Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvanneyrarbúið styrkir stöðu sína
Á faglegum nótum 7. janúar 2020

Hvanneyrarbúið styrkir stöðu sína

Höfundur: BHB
Aðalfundur Hvanneyrarbúsins ehf. var haldinn þann 27. ágúst sl. Í stjórn félagsins á síðasta starfsári voru Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur og bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, formaður, Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, námsbrautarstjóri búfræðibrautar skólans og Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Bústjóri er Egill Gunnarsson og fjósameistari er Hafþór Finnbogason. 
 
Fundargerðir stjórnarfunda, ársreikningar og skýrslur stjórnar eru birtar á heimasíðu Landbúnaðar­háskólans, lbhi.is. 
 
 
Afurðir og mjólkurgæði í fremstu röð
 
Tilgangur félagsins er að reka á hagkvæman hátt kúabú á Hvanneyri í þágu kennslu og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands. Innlögð mjólk árið 2018 var 544.883 lítrar með 4,01% fitu og 3,26% próteini, mfm líftölu var 14 og mfm frumutölu 123. Hlutfall fitu og próteins hækkaði nokkuð frá fyrra ári, en líftala og frumutala lækkuðu frá árinu á undan, þannig að heilt yfir er þróun mjólkurgæða mjög jákvæð. Árskýr á búinu voru 72,2 (73,1) sem að meðaltali skiluðu 8.289 (8.180) kg mjólkur, með 4,06% fitu (3,79%) og 3,32% próteini (3,23%). Búið er hið 4. afurðahæsta á landinu, mælt í kg mjólkur/árskú. Tún, engjar og grænfóðurakrar eru um 170 ha.
 
 
Stöðugur rekstur
 
Rekstur félagsins gekk með ágætum á árinu 2018 og var hann í samræmi við þær áætlanir sem stjórnendur félagsins lögðu upp með. Heildartekur félagsins voru 87,1 m.kr og hagnaður félagsins á árinu eftir fjármagnsliði var 5 m.kr. Áætlun yfirstandandi árs gerir ráð fyrir tekjuafgangi þannig að halda megi áfram að byggja upp eigið fé félagsins, búa í haginn fyrir nauðsynlega endurnýjun á tækjum, búnaði og ræktun, ásamt því að efla fjárhagslegan styrk Hvanneyrarbúsins. Eigið fé félagsins jókst um rúmlega 5 milljónir kr á árinu og nemur það nú 26,6 m.kr. Eiginfjárstaða félagsins hefur rúmlega tvöfaldast frá því að rekstur félagsins var færður í núverandi horf árið 2015, eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
 
Helstu fjárfestingar félagsins á liðnu ári voru nýjar sláttuvélar, bæði fram- og afturvél og frambúnaður á aðaldráttarvél búsins, MF5613. Auk þess var keypt notuð hliðarrakstrarvél. Eldri vélar voru ýmist seldar eða settar upp í þær nýju. Þá var umtalsverðum fjármunum varið til viðhalds á ræktun og framræslu. 
 
Óplægður rannsóknaakur
 
Frá síðasta aðalfundi hafa orðið þau þáttaskil í rekstrinum að uppgjöri við fyrrverandi bústjóra er að fullu lokið. Stjórn leggur áherslu á að nýta það fjárhagslega svigrúm sem myndast við það í þágu áframhaldandi uppbyggingar á aðstöðu og búnaði. 
 
Fyrir liggur að nauðsynlegt er að gera ýmsar breytingar á Hvanneyrarfjósinu ef í því á að vera mögulegt að framkvæma einstaklingsfóðrunartilraunir á nautgripum. Þegar er farið að huga að því með hvaða hætti sú endurnýjun skuli gerð. Til að mynda þrengdi einföld rannsókn á fóðrun ungkálfa mjög að núverandi búrekstri. Þá er mjög stór rannsóknaakur varðandi umhverfisáhrif nautgriparæktar óplægður.
Í nýrri skýrslu RML um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt kemur fram að handbær gögn um launakostnað í mjólkurframleiðslu eru mjög takmörkuð. Með skipulegri og handhægri skráningu vinnutíma starfsmanna Hvanneyrarbúsins, væri mögulegt að gera þar nokkra bragarbót á.
 
 
Horft til framtíðar
 
Í nýútkominni stefnu Landbúnaðar­háskólans 2019-2024 er lögð áhersla á að „tryggja fyrirmyndar búrekstur sem er leiðandi í sjálfbærni, umhverfisvernd og tækniþróun“. 
 
Að mati stjórnar Hvanneyrar­búsins er núverandi búrekstur til mikillar fyrirmyndar á flesta mælikvarða. Til að hann verði leiðandi á landsvísu varðandi fyrrnefnd atriði þarf að ráðast í ýmsar framkvæmdir og fjár­festingar; plastnotkun er t.d. hægt að minnka gríðarlega. Öflugri rannsóknir í jarðrækt með bættri aðstöðu og auknum mannafla væru vel til þess fallnar að auka sjálfbærni í fóðuröflun búsins. 
 
Nýr mykjutankur hefur stór­bætt nýtingu næringarefna í búfjár­áburði, svo dæmi séu tekin. Sú fjárfesting er mikilvægt framlag til umhverfismála. Aukin sjálfbærni í orkuöflun búsins er einnig atriði sem vert er að gefa gaum.
 
Stjórn Hvanneyrarbúsins ehf. þakkar starfsmönnum fyrir sam­starfið á árinu og óskar þeim til hamingju með góðan árangur í búrekstrinum. Starfsmönnum skólans er jafnframt þakkað fyrir samstarfið. Á aðalfundi 2019 urðu þær breytingar að Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor tók við stjórnarformennsku í félaginu en Baldur og Pétur sitja áfram með henni í stjórn þess. 

Skylt efni: Hvanneyrarbúið | Hvanneyri

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...