Handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020 var Skýr frá Skálakoti, sem stillti sér upp með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni, á Landssýningu kynbótahrossa.
Handhafi Sleipnisbikarsins árið 2020 var Skýr frá Skálakoti, sem stillti sér upp með afkvæmum sínum og eigendum, þeim Jakobi Svavari Sigurðssyni og Guðmundi Viðarssyni, á Landssýningu kynbótahrossa.
Mynd / TB
Fræðsluhornið 8. júní 2022

Inntökuskilyrði kynbótahrossa

Höfundur: Elsa Albertsdóttir ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði RML - elsa@rml.is

Inntökuskilyrði kynbótahrossa verður með sama fyrirkomulagi og stefnt var að árið 2020 samkvæmt ályktun Fagráðs í hrossarækt.

Fjöldi efstu hrossa sem vinnur sér rétt til þátttöku á mótinu er 170 hross. Það er því ekki um einkunnalágmörk að ræða. Fjölda í hverjum flokki má sjá í töflu hér að neðan.

Til að auðvelda bestu klárhrossum landsins að komast á mótið verða 75% hrossa í hverjum flokki valin eftir aðaleinkunn og um 25% hrossa eftir aðaleinkunn án skeiðs. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið (til dæmis fleiri en ein hestur í 15. sæti í flokki 7 vetra og eldri hesta) þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu.

Stöðulisti verður birtur í WorldFengur.com sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla ekki að mæta með þau eru beðnir um að láta vita fyrir 22. júní nk., þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Skráning hrossa á mótið lýkur á hádegi 24. júní.

Afkvæmasýndir stóðhestar

Lágmörk vegna afkvæmasýninga miðast við kynbótamat aðaleinkunnar eins og það reiknast að afloknum kynbótasýningum vorið 2022 og fjölda dæmdra afkvæma. Öll dæmd afkvæmi hestanna liggja til grundvallar kynbótamatinu. Afkvæmi sem fylgja hestunum skulu vera dæmd í kynbótadómi.

Heiðursverðlaunahestum skulu fylgja 12 afkvæmi í sýningu en fyrstu verðlaunahestum 6 afkvæmi.

Stíllhreinn og sterklegur pallbíll
Fræðsluhornið 30. júní 2022

Stíllhreinn og sterklegur pallbíll

Að þessu sinni var pallbíllinn Isuzu D-Max Lux, sem BL selur, tekinn í reynslu...

Kvígur frá NautÍs
Fræðsluhornið 30. júní 2022

Kvígur frá NautÍs

Uppbygging hreinræktaðrar Angushjarðar hjá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á ...

Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2021
Fræðsluhornið 29. júní 2022

Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2021

Hér er nú kynntur fjórði árgangur Angus-holdanauta frá Nautgriparæktarmiðst...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – Fyrsti hluti
Fræðsluhornið 29. júní 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – Fyrsti hluti

Nýverið var haldið hið árlega Fagþing Nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „...

Reyniviður
Fræðsluhornið 28. júní 2022

Reyniviður

Reyniviður, Sorbus aucuparia, er um margt sérstætt tré. Til dæmis myndar reyni...

Svartþröstur
Fræðsluhornið 28. júní 2022

Svartþröstur

Svartþröstur er orðinn algengur varpfugl á Suðvesturlandi, einna helst í þét...

Ný og endurbætt spenaeinkun
Fræðsluhornið 27. júní 2022

Ný og endurbætt spenaeinkun

Á síðastliðnu búgreinaþingi Deildar kúabænda var því beint til fagráðs í ...

Krydd í tilveruna - fyrri hluti
Fræðsluhornið 25. júní 2022

Krydd í tilveruna - fyrri hluti

Þrátt fyrir að aldalöng hefð sé fyrir notkun og ræktun kryddjurta veit enginn...