Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Toyota C-HR Hybrid.
Toyota C-HR Hybrid.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 12. desember 2018

Flottur bíll frá Toyota

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
 
Laugardaginn 17. nóvember bauð Toyota upp á „piparkökuakstur“, skemmtileg tilbreyting á bílaauglýsingum sem ég taldi mig þurfa að skoða. 
 
Ekki var mikið af bílum þar sem ég hafði ekki prófað, en þó var þar bíll sem ég hafði lengi ætlað að prófa en aldrei komið í verk. Búið er að selja marga Toyota C-HR Hybrid og löngu tímabært að prófa bílinn.
 
Lipur og rennilegur bíll
 
Ég hafði bílinn eina helgi til prófunar og náði að keyra hann við ýmsar aðstæður nálægt 150 km. Fyrst var það innanbæjarakstur þar sem bíllinn er lipur og klárlega á heimavelli. Þægilegt að leggja í stæði og skemmtilegur í þröngri umferð nánast alveg hljóðlaus. Þó að hestöflin séu ekki nema 122 þá er bíllinn snöggur að ná umferðarhraða og alltaf nægilegt afl. 
 
Fótapláss gott, sæti þægileg og allt innrými gott, bæði í framsætum og aftursætum.  
Næst var það smá langkeyrsla, en að keyra Reykjanesbrautina í bílnum fannst mér ljúft og nánast hljóðlaust.
 
Á malarveginum sem ég prófaði bílinn fannst mér gott að keyra bílinn, en að mínu mati var allt of mikið malarvegahljóð þegar smásteinarnir spýttust upp undir bílinn frá grófum vetrardekkjunum. Það sem vó á móti malarvegahljóðinu var hversu gott grip var í dekkjunum og að bíllinn virtist hreinlega límdur við veginn á mölinni.
 
Mikið lagt upp úr öryggi í Toyota C-HR Hybrid
 
Í bílnum er mikið af öryggisbúnaði sem tryggir öruggari og þægilegri akstur. Í honum er m.a. árekstraröryggiskerfi sem skynjar gangandi vegfarendur og gefur viðvörun í mælaborð ef hætta er á að keyra á gangandi vegfarendur. LDA-akreinaskynjari sem les hliðarlínur á vegi og lætur vita ef ekið er yfir línur án þess að gefa stefnuljós, sjálfvirkt háuljósakerfi (virkar þannig að þegar keyrt er með háu ljósin úti á vegi og bíll kemur á móti þá skiptir hann sjálfkrafa niður ljósunum). Umferðarskiltalesari (les t.d. hámarkshraða og lætur vita í mælaborðið hver hámarkshraðinn er á hverri stund), sjálfvirkur hraðastillir (crusecontrol hægir sjálfkrafa á ef bíllinn fyrir framan hægir á sér). Einnig fannst mér gott að hafa viðvörunarljós í mælaborðinu sem varaði mig við að ég væri of nálægt bílnum fyrir framan.
 
Lítil eyðsla
 
Ef maður keyrir Toyota C-HR Hybrid mjúklega er hann ýmist að keyra á rafmagni eða bensíni (hoppar þar á milli véla), fyrir vikið er uppgefin eyðsla ekki nema 3,4–4,0 lítrar á hverja ekna 100 km, en ég var töluvert frá þessari eyðslu, eða á bilinu 6–7 lítrar á hundraðið. Hins vegar finnst mér alltaf skrítið þegar maður setur bíl í gang og heyrir ekkert í vélinni í byrjun ökuferðar og hefur það komið fyrir mig að hafa hrokkið við þegar vélin fór í gang á ferð.
 
Ekki alveg gallalaus
 
Oft hef ég sett út á bíla þegar mér þykir eitthvað vanta, en þessi bíll er nánast fullkominn, en það er smá „en“. 
 
Það þarf að passa upp á að kveikja ökuljósin þegar úti er bjart til að fá afturljósin á bílinn svo að maður fái ekki óþarfa 20.000 króna sekt. Ég er almennt passasamur upp á þetta á þeim bílum sem ég ek, en samt gleymdi ég þessu og sem betur fer eru nokkrir bílstjórar farnir að blikka bíla aftan frá ef þeir eru ljóslausir að aftan, þetta gerðist fyrir mig þegar sendiferðabíll sem var fyrir aftan blikkaði mig og þá uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að kveikja ljósin.
 
Í Toyota C-HR Hybrid er varadekk sem ég kalla aumingi (allavega betra að vera með aumingjann en að vera varadekkslaus eins og í allt of mörgum bílum).
 
Farangursrýmið er ekki stórt og gæti verið fráhrindandi og einnig hvað heyrist mikið í smásteinum frá hjólbörðum þegar ekið er á möl.
 
Það er svo margt annað í bílnum sem vegur upp á móti þessum fáu neikvæðu hlutum við bílinn sem gerir hann eigulegan að það er spurning um hvort ekki sé þess virði að líta framhjá neikvæðninni og skoða frekar allt það jákvæða við bílinn, sem kostar frá 4.840.000 upp í 5.230.000 og er fáanlegur í yfir 10 mismunandi litasamsetningum.  
 
Helstu mál og upplýsingar
 
Þyngd 1.380  kg
Hæð 1.565 mm
Breidd 1.795 mm
Lengd 4.360 mm
 

 

5 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...