Íslenskar rósir.
Íslenskar rósir.
Fræðsluhornið 11. nóvember 2020

Íslenskar rósir í blómvöndinn

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Rósir hafa lengi verið algengasta tegund afskorinna blóma í íslenskri ylræktun. Á árum áður var rósaræktun stunduð í mörgum garðyrkjustöðvum í uppsveitum Árnessýslu, Hveragerði, í Borgarfirði og víðar.

Nú hefur framleiðslan breyst að því leyti að framleiðendum hefur fækkað talsvert en þeir sem stunda rósaræktun hafa bætt við gróðurhúsum og aukið ræktunartæknina til að mæta eftirspurninni. Raunin er sú að með raflýsingu og breyttum ræktunaraðferðum tekst íslenskum rósaræktendum að sinna nánast allri innlendri eftirspurn eftir rósum en talsverður innflutningur er í flestum öðrum tegundum afskorinna blóma. Lætur nærri að helmingur afskorinna blóma á Íslandi séu rósir.

Gæði íslenskra rósa er með því besta sem gerist í heimi ylræktar og mega framleiðendur vera stoltir af sínum störfum. Það er alls ekki einfalt að keppa við öflug framleiðslulönd í Mið-Ameríku og Afríku þar sem rósirnar vaxa í einföldum gróðurskýlum eða jafnvel utanhúss allt árið. Lönd eins og Ekvador, Kólumbía og Kenýa sem framleiða gríðarlegt magn afskorinna rósa og flytja á markaði um allan heim veita evrópskum framleiðendum harða samkeppni.

Rósir finnast í íslenskri náttúru

Innan sjálfrar rósaættarinnar eru þúsundir tegunda og sumar þeirra þekkjum við vel. Fjalldalafífill, reyniviður, jarðarber og holtasóley eru íslenskar tegundir sem teljast til rósaættarinnar. Hin eiginlega rósaættkvísl á sér tvo fulltrúa í náttúru Íslands, þyrnirós og glitrós. Þyrnirós hefur fundist á nokkrum stöðum frá Austfjörðum, um Suðurland og til Vestfjarða. Glitrósin hefur hins vegar aðeins fundist á einum stað á Ísandi, á Kvískerjum í Öræfum. Þessar villtu tegundir eru mun smágerðari og blómminni en kynbættar rósir sem garðyrkjubændur rækta til afskurðar. Kynbætur rósa eru reyndar mjög ævagömul iðja sem hefur skilað ótal afbrigðum til notkunar í görðum, til afskurðar og jafnvel sem pottablóm.

Ræktunin

Flestir rósaræktendur notast við svo kölluð óvirk ræktunarefni í stað hefðbundins jarðvegs. Þau geta ýmist verið íslenskur vikur eða sérstakar steinullarmottur sem rætur plantnanna vaxa í og vökvað er með fljótandi næringarlausn. Þá er jafnvel hægt að endurnýta þann hluta vökvunarvatnsins sem ekki nýtist hverju sinni. Þannig minnkar bæði áburðar- og vatnsþörf í ræktuninni. Einnig hafa ræktendur þróað nýjar leiðir við vaxtarmótun plantnanna til að auka uppskeru þeirra og auka endingu í beðunum. Algengt er að rósaplöntur gefi ágæta uppskeru árum saman. Þó verður framleiðandinn að vaka yfir þróun á markaði, bæði hvað varðar ný yrki sem í boði eru og fylgjast með tískusveiflum til að mæta þörfum neytenda.

Langt er síðan menn gerðu sér grein fyrir því að hægt var að auka gæði framleiðslunnar með því að græða greinar af eftirsóttum afbrigðum á rót kröftugra yrkja sem sjálfar mynda ekki þær blómgerðir sem sóst er eftir. Ágræðsla er því mjög algeng í framleiðslu ungplantna, eins og þekkist til að mynda í ræktun epla og annarra ávaxtatrjáa.

Raflýsing er notuð í langflestum rósahúsum en með því er hægt að halda framleiðslunni gangandi allt árið um kring. Kostnaðarsamur lýsingarbúnaður og rafmagnskaup leggur auknar byrðar á axlir framleiðenda en er nauðsyn til að halda fullri framleiðslu á veturna. Framleiðendur fylgjast vel með þróun lýsingar- og tæknibúnaðar sem og tækja til áburðargjafar og vökvunar.

Einn meginkosturinn við íslenskar rósir er að þær, líkt og aðrar afurðir úr íslenskum gróðurhúsum koma fullkomlega ferskar á markaðinn. Blómin eru skorin í gróðurhúsunum á nákvæmlega réttu þroskastigi og fara í dreifingu í verslanir jafnvel innan sólarhrings, ólíkt innfluttri vöru sem hefur ferðast heimsálfa á milli með ómældu sótspori áður en hún kemst lokst inn á heimili fólks.

Dönsku kýrnar stefna hratt í 12 tonna ársnyt
Fræðsluhornið 27. nóvember 2020

Dönsku kýrnar stefna hratt í 12 tonna ársnyt

Nautgriparækt og mjólkurframleiðsla á sér langa hefð í Danmörku en um þessar mun...

Broddkúmen og höfuðlausnir
Fræðsluhornið 23. nóvember 2020

Broddkúmen og höfuðlausnir

Broddkúmen á sér langa ræktunarsögu. Í dag er það eitt af vinsælustu kryddum til...

Gerbera – óvenju glæsilegt blóm til afskurðar
Fræðsluhornið 23. nóvember 2020

Gerbera – óvenju glæsilegt blóm til afskurðar

Af öllum þeim tegundum afskorinna blóma sem eru ræktaðar á Íslandi í dag býður e...

Litlu laxastofnarnir sem á að fórna
Fræðsluhornið 18. nóvember 2020

Litlu laxastofnarnir sem á að fórna

Við skipan starfshóps um stefnumótun í fiskeldi var aðeins hafður þröngur hópur ...

3 góðar fyrir jólin
Fræðsluhornið 13. nóvember 2020

3 góðar fyrir jólin

Vinsældir goðalilja eru sífellt að aukast, ekki síst sem jóla­blóm, enda þykir m...

Íslenskar rósir í blómvöndinn
Fræðsluhornið 11. nóvember 2020

Íslenskar rósir í blómvöndinn

Rósir hafa lengi verið algengasta tegund afskorinna blóma í íslenskri ylræktun. ...

Snarminnkandi sótspor með aukinni nyt
Fræðsluhornið 10. nóvember 2020

Snarminnkandi sótspor með aukinni nyt

Það kannast líklega flestir við umræðuna um að mjólkurframleiðsla heimsins eigi ...

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi
Fræðsluhornið 9. nóvember 2020

Rafmagnsfjórhjól frá Tékklandi