Hávella
Hávella
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Fræðsluhornið 16. júní 2022

Fuglinn Hávella

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hávella er fremur lítil kafönd og er eina öndin okkar sem skiptir um ham eftir árstíðum. Útlitsbreytingarnar á steggnum eru sérstaklega dramatískar en hann er nánast alveg ljós á veturna og alveg dökkur á sumrin. Hávella verpir um nær allt land á láglendi og tjörnum niðri við sjó. Hávellur verpa líka inn til landsins og hefur hún verið einkennisfugl hálendisvatna og tjarna.

Vetrarstöðvarnar eru síðan allt í kringum landið, bæði við strendurnar og í stórum hópum talsvert frá landi. Íslenska hávellan er staðfugl að mestu en talið er að einhver hluti þeirra dvelji við Grænland á veturna ásamt því að við Ísland bætast við vetrargestir frá norðlægari löndum. Eitt af helstu einkennum hávellunnar eru áberandi langar miðfjaðrir stéls sem steggurinn lætur standa út í loftið á pörunartíma. Það verða gjarnan mikil læti og miklar erjur milli steggja á pörunartímanum. Steggirnir keppast við að ganga í augun á kollunum með því að synda í kringum þær og kalla í sífellu nafnið sitt há-á-vella.

Stíllhreinn og sterklegur pallbíll
Fræðsluhornið 30. júní 2022

Stíllhreinn og sterklegur pallbíll

Að þessu sinni var pallbíllinn Isuzu D-Max Lux, sem BL selur, tekinn í reynslu...

Kvígur frá NautÍs
Fræðsluhornið 30. júní 2022

Kvígur frá NautÍs

Uppbygging hreinræktaðrar Angushjarðar hjá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á ...

Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2021
Fræðsluhornið 29. júní 2022

Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2021

Hér er nú kynntur fjórði árgangur Angus-holdanauta frá Nautgriparæktarmiðst...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – Fyrsti hluti
Fræðsluhornið 29. júní 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – Fyrsti hluti

Nýverið var haldið hið árlega Fagþing Nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „...

Reyniviður
Fræðsluhornið 28. júní 2022

Reyniviður

Reyniviður, Sorbus aucuparia, er um margt sérstætt tré. Til dæmis myndar reyni...

Svartþröstur
Fræðsluhornið 28. júní 2022

Svartþröstur

Svartþröstur er orðinn algengur varpfugl á Suðvesturlandi, einna helst í þét...

Ný og endurbætt spenaeinkun
Fræðsluhornið 27. júní 2022

Ný og endurbætt spenaeinkun

Á síðastliðnu búgreinaþingi Deildar kúabænda var því beint til fagráðs í ...

Krydd í tilveruna - fyrri hluti
Fræðsluhornið 25. júní 2022

Krydd í tilveruna - fyrri hluti

Þrátt fyrir að aldalöng hefð sé fyrir notkun og ræktun kryddjurta veit enginn...