Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting
Á faglegum nótum 21. janúar 2016

Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Í töflu sem birt var í síðasta Bændablaði (17. des. 2015) var umfjöllun um hæst stiguðu lambhrúta landsins, flokkaða eftir sýslum.  
 
Eftirfarandi leiðréttingum verður hér með komið á framfæri varðandi upplýsingar í töflu sem fylgdi greininni.  Í Suður-Þingeyjarsýslu er í 5. sæti hrútur frá Þverá í Dalsmynni en ekki Þverá í Reykjahverfi. Í Suður-Múlasýslu er hrútur í 3. sæti nr. 253 frá Ásgarði, Breiðdal.  Bakvöðvaþykkt á þessu lambi á að vera 37 mm en ekki 27 mm. Alvarlegasta athugasemdin er síðan sú að í lista yfir topphrúta í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu vantar hrúta frá Skjaldfönn. Þessi mistök eiga rætur að rekja til þess að Skjaldfönn tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð og fjárræktarfélaginu Tindi á Ströndum og flokkast því í uppgjöri með búum á því svæði.  Hins vegar er býlið eftir sem áður staðsett í Norður-Ísafjarðarsýslu.  Efsti hrútur í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu á því að vera lamb nr. 38 frá Skjaldfönn sem hlaut 88,5 stig og í þriðja sæti lamb nr. 81 frá sama bæ sem hlaut 87 stig.
 
Uppfærslu á þessari töflu ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu má finna inn á www.rml.is.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...