Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gróðursetning á plöntum í pottum
Fræðsluhornið 30. ágúst 2021

Gróðursetning á plöntum í pottum

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Nær allar tegundir skrautrunna og fjölærra garðplantna eru ræktaðar í pottum í gróðrar­stöðvum. Það er mjög þægilegt fyrir viðskiptavinina því með þessari ræktunartækni er hægt að grípa plönturnar hvenær sem er frá vori fram á haust og gróðursetja þær.

Yfirleitt eru þetta plöntur sem við gróðursetjum í beð og erum við þá væntanlega búin að undirbúa jarðveginn fyrir gróðursetninguna, ákveða staðsetningu beðanna, fá viðeigandi jarðveg í beðin og láta okkur dreyma um framtíðarblómskrúðið.

Við gróðursetningu þessara pottaplantna er byrjað á því að gera holu sem er nokkuð víðari en umfang pottsins. Í holuna er ágætt að blanda lífrænum áburði, búfjáráburði eða moltu, slíkur áburður brotnar hægt niður og er því að nýtast plöntunni yfir lengri tíma.

Gott er að hræra áburðinum vel við moldina og koma honum fyrir upp með hliðunum á holunni, ekki bara undir plöntunni, næringarrætur plöntunnar leita nefnilega aðallega til hliðar eftir næringu, ekki niður á við. Plantan er losuð úr pottinum, stundum er eins og plönturnar séu ekki alveg tilbúnar til að losna við pottinn en þá er hægt að setja plöntuna á hvolf og slá pottbrúninni varlega við nærliggjandi hart yfirborð, þá losnar yfirleitt potturinn af.

Plöntunni er svo komið fyrir í miðri holunni og hún látin standa álíka djúpt og áður, fæstar plöntur þola að vera gróðursettar mjög djúpt í jarðveginn. Holan er svo fyllt með góðri mold og þjappað niður með hliðunum þannig að ekki séu stórar holur meðfram hnausnum. Þessari framkvæmd lýkur svo með vökvun á plöntunni og ef vill má dreifa dálitlu magni af tilbúnum áburði yfir moldina, um það bil hálfa matskeið af alhliða áburði fyrir hefðbundna stærð af skrautrunna, aðeins minna fyrir fjölærar plöntur. Þetta er þó ekki nauðsynlegt ef við erum með góðan garðajarðveg.

Skylt efni: Garðyrkja ræktun

Með öllu óætur og jafnvel eitraður!
Fræðsluhornið 30. september 2022

Með öllu óætur og jafnvel eitraður!

Gulllaxinn skilaði hálfum milljarði króna í útflutningstekjur á síðasta á...

Skjólbelti og korn
Fræðsluhornið 30. september 2022

Skjólbelti og korn

Kornrækt á Íslandi er ekki bara möguleg heldur æskileg og nauðsynleg. En það ...

Gargönd
Fræðsluhornið 28. september 2022

Gargönd

Gargönd, eða litla gráönd eins og hún er kölluð í Mývatnssveit, er fremur...

Landbúnaðarsýningin Libramont
Fræðsluhornið 28. september 2022

Landbúnaðarsýningin Libramont

Seinnipartinn í júlí á hverju ári, ef frá eru talin heimsfaraldursár, er ...

Geymsla heyfengs í turnum
Fræðsluhornið 27. september 2022

Geymsla heyfengs í turnum

Heyturnar eru ekki nýjung fyrir Íslendinga en segja má að blómatíð þeirra h...

Ein mest selda dráttarvél landsins
Fræðsluhornið 26. september 2022

Ein mest selda dráttarvél landsins

Claas Arion 470 sem Vélfang selur er millistór traktor á íslenskan mælikvarð...

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði
Fræðsluhornið 26. september 2022

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert van...

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...