Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Blandað prímúlubeð.
Blandað prímúlubeð.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Fræðsluhornið 9. júlí 2021

Fjölærar plöntur

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Fjölærar plöntur, eða fjölær­­ingar, eru allar plöntur sem lifa lengur en eitt ár en þó er ákveðin málvenja að nota þetta hugtak fjölær­ingar aðallega um jurt­kenndar plöntur sem fella blöð og stöngla yfir veturinn og lifa kuldann og trekkinn af sem forðalíffæri í jarðveginum.

Velja vaxtarstað við hæfi

Í garðplöntustöðvum er ótrúlega fjölbreytt úrval af fjölæringum sem henta fyrir hvers konar vaxtarstaði í garðinum, nema kannski helst undir kjallaratröppum í niðamyrkri, þar væri heppilegra að nota plastblóm. Fjölæringar eru seldir í pottum og eru pottarnir misstórir eftir því hversu mikið rými plönturnar þurfa. Við gróðursetningu þessara plantna er nauðsynlegt að velja þeim vaxtarstað við hæfi og gefa garðyrkjufræðingar góð ráð um það, hér er átt við það hvort vaxtarstaðurinn sé sólríkur eða skuggsæll, vindasamur eða í skjóli, jarðvegurinn þurr eða rakur og svo framvegis.

Blátt fjölæringabeð.

Þegar staðsetningin er á hreinu er búin til hola sem er ríflega stærð pottsins á stærð, lífrænum áburði eins og moltu eða búfjáráburði komið fyrir í holunni ef um stórvaxnar plöntur er að ræða en steinhæðaplöntur eða aðrar plöntur sem eru nægjusaman þurfa ekki svona langtímanesti með sér. Plantan er losuð varlega úr pottinum og henni komið fyrir í holunni þannig að hún standi svipað djúpt og áður og svo er moldinni mokað varlega að rótunum, þjappað hæfilega niður með plöntunni til að tryggja að ekki séu loftrými meðfram rótakerfinu. Svo er að sjálfsögðu vökvað vel yfir. Ef plantan er ekki á nákvæmlega réttum stað er svo lítið mál að taka hana upp og flytja hana um set, blómabeð eru sem betur fer ekki klöppuð í stein og um að gera að færa til plöntur sem ekki eru rétt staðsettar.

Blómabeð með fjólubláum og gulum litum.

Fjölyrtar og fjölærðar!

Til gamans má svo láta fljóta með nokkrar orðskýringar sem tengjast þessum plöntuhópi en oft vefst fyrir leikmönnum hið sérhæfða tungutak garðyrkjunnar, sérstaklega þegar kemur að fjölærum plöntum. Fjölærar plöntur eru plöntur sem lifa í fleiri en eitt ár. Þetta getur afbakast á ýmsan hátt, stundum er beðið um fjölærðar plöntur (væntanlega plöntur sem eru settar saman í hóp og öskrað á þær þar til þær ærast), fjölyrtar plöntur (plöntur sem svara þegar talað er við þær og samkjafta ekki), fjölrænar plöntur (plöntur sem eru ekki við eina fjölina felldar í ástarmálum) og síðast en ekki síst fjölhærðar plöntur (væntanlega kafloðnar á ýmsum stöðum).

Smekkur fyrir ostruáti er áunninn
Fræðsluhornið 9. september 2021

Smekkur fyrir ostruáti er áunninn

Smekkur fyrir ostruáti er áunninn og fæstum sem þykir þær freistandi eða geðsleg...

Haustblómin  huggulegu
Fræðsluhornið 9. september 2021

Haustblómin huggulegu

Nú gengur í garð sá tími að sumarblómin fara að syngja sitt síðasta og blómakeri...

SOLIS 26 HST – smátraktor frá Indlandi
Fræðsluhornið 7. september 2021

SOLIS 26 HST – smátraktor frá Indlandi

Þegar Vallarbraut bauð mér að prófa nýtt rússneskt fjórhjól þá stakk ég upp á að...

Til bjargar vanræktum skógum á Íslandi
Fræðsluhornið 1. september 2021

Til bjargar vanræktum skógum á Íslandi

Að rækta upp skóg er gott. Víða um land eru fallegir og vel hirtir skógar, stóri...

Verða skordýr í auknum mæli próteingjafi í fóðri?
Fræðsluhornið 1. september 2021

Verða skordýr í auknum mæli próteingjafi í fóðri?

Fyrr á árinu kom út áhugaverð skýrsla frá hinum alþjóðlega landbúnaðarbanka Rabo...

Sauðfjárdómar og DNA-sýnataka
Fræðsluhornið 1. september 2021

Sauðfjárdómar og DNA-sýnataka

Eitt af umfangsmestu verkefnum RML eru sauðfjárdómarnir enda er þetta sú þjónust...

Nafngiftir kúnna
Fræðsluhornið 31. ágúst 2021

Nafngiftir kúnna

„Sól skín á fossa,“ segir hún Krossa. „Hvar á að tjalda,“ segir hún Skjalda. „Su...

Lifandi safn undir berum himni
Fræðsluhornið 31. ágúst 2021

Lifandi safn undir berum himni

Grasagarðurinn í Reykjavík fagnar sextíu ára afmæli á þessu ári. Hlutverk garðsi...