Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jarðrækt – Sprotinn
Á faglegum nótum 6. maí 2022

Jarðrækt – Sprotinn

Höfundur: Þórey Gylfadóttir jarðræktarráðunautur RML - thorey@rml.is

Lífið fer hring eftir hring og þannig er aftur komið vor með tilheyrandi viðfangsefnum sem sum hver eru þau sömu og í fyrra en önnur ekki. Rótin lifnar, eða kannski ekki, sumt kemur á óvart en annað ekki. Og svo vaxa sprotarnir upp, en kannski mismikið, allt eftir umhverfi og aðstæðum. Jarðrækt fer fram bæði ofan- og neðanjarðar og því eru margir þættir sem hafa áhrif á árangur hennar í sínum víðasta skilningi.

Sveigjanleg ráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) býður upp á ráðgjafarpakka í jarðrækt sem nefnist Sprotinn. Markmiðið með Sprotanum er að veita bændum markvissa ráðgjöf í ræktun með það að leiðarljósi að bæta nýtingu áburðar og hagkvæmni fóðuröflunar.

Í Sprotanum er aðstoðað við skráningar í Jörð og umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur, viðhald túnkorta og áburðaráætlun svo eitthvað sé nefnt. Þessu til viðbótar er heimsókn ráðunautar, oftast að hausti, sem hægt er að nýta til skrafs og ráðagerða og hugsanlega jarðvegssýnatöku.

Ekki er innheimt komugjald fyrir heimsóknina. Þess ber að geta að hægt er að velja á milli tveggja misstórra pakka, sem innifela annaðhvort 7 eða 11 klukkutíma vinnu.

Áhersla er lögð á einstaklingsmiðaða ráðgjöf þannig að hægt sé að þjónusta hvern og einn eftir þörfum og leggja áherslu á þá þætti sem óskað er eftir hverju sinni.

Þannig getur hver og einn ákveðið í samráði við ráðunaut hvað leggja eigi áherslu á en það er sérstaklega gott þegar bændur nýta sér ráðgjöf í Sprota árlega.

Rétt er að benda á að auðvelt er að aðlaga ráðgjöf innan Sprotans að útiræktun á grænmeti.

Vaxandi hópur

Fjöldi bænda sem nýta sér jarðræktarráðgjöf í gegnum Sprotann hefur vaxið ár frá ári.

Á síðasta Sprota-ári voru tæplega 60 býli sem nýttu sér ráðgjöfina. Eitt af því sem gert er fyrir hvert bú er að reikna og setja fram kostnað vegna áburðarnotkunar miðað við skráða uppskeru, sjá meðfylgjandi mynd.

Vert er að benda á að upplýsing- arnar byggja á skráningum í Jörð.is og ef villa er í þeim kemur hún fram við alla greiningu sem unnin er út frá þeim.

Því er mjög mikilvægt að vanda alla skráningu til að gögnin gefi sem réttasta mynd hverju sinni. Þegar myndin er skoðuð er áhugavert að sjá breytileika milli búa.

Vertu með!

Sprotinn er góð leið til að fá faglega ráðgjöf um jarðrækt. Áherslurnar geta verið breytilegar eftir búum og árum en markmiðið er alltaf að leita nýrra leiða til að gera betur í sinni ræktun á einn eða annan hátt. Svo er ekki verra að fá áminningar um skráningar og skil.

Hægt er að lesa sér nánar til um Sprotann á heimsíðu RML, undir Jarðrækt/Ráðgjafapakkar eða fá upplýsingar hjá undirritaðri í thorey@rml.is.

Skylt efni: jarðrækt | SPROTINN

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...