Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Landssamtök sauðfjárbænda hefja innheimtu félagsgjalda
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 6. nóvember 2017

Landssamtök sauðfjárbænda hefja innheimtu félagsgjalda

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda
Fram til 1. janúar 2017 var öllum sauðfjárbændum skylt að greiða búnaðargjald. Það var ákveðið hlutfall af framleiðsluvirði afurða. Hluta af búnaðargjaldinu var ráðstafað til Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og var það helsti tekjustofn þeirra. 
 
Eftir að búnaðargjaldið var fellt niður ákváðu samtökin að innheimt skyldu félagsgjöld og hefst sú innheimta á næstu vikum. 
 
Greiðsluseðill verður sendur til allra þeirra sem eru félagar í einhverju af þeim 19 aðildarfélögum sem mynda landssamtökin. 
 
Kröfur munu um leið birtast í heimabanka. Um leið verður send út nánari kynning og upplýsingar. Aðild að LS er valkvæð en félagsmenn þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði samkvæmt samþykkt aðalfundar 2017:
  • Reka sauðfjárbú á lögbýlum.
  • Hafi fulla aðild að einhverju aðildarfélagi samtakanna.
  • Þegar bú er rekið sem lögaðili skal félagsaðild bundin við þá einstaklinga sem að búrekstrinum standa.
Félagsgjald vegna ársins 2017 er 17.000 kr. og  miðast við eitt bú en felur í sér fulla aðild fyrir tvo einstaklinga. Einungis félagsmenn með fulla aðild teljast fullgildir félagsmenn og hafa kjörgengi og kosningarétt. Aukaaðild er einnig möguleg fyrir þá sem eru 18 ára eða eldri, eru búsettir á Íslandi og styðja markmið samtakanna. Félagsgjald vegna aukaaðildar árið 2017 eru 5.000 kr.
 
Tilgangur Landssamtaka sauðfjárbænda er að gæta hagsmuna þeirra á eftirfarandi hátt: 
  • Að beita sér fyrir bættum kjörum sauðfjárbænda á öllum sviðum. 
  • Að vera málsvari aðildarfélaga og einstakra félagsmanna og koma fram fyrir þeirra hönd. 
  • Að vinna að sölumálum sauðfjárafurða á innlendum sem erlendum markaði með það að markmiði að auka verðmæti afurðanna. 
  • Að vinna ötullega að mótun ræktunarstefnu í samvinnu við BÍ, þar með talin þátttaka í Fagráði. 
  • Að stuðla að umhverfisvernd og skynsamlegri landnýtingu. 
  • Að skapa tengsl og auka samstöðu framleiðenda til eflingar sauðfjárræktinni. 
  • Að koma til móts við óskir neytenda um vöruval og vörugæði. 
Það er ljóst að tímasetning varðandi innheimtu á félagsgjaldi gæti sennilega ekki verið óheppilegri.  Hrun í afkomu greinarinnar gerir öllum erfitt fyrir. Sú staða sem nú er uppi minnir okkur þó á hversu mikilvægt er að vinna sameiginlega að hagsmunum allra sauðfjárbænda og tala máli þeirra styrkum rómi. Það er von stjórnar LS að félagsmenn sýni samstöðu og standi vörð um sitt fagfélag.  Það gera þeir best með því að greiða félagsgjöld og taka virkan þátt í félagsstarfinu.
 
Fyrir hönd stjórnar Landssamtaka sauðfjárbænda
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...