Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Gargönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Fræðsluhornið 28. september 2022

Gargönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gargönd, eða litla gráönd eins og hún er kölluð í Mývatnssveit, er fremur lítil buslönd. Hún er að öllu leyti farfugl fyrir utan fáeina fugla sem halda sig á innnesjum yfir veturinn.

Gargönd finnst víða á norðurhveli jarðar en Ísland er nyrsti staðurinn þar sem þær verpa. Íslenski stofninn er fremur fáliðaður, eða 400-500 varppör. Mikill meirihluti þeirra verpir í Mývatnssveit en engu að síður finnast þær víða niðri á láglendi í mýrum, pollum og tjörnum. Steggirnir líkjast meira kollunum en þekkist hjá öðrum buslöndum. Hann er að mestu grár en brúnni á höfði og svartyrjóttur á bringu. Kollan líkist stokkandarkollum en er minni og grárri. Steggurinn gefur frá sér lágvært flaut en kollan hávært garg sem fuglinn dregur nafn sitt af. Andfuglar fella fjaðrirnar á sumrin og fara í svokallaðan felubúning. Gargandarsteggirnir verða á þessum tíma
nánast óþekkjanlegir frá kollunum. Síðsumars, þegar þeir hafa endurnýjað flugfjaðrirnar, verða þeir fleygir að nýju og skarta aftur fallegum skrúðbúning á haustin.

Skylt efni: fuglinn

Margar nýjungar á EuroTier 2022
Fræðsluhornið 2. desember 2022

Margar nýjungar á EuroTier 2022

Hin heimsfræga þýska landbúnaðarsýning, EuroTier, var haldin um miðjan nóvember ...

Hvað getum við öll lagt af mörkum?
Fræðsluhornið 1. desember 2022

Hvað getum við öll lagt af mörkum?

Í tilefni nýliðinnar vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja 18.-24. nóvem...

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi
Fræðsluhornið 30. nóvember 2022

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi

Nýverið greind­ist Bovine Para­influenza Virus 3 (BPIV3) í fyrsta skipti hér á l...

Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði
Fræðsluhornið 29. nóvember 2022

Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði

Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðaf...

Varnir gegn landbroti
Fræðsluhornið 28. nóvember 2022

Varnir gegn landbroti

Landgræðslan hefur það hlutverk skv. lögum um landgræðslu (lög nr. 155/2018) að ...

Goðsögnin um fiskát Íslendinga
Fræðsluhornið 25. nóvember 2022

Goðsögnin um fiskát Íslendinga

Í alþjóðlegum samanburði, sem Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna ...

Sjúkdómar í trjáplöntum
Fræðsluhornið 25. nóvember 2022

Sjúkdómar í trjáplöntum

Pöddur, sjúkdómar og sveppir eru yfirleitt óvelkomnir gestir í garð- og skógrækt...

Huga þarf betur að pökkun grænmetis
Fræðsluhornið 23. nóvember 2022

Huga þarf betur að pökkun grænmetis

Frá síðasta hausti hefur verið unnið að verkefnum hjá Matís, sem hafa það að mar...