Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslensku sigurvegararnir á sviðinu í ráðstefnuhöllinni í Herning. Frá vinstri: Auðunn Hermannsson og Ágúst Jónsson frá MS.
Íslensku sigurvegararnir á sviðinu í ráðstefnuhöllinni í Herning. Frá vinstri: Auðunn Hermannsson og Ágúst Jónsson frá MS.
Mynd / International FOOD contest 2017
Á faglegum nótum 30. október 2017

Íslenska skyrið vann með glæsibrag

Höfundur: Snorri Sigurðsson
Alþjóðlega matvælakeppnin International FOOD contest 2017 var haldin 3.-5. október sl. í Herning í Danmörku. Keppni þessi, sem haldin er árlega, byggir að mestu á því að afurðastöðvar í mjólkuriðnaði senda vörur sínar inn og eru þær dæmdar af sér­stökum dómurum sem meta ýmsa þætti eins og bragðgæði, áferð, útlit og margt fleira sem er tekið inn í mat dómaranna. 
 
Í ár tóku 150 dómarar að sér að meta þær ótal mjólkurvörur sem sendar voru inn til keppninnar, en alls var hægt að senda inn mjólkurvörur í á fimmta tug ólíkra flokka af ostum, smjöri, jógúrti, drykkjarvörum og öðrum neysluvörum. Þá var einnig keppt í öðrum flokkum matvæla og tóku um 1.200 mismunandi tegundir og gerðir matvæla þátt í keppninni í ár.
 
Sá frábæri árangur náðist að íslenskt skyr vann heiðursverðlaunin sjálf í neysluvöruflokknum og er sá árangur einstakur enda MS þarna að etja kappi við stórfyrirtæki í mjólkurvinnslu eins og t.d. norður-­evrópska afurðafélagið Arla, sem er um 100 sinnum stærra afurðafélag en MS. Þetta er í annað skipti sem MS vinnur þessi verðlaun en árið 2012 vann félagið með kókómjólkina að vopni, en að þessu sinni var það Ísey skyr með bökuðum eplum frá MS á Selfossi sem vann.
 
Þrír meginflokkar
 
Í keppninni er mjólkurvörum skipt niður í þrjá ólíka meginflokka mjólkurvara, þ.e. í osta, smjör og neysluvörur. Innan hvers meginflokks eru svo mismunandi margir undirflokkar en alls voru á fimmta tug undirflokka í keppninni í ár. Hinar 1.200 mjólkurvörur voru svo flokkaðar niður í þessa ótal undirflokka og kepptu þær svo innbyrðis í hverjum flokki. Í raun gátu margar mjólkurvörur innan hvers flokks hlotið gullverðlaun, en reglur keppninnar eru þannig að hverri matvöru eru gefin stig eftir sérstökum reglum keppninnar og svo eru stigin talin saman og vörunum innan hvers flokks raðað upp. Efstu 10% hljóta gullverðlaun í viðkomandi flokki, þá fá næstu 20% silfurverðlaun og næstu 33% bronsverðlaun. Hver afurðastöð má svo, kjósi hún það, skarta þessum verðlaunum við markaðssetningu vörunnar.
 
Skyrið vann neysluvöruflokkinn
 
Bestu mjólkurvörurnar í hverjum undirflokki keppa svo um sigurinn í einum af hinum þremur meginflokkum mjólkurvaranna og sem fyrr segir stóð íslenska skyrið frá MS á Selfossi þar efst á blaði í flokki almennra neysluvara. Í öðrum flokkum urðu aðrar afurðastöðvar hlutskarpastar og vann t.d. Taulov afurðastöðin, sem er í eigu Arla, ostakeppnina með hraðþroskaða ostinn sinn Höhlenkäse Light í sneiðum og afurðastöðin í Holstebro, sem einnig er í eigu Arla, vann svo smjörkeppnina með ósaltað LURPAK smjör fyrir arabískan markað. Það má eiginlega segja að Holstebro afurðastöð Arla sé fastur áskrifandi að smjörverðlaununum enda afar rík smjörgerðarhefð þar og hafa ekki aðrar afurðastöðvar náð þessum verðlaunum til sín um hríð.
 
Skyr framleitt víða
 
Í dag er skyr framleitt í mörgum löndum utan Íslands og er skyr sú mjólkurafurð sem vex einna örast í nágrannalöndum okkar og er t.d. ein allra vinsælasta mjólkurvaran sem seld er í Danmörku. Skyr þetta er ekki nema í litlum mæli verið að framleiða eftir uppskrift og með rétthafagreiðslu til MS og er þorri þess framleitt af afurðastöðvum sem hafa prófað sig áfram með að þróa skyr. Þrátt fyrir að margar þessara afurðastöðva úti í heimi hafi yfir gríðarlegum upphæðum að ráða í þróunarstarf sitt, þá sést skýrt af þessari niðurstöðu International FOOD contest að íslenskir mjólkurfræðingar hafa enn töluvert forskot á kollega sína í öðrum löndum, a.m.k. þegar horft er til skyrgerðar.
 
Það var greinilega ekki leiðinlegt að gera bragðprófanir í þessari keppni. 
 
Snorri Sigurðsson
sns@seges.dk
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...