Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jarðarberjaræktun á óhefðbundnum tíma á Íslandi
Á faglegum nótum 21. október 2016

Jarðarberjaræktun á óhefðbundnum tíma á Íslandi

Höfundur: Christina Stadler Landbúnaðarháskóla Íslands
Uppskerutímabil íslenskra jarðarberja hefur verið frá maí til október og því eru íslensk jarðarber hvorki í boði á veturna né vorin. Hins vegar vilja íslenskir neytendur gjarnan líka borða jarðarber yfir veturinn og þess vegna eru þau flutt til landsins. 
 
Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann og komið í stað innflutnings að vetri til. 
 
Grænmeti er ræktað yfir veturinn með lýsingu og spurning hvort ekki er hægt að lengja vaxtarskeið jarðarberja á sama hátt. Í ljósi þessa var Landbúnaðarháskóli Íslands á annað ár að prófa vetrarræktun jarðarberja með það að markmiði að sjá, hvort vetrarræktun væri möguleg á Íslandi og hvort ljósstyrkur hefði áhrif á uppskeru og gæði jarðarberja. Einnig var hagkvæmni slíkrar ræktunar skoðuð. Verkefnisstjóri var Christina Stadler og verkefnið var unnið í samstarfi við jarðarberjabændur og styrkt af Sambandi garðyrkjubænda og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
 
Í Bændablaðinu nr. 461 var meðal annars skrifað um jarðarberjaræktun í útlöndum og markmið okkar á Íslandi var að ná sama árangri í ræktun hvað varðar uppskeru. Tilgangurinn var að bæta þær niðurstöður sem komu út úr fyrstu jarðarberjatilrauninni sem einnig var greint frá í fyrrnefndu blaði. Nú eru komnar niðurstöður úr annarri jarðarberjatilrauninni.
 
Tilraunaskipulag
 
Gerðar voru tvær tilraunir með jarðarber (Fragaria x ananassa, yrki 'Sonata' og 'Elsanta'). Sú fyrri (A) var framkvæmd frá miðjum september til loka nóvember 2015 og sú síðari (B) frá janúarlokum til loka maí 2016, í tilraunagróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum. 
 
Jarðarber voru ræktuð í 5 l pottum í sex endurtekningum með 12 plöntum/m2 undir topplýsingu frá háþrýsti-natríumlömpum (HPS) með tvenns konar ljósstyrk (150 W/m2 og 100 W/m2) að hámarki í 18 klst. Daghiti var 16° C og næturhiti 8° C, CO2 800 ppm. Jarðarberin fengu næringu með dropavökvun. Í hluta A og B voru áhrif ljósstyrks prófuð og framlegð reiknuð út.
 
Niðurstöður og umræða
 
Það tók 1–2 daga frá blómgun til frjóvgunar. Elsanta náði um 35 blóma / berja við hærri ljósstyrk og um 30 við lægri ljósstyrk í hluta A. Fjöldinn var hærri í hluta B um 70 við hærri ljósstyrk með báðum yrkjum en 65 með Sonata og 60 með Elsanta við lægri ljósstyrk (mynd 1). Eftir að hámarki var náð, minnkaði fjöldi jarðarberja þegar byrjað var að uppskera.
 
Berin þroskuðust á 41 degi með hærri ljósstyrk og á 43 dögum með minni ljósstyrk í hluta A. Í hluta B voru Elsanta þroskuð á 42 dögum og Sonata á 46 dögum með 150 W/m2 og Elsanta á 44 dögum og Sonata á 46 dögum með 100 W/m2. Það virðist vera að meira ljós (150 W/m2) gefi fleiri blóm. Í upphafi uppskerutímabils gaf meðferð með hærri ljósstyrk þroskuð ber nokkrum dögum fyrr borið saman við 100 W/m2. Að auki þroskaðist Elsanta snemma, en þegar plantað var, var Elsanta með þroskaðri plöntu en Sonata.
 
Í lok uppskerutímabils fengust 380 g/plöntu markaðshæfrar uppskeru með Elsanta við 150 W/m2 en 320 g/plöntu við 100 W/m2 í hluta A. En í hluta B fengust 740 g/plöntu með Elsanta og 830 g/plöntu með Sonata við 150 W/m2 og 680 g/plöntu með Elsanta og 740 g/plöntu með Sonata við 100 W/m2. Munurinn var oftast ekki tölfræðilega marktækur hvorki milli ljósstyrkja né milli yrkja. Hins vegar var uppskera af Sonata um 10 % hærri samanborið við Elsanta.
 
Hærri ljósstyrkur hefur jákvæð áhrif á markaðshæfa uppskeru, uppskeran var 18 % meiri með Elsanta í hluta A og 9 % meiri með Elsanta í hluta B og 12 % meiri með Sonata í hluta B. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við 150 W/m2 var fjöldi jarðarberja. Mismunur milli ljósstyrkja myndaðist í upphafi uppskeru tímabilsins og minnkaði á síðari hluta tímabilsins. Meðalþyngd minnkaði eftir því sem leið á uppskerutímabilið frá 18 g/ber í hluta A og 29-37 g/ber í hluta B til um 10 g/ber og var aðeins hærri við 150 W/m2 við Elsanta en hærri við 100 W/m2 við Sonata (mynd 2).
 
Hlutfall uppskerunnar sem hægt var að selja var um 90 % í hluta A og 90-95 % í hluta B. Hærra hlutfall illa lagaðra jarðarberja var í Elsanta samanborið við Sonata (tafla 1).
 
Þegar hærri ljósstyrkur var notaður, þá jókst uppskera með Elsanta um 0,7 kg/m2 (1 % hækkun í ljósstyrk jók uppskeru um 0,2-0,6 %) og framlegð um 800 ISK/m2 í hluta A og 900 ISK/m2 í hluta B. Með Sonata jókst uppskera við 150 W/m2 um 1,1 kg/m2 (1 % hækkun í ljósstyrk jók uppskeru um 0,2-0,3 %) og framlegð um 1.600 ISK/m2 í hluta B. Hærri rafmagnsgjaldskrá breytir framlegð næstum ekkert. Það skiptir ekki máli hvort gróðurhús er staðsett í þéttbýli eða dreifbýli, framlegð er svipuð.
 
Ályktun
 
Með þessum niðurstöðum var markmiði okkar náð þ.e. að ná uppskerutölum hollendinga, sem voru með 700 g söluhæfa uppskeru á plöntu á 6 vikna uppskerutímabili (sjá Bændablað nr. 461). En það var augljóst að ástand plantna þegar plantað var, hefur mikil áhrif á hvort að uppskera verði mikil eða lítil og leggur með því fram skerf til uppskeruárangurs.
 
Frá hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að nota hærri ljósstyrk og Sonata til að auka uppskeru og framlegð jarðarberja. En hins vegar út frá útliti plöntunnar er mælt með lægri ljósstyrk.
 
Nú eru aftur farnar af stað tilraunir við LbhÍ þar sem prófuð verða áhrif ljósstyrks yfir háveturinn 2016/2017 á „everbearers“ (sem hafa lengra uppskerutímabil en junebearers en eru með minni uppskeru á viku) í samanburði við hefðbundna gróðurhúsaræktun jarðarberja (junebearers). Niðurstöður verður kynntar í Bændablaðinu þegar þær liggja fyrir.
 
Christina Stadler 
Landbúnaðarháskóla Íslands 
Reykjum − Hveragerði

7 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...