Kjarnbítur.
Kjarnbítur.
Mynd / Jóhann Óli Hilmarsson
Fræðsluhornið 26. október 2020

Flækingsfuglar, óvæntir gleðigjafar í garðinum

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Haustið er tími breytinga í garð­inum. Litskrúðið eykst allt fram í lauffall og værð færist yfir gróður og garðræktendur. Varpfuglarnir sem við höfum notið samvista við að sumrinu leita fæðu í aldinum trjáa og runna.

Sumir þeirra sækja til fjarlægra landa eins og mörg okkar dreymir um. Aðrir kjósa að dvelja á landinu allan veturinn og láta sér vel líka. Varpfuglar sem við getum átt von á að sjá allt árið um kring í garðinum eru td. skógarþröstur, stari, auðnutittlingur, svartþröstur. Snjótittlingar heimsækja garðinn á veturna.

Flækingsfuglar eru forvitnilegir gestir

Á haustin má að auki búast við óvæntum gestum í garðinn. Haustlægðirnar færast yfir landið, ýmist úr austri eða vestri með rysjóttu veðri. Þá má búast við að ýmsar sjaldséðar fuglategundir berist hingað með veðri og vindum. Það er alltaf skemmtilegt að sjá óvænta fiðraða gesti sem hafa borist hingað um langan veg leita skjóls og fæðu í garðagróðrinum, þreyttir og hraktir. Með aukinni garð- og trjárækt hefur varpfuglum meira að segja fjölgað svo um munar hér á landi, til dæmis svartþrestir, krossnefir og hinir smávöxnu en síkviku glókollar.

Silkitoppa.

Ýmislegt er hægt að gera til að auðvelda heimilisfólki að fylgjast með óvæntum gestum í garðinum. Koma má tegundum gróðurs þannig fyrir að auðvelt sé að fylgjast með úr gluggum. Stakir berjarunnar og fjölæringar sem geyma fræ eða aldin fram eftir hausti laða að sér fugla og einnig má huga að því að næði sé sem best fyrir smáfuglana. Þeir þurfa að nýta allan daginn til að afla sér fæðu og til þess þurfa þeir að hafa öruggar fæðuuppsprettur og skjól. Fjölbreyttur garðagróður í bland við opin svæði gagnast vel. Í sumum garðplöntustöðvum er hægt að fá greinargóðar upplýsingar sérfróðra söluaðila um hvaða tegundir eru vænlegar til að laða fugla í garðinn.

Fóðrun smáfuglanna

Margir garðeigendur setja upp einhvers konar fóðrunarstað fyrir smáfuglana, ýmist á sérstökum fóðurbrettum eða láta duga að koma fóðrinu fyrir á trjágreinum eða á grasflötinni. Þegar líður á haustið og minna verður um náttúrulega fæðu reiða fuglarnir sig sífellt meira á fóðurgjafir og venja komur sínar þangað. Þess vegna er mikilvægt að halda áfram fóðruninni allan veturinn því annars getur farið illa fyrir fuglunum. Lausaganga heimiliskatta dregur verulega úr líkum á að fulgar geri sig heimakomna í garðinum.

Tegundir

Meðal flækingsfugla sem vel má búast við að sjá í heimilisgörðum sem bjóða þá velkomna eru hettusöngvari, gráþröstur, silkitoppa, gransöngvari, barrfinka og söngþröstur. Sjaldséðari tegundir eru til dæmis hauksöngvari, gráspör, hnoðrasöngvari, dvergkráka og tyrkjadúfa. Alltaf er skemmtilegt að fylgjast með landsvölu og bæjasvölu á flugi í fæðuleit, þær sjást oftar á vorin en á haustin. Sumir þessara flækingsfugla eiga ekki afturkvæmt til heimahaganna en þess eru þó dæmi að flækingsfuglar hafi verið hringmerktir hér á landi og endurheimtast síðar í sínum náttúrulegu heimkynnum erlendis.

Ánægja og fræðsla

Bæði börn og fullorðnir geta fræðst um fugla og atferli þeirra með því að virða þá fyrir sér út um gluggann. Fylgjast má með fæðuvali, varpi og vali ólíkra tegunda á varpstöðum, hvernig mismunandi tegundum kemur saman og breytingum í fjölda eftir árstíma. Þessi einfalda leið kveikir áhuga á að kynnast fleiri fuglategundum með því að leita þeirra á öðrum stöðum, til dæmis við ár og stöðuvötn, í skógum, votlendi eða við sjávarsíðuna þar sem flestir fuglar halda sig frá því síðla hausts og fram eftir vetri. Á sumarbústaðalóðinni geta aðrir fuglar gert sig heimakomna, branduglur, hrafnar, fálkar, rjúpur og músarrindlar. Sjónauki og fuglabók eru svo sjálfsagðir félagar til að auðga upplifunina.

Ingólfur Guðnason
Námsbrautarstjóri
garðyrkjuframleiðslu
garðyrkjuskóla LbhÍ
Reykjum, Ölfusi

Samtök smáframleiðenda matvæla eru ársgömul
Fræðsluhornið 4. desember 2020

Samtök smáframleiðenda matvæla eru ársgömul

Þann 5. nóvember síðastliðinn urðu Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) eins ár...

Kínverskur rafknúinn Maxus sendibíll með allt að 340 kílómetra drægni
Fræðsluhornið 1. desember 2020

Kínverskur rafknúinn Maxus sendibíll með allt að 340 kílómetra drægni

Það sem af er ári hefur sala á rafknúnum bílum slegið met og þá aðallega í sölu ...

Hrútaskráin 2020
Fræðsluhornið 1. desember 2020

Hrútaskráin 2020

Gert er ráð fyrir að hrútaskráin komi út í lok þessarar viku [47. viku].  Í hefð...

Af hverju að votta kolefnisbindingu?
Fræðsluhornið 30. nóvember 2020

Af hverju að votta kolefnisbindingu?

Ýmsar leiðir eru til að binda kolefni og jafna koltvísýringslosun frá athöfnum o...

Sýrustig ræktunarjarðvegs – áhrif á nýtingu áburðarefna
Fræðsluhornið 30. nóvember 2020

Sýrustig ræktunarjarðvegs – áhrif á nýtingu áburðarefna

Sýrustig (pH) hefur mikil áhrif á aðgengi plantna að næringarefnum í jarðvegi og...

Öflugur stuðningur við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra
Fræðsluhornið 30. nóvember 2020

Öflugur stuðningur við smáframleiðendur á Norðurlandi vestra

Norðurland vestra er eitt stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins. Þar eins og ...

Þróun framlaga til skógræktar á lögbýlum
Fræðsluhornið 30. nóvember 2020

Þróun framlaga til skógræktar á lögbýlum

„Skógrækt á lögbýlum“, áður „Landshlutaverkefni í skógrækt“, er verkefni sem Skó...

Dönsku kýrnar stefna hratt í 12 tonna ársnyt
Fræðsluhornið 27. nóvember 2020

Dönsku kýrnar stefna hratt í 12 tonna ársnyt

Nautgriparækt og mjólkurframleiðsla á sér langa hefð í Danmörku en um þessar mun...