Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Farmallinn á Íslandi sjötugur
Fræðsluhornið 19. febrúar 2015

Farmallinn á Íslandi sjötugur

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrstu Farmall A dráttarvélarnar komu til landsins fyrir 70 árum, eða þann 18. febrúar 1945 með flutningskipinu „Gyda“.

Þóroddur Már Árnason, vélvirki í Neskaupstað, hefur tekið saman gögn um þessar vélar sem ekki hafa áður verið birt opinberlega. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að eftir að bækur Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) voru opnaðar fyrir nokkrum misserum, þá hafi hann látið afrita skýrslur um dráttarvélainnflutning Sambandsins. Er samantekt Þórodds eftirfarandi:

25 vélar og kostaði hver þeirra 5.960 krónur

Í þessari fyrstu sendingu árið 1945 voru 25 vélar með þyngdarklossum og reimskífu. Kostuðu vélarnar 5.960 krónur.

Öllum vélunum fylgdi sláttuvél

Öllum þessum vélum fylgdi sláttuvél af gerðinni 16A. Flestum vélunum fylgdi plógur af gerðinni IH192A. Rúmum helmingi vélanna fylgdi diskaherfi, ýmist af gerð, 10A eða No.17-12 diska. Plógnum var lyft með pústinu og var kúturinn einatt notaður til að lyfta heyýtum sem smíðaðar voru á marga Farmall A. Með þessum fyrstu Farmall A dráttarvélum hófst í raun dráttarvélavæðing íslenskra sveita. Næsta sending, 50 stk., kemur svo í apríl. Alls flutti Sambandið inn 174 Farmalvélar þetta ár. Með startara og ljósum koma Farmalarnir ekki fyrr en 22.6 1946. 100 fyrstu Farmalarnir er komu það ár, voru framleiddir 1945.

Búinn að rekja saman raðnúmer og kaupendur nokkurra véla

Þóroddur er búinn að rekja saman raðnúmer (serial no.) og kaupendur á sjö af 25 Farmall A dráttarvélunum sem komu til landsins 1945. Hin raðnúmerin af vélum úr sömu sendingu eru birt hér til hliðar. Þeir sem hafa vélar með þessum númerum eða vita um kaupendur þeirra og sögu geta haft samband við Þórodd Má Árnason í Neskaupstað í síma 477-1618 eða sent honum upplýsingar á netfangið  mar2@simnet.is. 

Skylt efni: dráttarvélar | Farmall

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands
Fræðsluhornið 16. maí 2022

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands

Eins og allir hafa orðið varir við þá hefur áburðarverð hækkað verulega á síðast...

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016

Sú hefð hefur skapast að sýna niðurstöður afkvæmarannsókna á nautum með því að d...

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar nú í byrjun maí og verður það kynnt ...

Nýr sparneytinn Honda HR-V
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Nýr sparneytinn Honda HR-V

Fyrir nokkru síðan frumsýndi Askja nýjan Honda HR-V Hybrid-bíl, sjálfskiptan, fr...

Jarðrækt – Sprotinn
Fræðsluhornið 6. maí 2022

Jarðrækt – Sprotinn

Lífið fer hring eftir hring og þannig er aftur komið vor með tilheyrandi viðfang...

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun

Nýtt kynbótamat var keyrt núna í mars að loknu uppgjöri skýrslna fyrir febrúar. ...

Mikið af næringarefnum enn ónýtt
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Mikið af næringarefnum enn ónýtt

Heildarmagn þeirra næringarefna sem er að finna í lífrænum úrgangi sem fellur ti...

Staða fuglaflensu á Íslandi
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Staða fuglaflensu á Íslandi

Í mars 2022 voru fyrirskipaðar hertar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fugla...