Bandaríkjamaðurinn Mr. Spooner hefur unað sér við hekl síðan á tímum Woodstock, má m.a. finna hann á Pinterest og hægt er að versla af honum yfir netið, ef vel er leitað.
Bandaríkjamaðurinn Mr. Spooner hefur unað sér við hekl síðan á tímum Woodstock, má m.a. finna hann á Pinterest og hægt er að versla af honum yfir netið, ef vel er leitað.
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið náð fyrir augum hönnuða.

Hekltaska í boði Prada.

Meðal þeirra eru nöfn á borð við Marni, Bottega Veneta, Moschino og Prada svo eitthvað sé nefnt. Má í því samhengi minnast heklaðrar strandtösku Prada frá í fyrra, en fór sala hennar fram úr öllum væntingum, þótt verðlagið væri tæpar þrjú hundruð þúsund krónur íslenskar fyrir stykkið. En óstjórnlega smart auðvitað og í mörgum litum.

Notalegheit fyrri ára

Á meðan margir hafa tengt heklaðan fatnað og fylgihluti við tímabil hippaáranna eða tónlistarhátíða á borð við Coachella kemur á daginn að æ oftar má finna slíkar gersemar á pöllum tískunnar. Því er ef til vill kominn tími til að mastera tækni heklunálarinnar með haustinu, þó ekki væri nema rétt til að tolla í tískunni.

Á vefsíðu Harpers Bazaar eru hugmyndir um að ró og mannleg nánd spili inn í áhugann á heklinu. Eigi þá rætur sínar að rekja til tímabils Covid er mannleg samskipti voru í lágmarki. Yngri hönnuðir á borð við Joseph Altuzarra tekur undir og telur að fólk sækist eftir fylgihlutum eða fatnaði sem hægt er að tengjast á tilfinningalegan hátt – en sjálfur tók hann haustlínu sína í nýjar hæðir er hann kynnti heklaðan kjól svo flókinn að gerð að margir lýstu honum sem list einum og sér.

Eitt verka Sheenu Sood.
Leitað í grunninn

Fleiri ungir og upprennandi hönnuðir eru á þessari línu og er Abacaxi merki
sem gaman er að fylgjast með. Hönnuðurinn Sheena Sood, sem er af indverskum upp­runa, hefur vakið athygli með afar litríkum og glaðlegum vörum. Sheena er textílhönnuður að auki og hefur mikla ástríðu fyrir að kynna sér þá tækni víðs vegar um heiminn. Heimsótt staði á borð við Brasilíu, Indónesíu, Víetnam, Perú og Mexíkó og tileinkað sér aðferðir frumbyggja við textílgerð og býr svo að þeirri kunnáttu er kemur að hennar eigin handverki.

Augljóst er að með slíkri ástríðu á hún framtíðina fyrir sér en fyrri reynslu sína í geiranum fékk hún við störf hjá merkjum á borð við Tracy Reese, Cole Haan og Anthropologie.

Íslenskt handverk

Hekl er þó eitthvað sem á sér langa sögu, hvort heldur erlendis eða á Íslandi. Árið 1886 var til dæmis fyrsta hannyrðabókin gefin út á íslensku, en þar má finna grein um hekl. Nokkuð var um að hekluð væru milliverk í rúmföt sem notuð voru spari, þá líka koddaverið – eða a.m.k. blúnda hekluð utan um koddann. Hekluð voru rúmteppi, húfur og ýmislegt og margir sem nutu sín betur við þann starfa en prjónanna.

Svo eru ástríðuheklarar auðvitað til – þeir sem aldrei hafa sleppt heklunálinni – og má þar nefna Mr. Spooner, búsettan í Bandaríkjunum og klæðist helst engu nema hekldressi frá toppi til táar – unnu af honum sjálfum. En öllu má víst ofgera og rétt að hafa það í huga er fólk æsist við heklið.

Skylt efni: tískan

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...

Hekl er hæstmóðins
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið na...

Glókollur
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og veg...

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð
Fræðsluhornið 13. september 2022

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð

Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílo...

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti
Fræðsluhornið 12. september 2022

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti

Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskrift...

Aygo hefur tekið vaxtarkipp
Fræðsluhornið 12. september 2022

Aygo hefur tekið vaxtarkipp

Að þessu sinni var einn af nýjustu bílunum frá Toyota tekinn í prufuakstur. ...

Stökkar skeljar & mjúkir vafningar
Fræðsluhornið 9. september 2022

Stökkar skeljar & mjúkir vafningar

Hefðbundnir mexíkóskir réttir eiga sér aldagamla sögu og rætur að rekja til...

Starfsemi RML - Þriðji hluti
Fræðsluhornið 6. september 2022

Starfsemi RML - Þriðji hluti

Í þessum þriðja hluta greina um starfsemi RML mun ég gera rekstrar- og umhverf...