Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á myndum virkar Defender minni en hann er í raun.
Á myndum virkar Defender minni en hann er í raun.
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 16. júní 2020

Land Rover Defender

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is
Eftir að hætt var að framleiða Land Rover Defender, þennan hefðbundna jeppa sem allir Íslendingar kannast við og eiga minningar um, kom eyða og spurningarmerki um framtíð Land Rover. Hvort söngur Helga Björns og Reiðmanna vindanna um „Land Rover-ferðina“ hafi haft áhrif eða flýtt fyrir hönnun á nýjum Defender skal ósagt, en bíllinn er kominn og verður frumsýndur laugardaginn 6. júní hjá BL.
 
Fékk bílinn lánaðan í smástund
 
Eftir stutta og snarpa samningalotu við Karl, sölustjóra Land Rover bíla í BL, náði ég að fá örstuttan prufurúnt á bílnum á fáförnum vegum í nágrenni Reykjavíkur. Veðrið síðastliðinn föstudagsmorgun var ekki til að hrópa húrra fyrir gagnvart myndatöku, en varð að duga. 
 
Eins og um var samið var farið eins stutt og hægt var, en þessi stutti akstur var nóg til þess að finna að þarna er bíll sem lofar góðu, mun stærri og rýmri að innan en ég hafði gert mér í huga, krafturinn fínn, fjöðrunin á malarveginum sem ég ók át holurnar.
 
Fullbúið varadekk og afturljósin sjást mjög vel.
 
Defender greinilega hannaður frá grunni, ekkert sem minnir á þann gamla
 
Eftir að hafa gengið í kringum bílinn, skoðað hann innan og utan, sýnist mér þessi bíll stefna í að vera draumabíll þeirra sem ætla að ferðast innanlands í sumar, kemur með festingabogum á toppinn. Fínt fyrir það sem kallað er „tengdamömmubox“. Þá er krókur til að draga hjólhýsið, fullbúið varadekk og mikið pláss fyrir aftan aftursætin. 
 
Greinilegt að ég þarf að prófa þennan bíl aftur og betur. Þar sem að ekki er búið að frumsýna bílinn vantar mig töluvert af tæknilegum upplýsingum um bílinn. Þrátt fyrir að ég telji mig kláran að fá menn til að tala af sér tókst mér ekki að fá Karl sölustjóra til að missa út úr sér verðið á bílnum (verð að bíða eftir frumsýningardeginum, næstkomandi laugardag 6. júní).
Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands
Fræðsluhornið 16. maí 2022

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands

Eins og allir hafa orðið varir við þá hefur áburðarverð hækkað verulega á síðast...

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016

Sú hefð hefur skapast að sýna niðurstöður afkvæmarannsókna á nautum með því að d...

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar nú í byrjun maí og verður það kynnt ...

Nýr sparneytinn Honda HR-V
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Nýr sparneytinn Honda HR-V

Fyrir nokkru síðan frumsýndi Askja nýjan Honda HR-V Hybrid-bíl, sjálfskiptan, fr...

Jarðrækt – Sprotinn
Fræðsluhornið 6. maí 2022

Jarðrækt – Sprotinn

Lífið fer hring eftir hring og þannig er aftur komið vor með tilheyrandi viðfang...

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun

Nýtt kynbótamat var keyrt núna í mars að loknu uppgjöri skýrslna fyrir febrúar. ...

Mikið af næringarefnum enn ónýtt
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Mikið af næringarefnum enn ónýtt

Heildarmagn þeirra næringarefna sem er að finna í lífrænum úrgangi sem fellur ti...

Staða fuglaflensu á Íslandi
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Staða fuglaflensu á Íslandi

Í mars 2022 voru fyrirskipaðar hertar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fugla...