Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskt grisjunartimbur á leið til Grundartanga. Mynd / Pétur Halldórsson
Íslenskt grisjunartimbur á leið til Grundartanga. Mynd / Pétur Halldórsson
Á faglegum nótum 18. september 2017

Lerkiskógur – vöxtur og þroski

Höfundur: Brynjar Skúlason

Fyrstu eiginlegu bændaskógarnir voru gróðursettir kringum 1970 og umfangið jókst síðan verulega með tilkomu Héraðsskóga og Nytjaskógræktar á bújörðum eftir 1990.

Skógræktin hefur gengið vonum framar og gefið jafnvel meiri uppskeru og fyrr en búist var við í upphafi. Fyrir þá sem hyggja á skógrækt er hægt að glöggva sig á ræktunarferlinu með eftirfarandi dæmi um ræktun lerkis á annars uppskerulitlu landi.

Árið – Upphafið: Lerki er afburða trjátegund til að lifa og þroskast á þurru uppskerulitlu landi. Plönturnar eru oftast fljótar að hefja vöxt og skapa skjól fyrir gróður sem annars hefði ekki náð sér á strik.  Lerki er mest gróðursett í mela, sanda og þurrt mólendi. Kjörsvæði þess er inn til landsins, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Um 2500–3500 tré eru gróðursett á hvern hektara lands.

Ár 5-10 – Skógurinn verður sýnilegur

Eftir 5 ár frá gróðursetningu er lerki orðið sýnilegt í landinu. Trén mynda lítilsháttar skjól og gras og ýmis gróður tekur að vaxa í skjóli einstakra trjáa. Lerkisveppirnir, sem henta vel til matargerðar og hjálpa trjánum að þrífast í þurru landi, líta dagsins ljós. Uppbygging jarðvegs er hafin og rakaskilyrði batna. Tvítoppaklipping getur bætt mjög form trjánna og aukið verðmæti þeirra síðar.

Ár 15-20 – 1. Grisjun

Lerki er ljóselsk trjátegund og vegna innbyrðis samkeppni trjánna um ljós hefst sjálfgrisjun snemma. Á þessu tímabili er því mikilvægt að mannshöndin komi inn og velji hvaða tré verða framtíðarstofnar timburskógarins og gefa verðmætustu trjánum pláss til vaxtar. Strax á þessu stigi má nýta afurðirnar sem girðingastaura, viðarskífur og eldivið. Undirgróður eykst og beitarskilyrði í skóginum batna enn frekar. Hæfilegt er að fækka stofnum niður í um 1200-1600 tré á hektara.

Ár 30 til 50 – Grisjunartímabil

Markmið grisjunar er að færa vöxt skógarins yfir á beinvöxnustu trén en samhliða að nýta sem best þau tré sem felld eru við grisjunina. Eftir því sem skógurinn eldist hækkar hlutfall timburbola sem henta til flettingar í borðvið sem að jafnaði er verðmætasta afurð eldri skóga. Það sem ekki nýtist sem borðviður má t.d. nota til eldiviðar, í kurl eða sem kolefnisgjafa í kísilmálm-iðnaði. Við 50 ára aldur er eðlilegt að fjöldi standandi trjáa hafi verið grisjaður niður í um 500 tré á hektara.

Ár 50 til 70 – Lokahögg.

Umhirða skógarins á framleiðslutímanum miðast við að hámarka tekjur skógarins við lokahögg. Þá eru flest eftirstandandi tré beinvaxin og stór hluti timbursins nýtist til flettingar. Viður af lerki hefur góðan styrk og hentar sem byggingatimbur. Kjarnaviður lerkisins inniheldur náttúrulega fúavörn sem gefur viðnum betri endingu utandyra heldur en viður flestra annarra trjátegunda.
Hverju skilaði skógurinn
á 60 ára tímabili?

Bætt beit frá 15 ára aldri

Lerkisveppir á aldursskeiðinu 10 til 25 ára
400 girðingastaurar/ha við 20 ára aldur
170 m3/ha af timbri sem samsvarar um 4 timburbílum eins og á myndinni hér fyrir neðan. Þar af eru:
130 m3 viðar í t.d. kurl, eldivið og iðnaðarnot frá 30 ára aldri
40 m3 af borðvið, mest í lokahöggi

Skylt efni: Skógrækt | lerki

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...