Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gott bókhald er gulls ígildi
Á faglegum nótum 18. febrúar 2016

Gott bókhald er gulls ígildi

Höfundur: Jóhanna Lind Elíasdóttir og María Svanþrúður Jónsdóttir
Hvað sem fólki kann að finnast þá er tímanum sjaldnast betur varið en þegar vandað er til söfnunar upplýsinga um reksturinn.
 
Þess gætt að allir reikningar og greiðsluseðlar skili sér í bókhaldsmöppuna. Þarf þá gjarnan að fara og leita í hanskahólfum á bílum, á góða staðnum í eldhúsinu og síðast en ekki síst í rafrænum skjölum í heimabankanum.
 
Ábyrgðin er hjá framteljanda
 
Þau ykkar sem sendið bókhaldsgögnin ykkar til bókara þurfið að hafa í huga að viðkomandi ber ekki að kalla eftir gögnum sem ekki eru í möppunni og þó einhver sjái um að skila skattinum fyrir ykkur  þá er ábyrgðin á framtalsskilunum alltaf hjá viðkomandi framteljanda eða rekstraraðila.
 
Passið upp á virðisaukaskattsnóturnar
 
Það er ótrúlega algengt að bændur passa nokkurn veginn upp á nóturnar sem bera virðisaukaskatt, en þegar kemur að öðrum gjaldaliðum, svo sem fasteignagjöldum, tryggingum, lánum og yfirliti um vaxtagreiðslur af viðskiptareikningum þá er misbrestur á að þeim sé haldið til haga. Í svona tilfellum er afleiðingin sú að rekstrarniðurstaðan er ekki í neinu samræmi við raunveruleikann.
 
Góð yfirsýn ávísun á betri afkomu
 
Talsverður fjöldi bænda færir bókhaldið sitt að einhverju eða öllu leyti og notar þá gjarnan dkBúbót. DkBúbót er aðlöguð að bókhaldslegum þörfum landbúnaðarins og sé kerfið rétt notað er það mikil stoð í rekstri og gefur á augabragði sýn á stöðu mála og samanburð við liðin ár. Það hefur sýnt sig að þeir bændur sem fylgjast vel með bókhaldi sínu eru yfirleitt með betri rekstrarafkomu en þeir sem gera það ekki.
 
Sendið gögn í dkBúbót við hver virðisaukaskattskil
 
DkBúbót býður upp á þá aðgerð að senda Bændasamtökunum rekstrarniðurstöður búsins með dulkóðuðum hætti. Þarf þá viðkomandi bóndi að senda inn undirritað samþykki fyrir því að gögnin séu notuð, en það samþykki má finna í forritinu undir liðnum „Verkfæri – Gagnaflutningur - dkBúbót- Gagnagrunnur BÍ“ en á sama stað er valmöguleiki til að senda bókhaldsgögn hvers árs, þar sem sjá má stöðu samþykkis og hvaða gögn hafa verið send.
 
Við hvetjum til að bændur sendi inn gögn eftir hver virðisaukaskattskil svo meta megi þróun í afkomu bænda jafnóðum og eins eftir skattskil hvers árs þegar efnahagur og rekstrarliðir sem ekki bera virðisaukaskatt hafa verið færðir. Þetta er gríðarlega mikilvæg gagnaöflun sem nýtist þegar meta þarf rekstrarskilyrði landbúnaðarins sem er afar þýðingarmikið í kjarabaráttu bænda á hverjum tíma.
 
Hjá Ráðgjafarmiðstöð Land­bún­aðarins er í gildi samstarfssamningur við Bændasamtökin um faglega þjónustu við notendur dkBúbótar, þar með talið ráðgjöf um einstaka færslur í bókhaldi og aðferðafræði við frágang bókhalds og skattskila í bókhaldsforritinu. Notendur geta haft samband við skiptiborð RML og BÍ eða hringt beint í þjónustunúmer dkBúbótar 563 0368 alla virka daga milli kl. 10 og 16. 
 
Munið að uppfæra kerfið
 
Bændasamtökin sjá um útgáfu upplýsinga um breytingar á kerfinu og senda út með rafrænum hætti uppfærslur þegar þess þarf. Því er mjög mikilvægt að notendur láti BÍ vita um breytt netföng sé um slíkt að ræða því frá og með árinu 2015 er útsendingu geisladiska með uppfærslum á kerfinu hætt. Jafnframt er mjög mikilvægt að notendur kerfisins uppfæri það í hvert sinn sem ný uppfærsla kemur, en nokkur vandamál hafa skapast undanfarið vegna þess að notendur hafa ekki sinnt þeirri ábyrgð sinni að viðhalda dkBúbót og tölvubúnaði sínum.
 
Gott bókhald er gulls ígildi
 
Með vönduðu bókhaldi er lagður grunnur að auknum árangri í bústjórn og betri afkomu. Gott bókhald er gulls ígildi og mikilvægt skýrsluhald í rekstri sem nýtist jafnhliða afurða- og jarðræktarskýrsluhaldi.
 
Gangi ykkur vel.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...