Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Ísland er fyrirheitna landið
Mynd / Bbl
Fræðsluhornið 7. júní 2022

Ísland er fyrirheitna landið

Höfundur: Hlynur Gauti Sigurðsson

Hugtakið „kolefnisbinding“ er tilkomið vegna mengunar, þ.e. andstæðan við mengun. Meng­un veldur hlýnun jarðar. Afleiðingarnar eru breyttir bú­skap­ar­hættir á jörðinni.

Fólksflutningar um heims­byggðina frá miðbaug til póla verða viðvarandi næstu áratugi. Takist mannkyni að snúa loftslagsbreytingum við þá er afraksturs þess erfiðis ekki að vænta í náinni framtíð. Nú, takist mannfólkinu ekki að snúa þróuninni við er kannski bara best að vera eigingjarn og óska næstu kynslóðum velfarnaðar.

Þeir sem menguðu efnuðust mest

Þetta er ekki flókið. Þeir sem menguðu efnuðust mest, þ.e. hinn vestræni heimur. Með meiri mengun jókst velmegun þeirra auðugu. Það má taka það fram að hér eru engir sleggjudómar til umræðu. Velmegunin hefur komið vesturheimi mjög notalega til góða ... á kostnað lífríkisins og næstu kynslóða manna reyndar.

Fólk á það til að leggja undir sig land

Fyrirhugaðir fólksflutningar eiga eftir að valda fjaðrafoki og kemur það til vegna eignaréttar. Fólk á það til að leggja undir sig land. Til dæmis ákvað hópur flóttamanna frá þjóð einni í norðri að fara áfram veginn og strönduðu á skeri sem þeir þá nefndu Ísland. Lítill styrr hefur verið um það sker enda var lítið hér við að hafa. Landnæði illræktanlegt og lítið um byggingarefni til að byggja sómasamlega kofa. Meira að segja Danir, sem nýlega sögðust eiga skerið, svo gott sem gáfu eyjaskeggjum það þegar eftir því var leitað. Þess vegna erum við, Íslendingar, nú þjóð á meðal þjóða og berum höfuðið hátt.

Fyrirheitna landið

Ísland er fyrirheitna landið. Fjárfestar hafa áttað sig á því og sést það best á ört hækkandi jarðarverði. Vonandi viðhalda þeir matvælaöryggi í landinu. Vonandi er þetta jákvætt skref í nýliðun í landbúnaði. Vonandi dafna sveitir landsins með fleira fólki, fjölbreyttari landbúnaði og nýsköpun. Kolefni­sbinding með skógrækt gæti þó verið ástæðan fyrir öllum þessum eignaskiptum.

Skógrækt er vissulega jákvæð fyrir íslenska þjóð, svo sem meira timburöryggi, sterkari stoðir fyrir sjálfbærni og öflugri atvinnu­starfsemi bæði við uppgang
og umhirðu.

Landeigendur eru í lykilstöðu

Það sem er mikilvægast fyrir bændur og aðra landeigendur er að hagsmunir þeirra séu varðir. Það vill svo til að landeigendur eru ein stærsta lausnin í loftslagsbaráttunni.

Markaður með kolefni er nýr og margir að mynda sér pláss á markaðnum, bjóðandi kannski gull og gersemar. Gætum að því að allir njóti góðs af nýrri gerð landbúnaðar.

Landeigendur eru í lykilstöðu og því mikilvægt að þeir standi saman undir merkjum Bændasamtaka Íslands.

Hlynur Gauti Sigurðsson
Kolefnisbru.is

Skógarafurðir á aðventunni
Fræðsluhornið 8. desember 2022

Skógarafurðir á aðventunni

Nú þegar aðventan eða jólafastan gengur í garð fara áhugasamir jólaunnendur að h...

Rannsóknastofa Landgræðslunnar
Fræðsluhornið 7. desember 2022

Rannsóknastofa Landgræðslunnar

Rannsóknastofa Landgræðslunnar er staðsett í Gunnarsholti í Rangárvöllum, hún sa...

Internorden 2022
Fræðsluhornið 6. desember 2022

Internorden 2022

Í ágúst sl. sótti ég ásamt Ólafi Dýrmundssyni Internorden ráðstefnu sem var hald...

Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022
Fræðsluhornið 6. desember 2022

Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022

Það sem af er haustinu 2022 hafa Tilraunastöðinni á Keldum verið send 18 sýni úr...

Um metanlosun frá mjólkurkúm
Fræðsluhornið 5. desember 2022

Um metanlosun frá mjólkurkúm

Umhverfisáhrif landbúnaðar, svo sem kolefnis- og metanlosun, eru meðal heitari u...

Margar nýjungar á EuroTier 2022
Fræðsluhornið 2. desember 2022

Margar nýjungar á EuroTier 2022

Hin heimsfræga þýska landbúnaðarsýning, EuroTier, var haldin um miðjan nóvember ...

Hvað getum við öll lagt af mörkum?
Fræðsluhornið 1. desember 2022

Hvað getum við öll lagt af mörkum?

Í tilefni nýliðinnar vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja 18.-24. nóvem...

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi
Fræðsluhornið 30. nóvember 2022

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi

Nýverið greind­ist Bovine Para­influenza Virus 3 (BPIV3) í fyrsta skipti hér á l...