Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Merkja skal alla kálfa
Á faglegum nótum 12. október 2016

Merkja skal alla kálfa

Höfundur: Matvælastofnun / jbl
Matvælastofnun vekur athygli á breytingar­reglugerð nr. 748/2016 á reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár sem tók gildi 19. ágúst sl. 
 
Í reglugerðinni er gerð breyting á 6. gr. sem fjallar um merkingar nautgripa. Hér eftir er tekin upp skylda að merkja alla kálfa, einnig þá sem slátrað er innan 20 daga, með forprentuðu plötumerki í bæðu eyru. 
Ekki er lengur leyfilegt að auðkenna þá með númer móður, sem var gefið upp við slátrun. Kálfurinn þarf að vera merktur með viðurkenndu plötumerki áður en hann er fluttur frá búinu í sláturhús.
 
Í öðru lagi eru gerðar breytingar á merkingarreglugerðinni til að styrkja framkvæmd á einstaklingsmerkingum búfjár og þá sérstaklega hvað varðar örmerkingu hrossa. Þannig er sett inn ákvæði um að ömerki skulu viðurkennd af Matvælastofnun og að söluaðilar megi aðeins selja örmerki í hross til aðila sem hafi leyfi til örmerkinga hrossa. 
 
Þá skulu allir umráðamenn búfjár og söluaðilar viðurkenndra merkja fyrir búfé vera skráðir í MARK, sem er miðlægt tölvukerfi sem heldur utan um merkingar búfjár, en MARK fluttist yfir til Matvælastofnunar um síðustu áramót þegar stjórnsýsluverkefni voru flutt frá Bændasamtökum Íslands.
 
Að síðustu bætist við nýtt ákvæði um að í MARK skuli skrá pöntun og sölu einstaklingsmerkja til umráðamanna búfjár og viðurkenndra merkingarmanna og upplýsingar um einstalingsnúmer keyptra merkja. 
 
Breytingin á reglugerðinni varðandi merkingu kálfa sem kemur til að kröfu ESA, eftir­litsstofnunar ESB, um að allir nautgripir verði að vera einstaklingsmerktir þegar þeir koma til slátrunar. Matvælastofnun er ljóst að breyting sem þessi þarfnast undirbúnings og mun taka tillit til þess við eftirlit. Bændur eru þó hvattir til að bregðast skjótt við og merkja sína kálfa samkvæmt reglugerðinni. Ef bændur eru óvissir um framkvæmdina eru þeir hvattir til að leita sér ráðgjafar m.a. hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.  
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...