Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gróðursetning á plöntum í pottum
Á faglegum nótum 30. ágúst 2021

Gróðursetning á plöntum í pottum

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Nær allar tegundir skrautrunna og fjölærra garðplantna eru ræktaðar í pottum í gróðrar­stöðvum. Það er mjög þægilegt fyrir viðskiptavinina því með þessari ræktunartækni er hægt að grípa plönturnar hvenær sem er frá vori fram á haust og gróðursetja þær.

Yfirleitt eru þetta plöntur sem við gróðursetjum í beð og erum við þá væntanlega búin að undirbúa jarðveginn fyrir gróðursetninguna, ákveða staðsetningu beðanna, fá viðeigandi jarðveg í beðin og láta okkur dreyma um framtíðarblómskrúðið.

Við gróðursetningu þessara pottaplantna er byrjað á því að gera holu sem er nokkuð víðari en umfang pottsins. Í holuna er ágætt að blanda lífrænum áburði, búfjáráburði eða moltu, slíkur áburður brotnar hægt niður og er því að nýtast plöntunni yfir lengri tíma.

Gott er að hræra áburðinum vel við moldina og koma honum fyrir upp með hliðunum á holunni, ekki bara undir plöntunni, næringarrætur plöntunnar leita nefnilega aðallega til hliðar eftir næringu, ekki niður á við. Plantan er losuð úr pottinum, stundum er eins og plönturnar séu ekki alveg tilbúnar til að losna við pottinn en þá er hægt að setja plöntuna á hvolf og slá pottbrúninni varlega við nærliggjandi hart yfirborð, þá losnar yfirleitt potturinn af.

Plöntunni er svo komið fyrir í miðri holunni og hún látin standa álíka djúpt og áður, fæstar plöntur þola að vera gróðursettar mjög djúpt í jarðveginn. Holan er svo fyllt með góðri mold og þjappað niður með hliðunum þannig að ekki séu stórar holur meðfram hnausnum. Þessari framkvæmd lýkur svo með vökvun á plöntunni og ef vill má dreifa dálitlu magni af tilbúnum áburði yfir moldina, um það bil hálfa matskeið af alhliða áburði fyrir hefðbundna stærð af skrautrunna, aðeins minna fyrir fjölærar plöntur. Þetta er þó ekki nauðsynlegt ef við erum með góðan garðajarðveg.

Skylt efni: Garðyrkja ræktun

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...