Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Við náttúrulega daglengd blómstrar kóraltoppur á vorin.
Við náttúrulega daglengd blómstrar kóraltoppur á vorin.
Á faglegum nótum 7. október 2019

Kóraltoppur – ástareldur

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Hér er um að ræða eina vinsælustu blómstrandi potta­plöntu síðari áratuga, ekki síst í Evrópulöndum. Plantan er dæmigerður þykkblöðungur og getur geymt í laufi og stilkum talsvert af raka sem gerir plöntuna jafn auðvelda í umhirðu og allir vita sem reynt hafa.


Hún er skyld íslensku holta­blómunum hellu­hnoðra og flagahnoðra en í náttúrunni vex  hún helst á hinni fjarlægu eyju Madagaskar í Indlandshafi.

Vinsæl vegna fallegra blaða

Kóraltoppur, Kalanchoe blossfeldiana, er lágvaxin, þéttgreind og sígræn planta, nokkurs konar jurtkenndur hálfrunni. Tennt laufblöðin eru gljáandi og dökk­græn á heilbrigðum plöntum. Fáeinar skyldar tegundir hafa þann sérstaka eiginleika að geta myndað agnarlitlar smáplöntur eftir endilöngum blaðjöðrunum sem falla að lokum af og mynda nýja einstaklinga, en sá eiginleiki er afar sjaldgæfur í plönturíkinu.

Algengasti liturinn er hárauður en til eru gul, bleik og hvít afbrigði.

Blómstilkar kóraltopps eru lágir og marggreindir og á endum þeirra vaxa litrík blóm sem geta ólíkt mörgum öðrum plöntum af þessari stærð staðið mjög lengi, jafnvel í tvo til þrjá mánuði. Hæstu stilkarnir ná dálítið upp fyrir laufið en einnig myndast lágir, þéttir blómsveipir sem gera plöntuna enn meira aðlaðandi. Algengasti liturinn er hárauður en til eru gul, bleik og hvít afbrigði sem öll eru ljómandi falleg. Best er að hafa plöntuna í góðri birtu en vökva hana sparlega og nota mjög þynntan áburðarlög í 2-3 hvert skipti sem vökvað er á sumrin. Pottahlíf er sjálfsögð.

Stýrð ræktun

Garðyrkjubændur nota ýmis ráð til að ná plöntunni þéttri og blómríkri svo varla er hægt að búast við að hún endist lengur en nokkra mánuði á því stigi sem hún er þegar hún er sett á markað. Yfirleitt eru þetta ódýrar plöntur og betra kann að vera að kaupa nýja plöntu tvisvar eða þrisvar á ári en að reyna með misgóðum árangri að halda henni fallegri í langan tíma. Sé það hins vegar ætlunin má halda henni þéttri með því að klípa greinaendana af þegar þeir eru orðnir 15-20 cm háir og umpotta síðla vetrar.  Við náttúrulega daglengd blómstrar kóraltoppur á vorin. Ef við viljum fá blómstrandi kóraltopp til dæmis fyrir jól þarf að halda daglengdinni í 10 klukkustundum í rúman mánuð að hausti. Þá myndar plantan blóm­vísa í stað greina.

Tennt laufblöðin eru gljáandi og dökkgræn.

Græðlingar róta sig vel. Teknir eru greinabútar án blóma, settir í vatn eða raka mold og má búast við góðum árangri. Fræfjölgun er líka auðveld.

Kóraltoppur þrífst við fremur lágt hitastig í nokkurn tíma og getur staðið á skjólgóðri verönd eða garðskála sumar­langt. Hitinn má þó aldrei fara neðar en í 12°C, kjörhiti er um 18°C.

Enn ein eiturjurtin

Hér er á ferðinni jurt sem sumum dýrum getur orðið verulega meint af. Hundar, kettir og jafnvel fuglar geta veikst og jafnvel drepist ef þau éta lauf eða blóm plöntunnar.

Dýrum getur orðið verulega meint af plöntunni.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...