til af þeim hjá í það minnsta tveimur afurðastöðvum. Það lá einnig fyrir að aðrar afurðastöðvar áttu umfram það sem þær töldu sig þurfa til að selja sínum viðskiptavinum því enn var fáanlegur lambahryggur á markaði. Eftir viðskipti með hryggi milli aðila á markaði breyttist staðan á þá lund að ekki var lengur talinn skortur á vörunni í skilningi laga samkvæmt ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarvara.“

Ágúst segir að aðdróttanir í þá átt að um sölu vöru milli afurðastöðva séu óeðlilegir viðskiptahættir séu fráleitar. „Ef það væri brot á samkeppnislögum væru menn að brjóta samkeppnislög í hverjum mánuði og væru búnir að gera í mörg ár. Kjötviðskipti í öllum kjöttegundum eru stöðug viðskipti milli vinnslu og slátrunaraðila. Framleiðsla á kjöti er það sem kallast öfugframleiðsla sem felst í því að tekið er stórt stykki og það bútað niður og selt þannig. Þetta er grundvallarmunur á framleiðslunni og ólík framleiðslu þar sem hlutar eru settir saman og seldir sem heild. Við svona framleiðslu og til að allt gangi upp þarf salan að vera í samræmi við hlutana sem eru í boði. Því miður er raunveruleikinn aldrei þannig þrátt fyrir að afurðastöðvarnar reyni að komast eins nálægt því og þær geta. Sumum gengur betur að selja eina vöru og öðrum aðra og ekkert óeðlilegt við að það eigi sér stað viðskipti með hráefni til framleiðslu milli aðila á eðlilegum forsendum.

Ég tel það alvarlega rangfærslu þegar því er haldið fram að afurðastöðvarnar hafi verið að búa til skort á hryggjum. Samkvæmt lagarammanum sem fyrirtækin vinna eftir er þeim óheimilt að hafa samráð um birgðastöðu og slíkt samráð á sér ekki stað. Hvert fyrirtæki tekur sína ákvörðun og það má vel vera að eitthvert þeirra hafi farið fram úr sér í útflutningi en það eru ekki samantekin ráð til að skapa skort.

Fyrirtæki fengu einfaldlega sölu og nýttu sér það meðal annars vegna þess að birgðir hafa undanfarin ár verið óþægilega miklar og gengið gaf eftir á síðasta ári og því hagstætt til útflutnings.

Eftir á að hyggja má því segja að sum fyrirtæki hafi farið bratt í útflutninginn vegna hagstæðra viðskipta. Það segir sig hins vegar sjálft að það að búa til skort með þeim afleiðingum sem slíkt hefur er glórulaust bull og myndi enginn í greininni gera viljandi,“ segir Ágúst.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...