Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landbúnaðartækninni fleygir fram
Fræðsluhornið 11. desember 2018

Landbúnaðartækninni fleygir fram

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Landbúnaðarsýningin EuroTier, sem haldin er annað hvert ár í bænum Hannover í Þýskalandi, var haldin um miðjan nóvember og að vanda var þar margt áhugavert að sjá fyrir bændur og þjónustuaðila þeirra.
 
Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum þegar horft er til nautgriparæktar, en sýningin er einnig með þeim stærri innan alifugla- og svínaræktar. Alls voru 2.597 aðilar frá 62 löndum með sýningarbása á sýningunni að þessu sinni og alls sóttu sýninguna 155 þúsund gestir frá 62 löndum þá 4 daga sem hún stóð yfir.
 
Tækninni við mjaltirnar fleygir fram og það á ekki einungis við mjaltaþjónatæknina heldur einnig tækni fyrir hefðbundnar mjaltir. Á stærri kúabúum erlendis, þar sem hringekjur eru oft notaðar við mjaltir, krefst vinnan við að setja spenadýfu á spena eftir mjaltir mikillar natni en þetta er um leið afar þreytandi vinna og oft er það svo að þeir sem þetta gera missa einbeitinguna enda afar einhæft verk. BouMatic Robotics kynntu  á sýningunni til sögunnar þjarka sem leysir þetta verk hratt og örugglega.
 
Stafrænn búskapur þema sýningarinnar
 
Í ár var þema sýningarinnar nýting sjálfvirkni, nema og stafrænna gagna til þess að auðvelda bændum búskapinn, bæta velferð skepnanna og jafnframt til þess að safna upplýsingum um skepnuhaldið almennt s.s. vegna vottunar við sölu afurðanna í tengslum við kröfu um dýravelferð og sjálfbærni. Á þessu sviði hafa orðið stórstígar framfarir á örfáum árum og sér í lagi hafa mörg fyrirtæki komið með áhugaverðan búnað sem auðveldar bændum að sinna búskapnum s.s. með tilkomu skynjara og hugbúnaðar sem gefur vísbendingu um skepnur sem eru etv. veikar eða að veikjast svo dæmi sé tekið.
 
GEA með nýjung ársins á EuroTier 2018
 
Venju samkvæmt notuðu mörg fyrirtæki sýninguna sem vettvang frumsýninga á nýjungum. Sérstök nefnd sér um að meta nýjungarnar og ef þær flokkast sem hrein nýjung, þ.e. ekki einungis breyting eða betrumbæting á áður framleiddri tækni, þá fær viðkomandi fyrirtæki sérstaka viðurkenningu á sýningunni og í ár fengu alls 26 nýjungar slíka viðurkenningu. Það er svo alltaf ein nýjung sem er valin besta nýjungin innan hverrar búgreinar og í ár var það fyrirtækið GEA sem hlaut þessa miklu viðurkenningu fyrir nýjung sína GEA DairyMilk M6850, en í fáum orðum sagt er hér á ferðinni byltingarkennt frumutalningartæki sem getur í rauntíma talið frumur í mjólk frá hverjum júgurhluta. Þessi frumuteljari er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum og með honum er hægt að greina forstigseinkenni júgurbólgu fyrr en með öðrum búnaði sem er á markaðinum í dag.
 
 Vegna umfangs sýningarinnar og mikils fjölbreytileika er á engan hátt hægt að gera almennilega grein fyrir því sem fyrir augu bar á sýningunni en meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem sýna örlítinn hluta af þeim ótal tækjum og tólum sem voru sýnd og tengdust nautgriparækt.
 
Fyrirtækið H2DRY kynnti áhugavert tæki á sýningunni en það var þetta litla rakamælingatæki fyrir fóður. Á búum sem gefa heilfóður skiptir rakastig fóðursins afar miklu máli eigi að láta kýrnar nýta fóðrið sem best og halda fóðurkostnaðinum sem lægstum. Þá er gott að geta greint rakastigið í fóðrinu hratt og örugglega og með þessu tæki tekur það ekki nema 10 sekúndur.
 
Undanfarin ár hefur verið lögð meiri og meiri áhersla á að draga úr kolefnisfótspori búa og ein leiðin á þeirri vegferð er að draga úr flutningum til og frá búunum. Fleiri og fleiri fyrirtæki bjóða nú upp á raunhæfar lausnir til þess að minnka akstur við dreifingu á búfjáráburði og hér má sjá eina slíka lausn frá fyrirtækinu Cadman, en um er að ræða slöngukefli á hjólum sem hægt er að tengja beint við niðurfellingarbúnað á dráttarvél og þá hinn endann beint við haugdælu. Á þessu kefli er rúmlega 800 metra löng slanga sem er tengd við eigin dælu og er með þessum búnaði hægt að keyra út allt að 4,5 tonnum af mykju á mínútu.
 

13 myndir:

Geymsla heyfengs í turnum
Fræðsluhornið 27. september 2022

Geymsla heyfengs í turnum

Heyturnar eru ekki nýjung fyrir Íslendinga en segja má að blómatíð þeirra h...

Ein mest selda dráttarvél landsins
Fræðsluhornið 26. september 2022

Ein mest selda dráttarvél landsins

Claas Arion 470 sem Vélfang selur er millistór traktor á íslenskan mælikvarð...

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði
Fræðsluhornið 26. september 2022

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert van...

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...

Hekl er hæstmóðins
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið na...

Glókollur
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og veg...

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð
Fræðsluhornið 13. september 2022

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð

Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílo...

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti
Fræðsluhornið 12. september 2022

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti

Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskrift...