Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýverið birtist í hinu heimsfræga tímariti Journal of Dairy Science áhugaverð grein varðandi samspil frumutölu mjólkur og annarra þátta.
Nýverið birtist í hinu heimsfræga tímariti Journal of Dairy Science áhugaverð grein varðandi samspil frumutölu mjólkur og annarra þátta.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 19. nóvember 2019

Hárri frumutölu fylgir bæði lægri nyt og slök fóðurnýting

Höfundur: Snorri Sigurðsson - snsig@arlafoods.com
Útgjöld vegna fóðurs eru alla jafnan stærsti kostnaðarliður í rekstri kúabúa og stefna flestir kúabændur að því að lækka þennan útgjaldaþátt með bæði ódýrara fóðri og bættri nýtingu á því fóðri sem gefið er. Þá vinnur vísindafólk víða um heim að því að leita leiða til að bæta fóðurnýtingu kúa svo draga megi úr sótspori mjólkurframleiðslunnar. 
 
Nýverið birtist í hinu heimsfræga tímariti Journal of Dairy Science áhugaverð grein varðandi samspil frumutölu mjólkur og annarra þátta þar sem fram kom m.a. að kýr sem eru með háa frumutölu nota tvö til þrjú prósent meira fóður fyrir hvern framleiddan lítra mjólkur, en hinar sem frumulægri eru. Þá mjólka þær frumuháu að jafnaði minna en hinar frumulægri svo enn á ný koma því fram staðfestingar á því sem lengi hefur verið haldið fram þ.e. að frumuháar kýr séu mun óhagkvæmari í rekstri en frumulágar kýr.
 
Marktækt samhengi var á milli frumutölu og fóðurnýtingar auk fleiri þátta.
 
Flókin rannsókn
 
Rannsóknin, sem unnin var við háskólann í Pennsyl­vaníu, var einkar umfangsmikil enda hefur reynst erfitt að fá fram marktækar niðurstöður um samspil frumutölu og margra þátta, m.a. fóðurnýtingar, á grunni einstaklingsupplýsinga kúa sem hafa verið notaðar í rannsóknir almennt. Skýringin á því er sú að oftast eru nefnilega fóðurathuganir frekar smáar í sniðum og því varasamt að álykta út frá litlu gagnasafni. 
 
Vísindafólkið sem að þessari rannsókn stóð fór því þá leið að draga saman niðurstöður sjö ólíkra rannsókna, sem gerðar höfðu verið við háskólann, á fóðrun kúa og með því að slá saman niðurstöðum allra rannsóknanna sjö varð til myndarlegt gagnasafn sem unnt var að vinna með. Gögnin náðu til fóðrunar-, afurða- og mjólkurgæðaupplýsinga um 254 kýr og gáfu niðurstöðurnar skýrt til kynna marktækt samhengi á milli frumutölu og fóðurnýtingar auk fleiri þátta.
 
Rétt er að taka fram að í þessari rannsókn var miðað við frekar háa frumutölu kúa eða >250.000 frumur/ml sem er 50.000 frumum/ml hærra en almennt er miðað við í Evrópu þegar talað er um háa frumutölu, en almennt er miðað við í dag að ef kýrsýni fer yfir 200.000 frumur/ml þá er kýrin skilgreind með júgurbólgu.
 
 
3% munur
 
Samhengið sem fannst má setja fram með tiltölulega einföldum hætti eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Taflan sýnir spágildi, byggt á niðurstöðum þessarar rannsóknar, um það hve sterkt samhengi er á milli hækkandi frumutölu og mjólkurframleiðslunnar annars vegar og fóðurnýtingarinnar hins vegar.
 
Eins og sjá má við lestur töflu 1 er samhengið afar sterkt og tölfræðilega marktækt og sýnir skýrt hve óhag­kvæmni kúa eykst mikið eftir því sem frumutalan hækkar. Taflan byggir á útreikningi á fráviki kúa frá 0 gildi, þ.e. hvernig samhengið er á milli hækkandi frumutölu frá 0 frumum/ml. Það er auðvitað tölu­gildi sem ekki er raunhæft að ná svo e.t.v. er auðveldara að bera saman t.d. niðurstöður fyrir kýr með að jafnaði 50.000 í frumutölu/ml og hins vegar kýr sem eru að jafnaði með 250.000 frumur/ml. slíkt dæmi er hér í töflu 2.
 
 
Hér má lesa út úr töflu 2 að hinar frumuháu kýr mjólka að jafnaði um 1,6 kg minna en kýrnar sem eru frumulágar. Á móti kemur að hinar frumuhærri éta heldur minna af þurrefni líka eða sem nemur 0,3 kg minna en þrátt fyrir að éta örlítið minna, en kýr með heilbrigt júgur, vegur það ekki upp framleiðslumuninn enda þegar framleiðslan er reiknuð yfir á fóðrið þá framleiða hinar frumuháu kýr 0,04 kg minna af mjólk af hverju kílói fóðurþurrefnis og 0,04 kg minna af orkuleiðréttri mjólk af hverju kílói fóðurþurrefnis.
 
Rétt er að minna hér á að um nyt­hátt erlent kúakyn er hér að ræða, en fátt ef nokkuð bendir til annars en að sambærileg áhrif ættu að eiga við um íslenskar kýr einnig.
 
Dýrar kýr í rekstri
 
Í rannsókninni voru auðvitað notaðar bandarískar forsendur við útreikn­inga á kostnaðar- og tekjuliðum. Miðað var við afurðastöðvaverð upp á 42,6 krónur (0,34 dollara) og fóðrunarkostnað upp á 32,5 krónur (0,26 dollara) á hvert kg. fóðurþurrefnis. Út frá þessum forsend­um sýndu niðurstöðurnar að það kostar að jafnaði 21,3 krónum meira að fóðra frumuháar kýr á degi hverjum í samanburði við frum­lágar kýr eða u.þ.b. 6.500 krónum meira á hefðbundnu mjaltaskeiði. Til við­bótar þessum mun koma auðvitað útgjöld tengd hárri frumu­tölu eins og tapað gæðaálag á mjólk, kostnaður við meðhöndlun sýnilegrar júgur­bólgu o.s.frv. Í þessu dæmi eru grunn­forsendur við útreikninga afar lágar í samanburði við íslenskar aðstæður og mætti ætla að hér á landi myndi því vera mun óhagkvæmara að vera með frumuháar kýr.
 
Líka meira metan
 
Vísindafólkið skoðaði einnig umhverfis­áhrif framleiðslunnar við mismunandi fóðurnýtingu og kom í ljós að hinar frumuháu kýr losa mun meira af metani en hinar frumulægri og umreiknað á hvert framleitt kíló orkuleiðréttrar mjólkur þá skila hinar frumuháu frá sér 2,8% meira af metani. Skýringin á þessum mun felst einfaldlega í því að kýr með lægri frumutölu þurfa einfaldlega að éta minna magn af fóðri til að framleiða sína mjólk og fyrir vikið ropa þær minna en hinar frumuhærri. Sé munurinn reiknaður yfir á ársgrunn munar 4,4 kílóum á ári á þessum kúm, við sama mjólkurmagn.
 
Kostar að virkja mótstöðukerfið
 
Þegar frumutalan hækkar bendir það til sýkingar í júgurvefnum og þegar svo verður dregur bæði úr mjólkurframleiðslunni og oftast dregur einnig úr áti kúnna. Þess utan þarf mótstöðukerfi kúnna að taka til verka og það kostar kúna orku sem þá fer ekki á sama tíma til mjólkurframleiðslunnar. Í rannsókninni kom í ljós að það reyndist vera töluverður munur á þessum samspilsáhrifum eftir því hvernig sýking í júgurvef á sér stað. 
 
Fyrirbyggjandi aðgerðir
 
Vísindafólkið ályktar í niðurstöðum sínum að vegna slakari fóður­nýtingar, stærra sótspori, minni mjólkur­framleiðslu og meiri óhag­kvæmni kúa með háa frumutölu auk meðhöndlunarkostnaðar, þá sé full ástæða fyrir kúabændur að vinna að forvörnum þegar kemur að júgurheilbrigði auk þess að fylgjast þurfi vel með bæði sýnilegri og duldri júgurbólgu nú sem fyrr.
 
Heimild: 
J. Dairy Sci. 101:9510-9515
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...