Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvanneyrarbúið styrkir stöðu sína
Fræðsluhornið 7. janúar 2020

Hvanneyrarbúið styrkir stöðu sína

Höfundur: BHB
Aðalfundur Hvanneyrarbúsins ehf. var haldinn þann 27. ágúst sl. Í stjórn félagsins á síðasta starfsári voru Baldur Helgi Benjamínsson, búfjárerfðafræðingur og bóndi á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði, formaður, Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, námsbrautarstjóri búfræðibrautar skólans og Pétur Diðriksson, bóndi á Helgavatni í Þverárhlíð. Bústjóri er Egill Gunnarsson og fjósameistari er Hafþór Finnbogason. 
 
Fundargerðir stjórnarfunda, ársreikningar og skýrslur stjórnar eru birtar á heimasíðu Landbúnaðar­háskólans, lbhi.is. 
 
 
Afurðir og mjólkurgæði í fremstu röð
 
Tilgangur félagsins er að reka á hagkvæman hátt kúabú á Hvanneyri í þágu kennslu og rannsóknastarfs Landbúnaðarháskóla Íslands. Innlögð mjólk árið 2018 var 544.883 lítrar með 4,01% fitu og 3,26% próteini, mfm líftölu var 14 og mfm frumutölu 123. Hlutfall fitu og próteins hækkaði nokkuð frá fyrra ári, en líftala og frumutala lækkuðu frá árinu á undan, þannig að heilt yfir er þróun mjólkurgæða mjög jákvæð. Árskýr á búinu voru 72,2 (73,1) sem að meðaltali skiluðu 8.289 (8.180) kg mjólkur, með 4,06% fitu (3,79%) og 3,32% próteini (3,23%). Búið er hið 4. afurðahæsta á landinu, mælt í kg mjólkur/árskú. Tún, engjar og grænfóðurakrar eru um 170 ha.
 
 
Stöðugur rekstur
 
Rekstur félagsins gekk með ágætum á árinu 2018 og var hann í samræmi við þær áætlanir sem stjórnendur félagsins lögðu upp með. Heildartekur félagsins voru 87,1 m.kr og hagnaður félagsins á árinu eftir fjármagnsliði var 5 m.kr. Áætlun yfirstandandi árs gerir ráð fyrir tekjuafgangi þannig að halda megi áfram að byggja upp eigið fé félagsins, búa í haginn fyrir nauðsynlega endurnýjun á tækjum, búnaði og ræktun, ásamt því að efla fjárhagslegan styrk Hvanneyrarbúsins. Eigið fé félagsins jókst um rúmlega 5 milljónir kr á árinu og nemur það nú 26,6 m.kr. Eiginfjárstaða félagsins hefur rúmlega tvöfaldast frá því að rekstur félagsins var færður í núverandi horf árið 2015, eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
 
Helstu fjárfestingar félagsins á liðnu ári voru nýjar sláttuvélar, bæði fram- og afturvél og frambúnaður á aðaldráttarvél búsins, MF5613. Auk þess var keypt notuð hliðarrakstrarvél. Eldri vélar voru ýmist seldar eða settar upp í þær nýju. Þá var umtalsverðum fjármunum varið til viðhalds á ræktun og framræslu. 
 
Óplægður rannsóknaakur
 
Frá síðasta aðalfundi hafa orðið þau þáttaskil í rekstrinum að uppgjöri við fyrrverandi bústjóra er að fullu lokið. Stjórn leggur áherslu á að nýta það fjárhagslega svigrúm sem myndast við það í þágu áframhaldandi uppbyggingar á aðstöðu og búnaði. 
 
Fyrir liggur að nauðsynlegt er að gera ýmsar breytingar á Hvanneyrarfjósinu ef í því á að vera mögulegt að framkvæma einstaklingsfóðrunartilraunir á nautgripum. Þegar er farið að huga að því með hvaða hætti sú endurnýjun skuli gerð. Til að mynda þrengdi einföld rannsókn á fóðrun ungkálfa mjög að núverandi búrekstri. Þá er mjög stór rannsóknaakur varðandi umhverfisáhrif nautgriparæktar óplægður.
Í nýrri skýrslu RML um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt kemur fram að handbær gögn um launakostnað í mjólkurframleiðslu eru mjög takmörkuð. Með skipulegri og handhægri skráningu vinnutíma starfsmanna Hvanneyrarbúsins, væri mögulegt að gera þar nokkra bragarbót á.
 
 
Horft til framtíðar
 
Í nýútkominni stefnu Landbúnaðar­háskólans 2019-2024 er lögð áhersla á að „tryggja fyrirmyndar búrekstur sem er leiðandi í sjálfbærni, umhverfisvernd og tækniþróun“. 
 
Að mati stjórnar Hvanneyrar­búsins er núverandi búrekstur til mikillar fyrirmyndar á flesta mælikvarða. Til að hann verði leiðandi á landsvísu varðandi fyrrnefnd atriði þarf að ráðast í ýmsar framkvæmdir og fjár­festingar; plastnotkun er t.d. hægt að minnka gríðarlega. Öflugri rannsóknir í jarðrækt með bættri aðstöðu og auknum mannafla væru vel til þess fallnar að auka sjálfbærni í fóðuröflun búsins. 
 
Nýr mykjutankur hefur stór­bætt nýtingu næringarefna í búfjár­áburði, svo dæmi séu tekin. Sú fjárfesting er mikilvægt framlag til umhverfismála. Aukin sjálfbærni í orkuöflun búsins er einnig atriði sem vert er að gefa gaum.
 
Stjórn Hvanneyrarbúsins ehf. þakkar starfsmönnum fyrir sam­starfið á árinu og óskar þeim til hamingju með góðan árangur í búrekstrinum. Starfsmönnum skólans er jafnframt þakkað fyrir samstarfið. Á aðalfundi 2019 urðu þær breytingar að Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor tók við stjórnarformennsku í félaginu en Baldur og Pétur sitja áfram með henni í stjórn þess. 

Skylt efni: Hvanneyrarbúið | Hvanneyri

Gargönd
Fræðsluhornið 28. september 2022

Gargönd

Gargönd, eða litla gráönd eins og hún er kölluð í Mývatnssveit, er fremur...

Landbúnaðarsýningin Libramont
Fræðsluhornið 28. september 2022

Landbúnaðarsýningin Libramont

Seinnipartinn í júlí á hverju ári, ef frá eru talin heimsfaraldursár, er ...

Geymsla heyfengs í turnum
Fræðsluhornið 27. september 2022

Geymsla heyfengs í turnum

Heyturnar eru ekki nýjung fyrir Íslendinga en segja má að blómatíð þeirra h...

Ein mest selda dráttarvél landsins
Fræðsluhornið 26. september 2022

Ein mest selda dráttarvél landsins

Claas Arion 470 sem Vélfang selur er millistór traktor á íslenskan mælikvarð...

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði
Fræðsluhornið 26. september 2022

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert van...

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...

Hekl er hæstmóðins
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið na...

Glókollur
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og veg...