Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Nærmynd af landnámi votlendisgróðurs (mýrasef og tjarnastör) í rasksárum á Sogni tekin sumarið 2020. Í Ölfusi t.v., rasksvæði sem varð til í kjölfar endurheimtaraðgerða haustið 2019 og t.h., sama svæðið eftir tvö vaxtartímabil (tekin sumarið 2021).
Nærmynd af landnámi votlendisgróðurs (mýrasef og tjarnastör) í rasksárum á Sogni tekin sumarið 2020. Í Ölfusi t.v., rasksvæði sem varð til í kjölfar endurheimtaraðgerða haustið 2019 og t.h., sama svæðið eftir tvö vaxtartímabil (tekin sumarið 2021).
Mynd / Ágústa Helgadóttir, Landgræðslan
Fræðsluhornið 24. október 2022

Evrópuráðstefna um endurheimt vistkerfa

Höfundur: Ágústa Helgadóttir.

Fulltrúar Landgræðslunnar sóttu í síðasta mánuði þrettándu Evrópuráðstefnu um endurheimt vistkerfa. Áratugur endurheimtar vistkerfa litaði svo sannarlega ráðstefnuna og var m.a. fjallað um nýtt frumvarp til Evrópulaga sem kallar á aðgerðir og aðlögun um endurheimt vistkerfa innan Evrópu.

Alþjóða vistheimtarsamtökin (SER) stóðu fyrir ráðstefnunni og veittu þau Landgræðslunni verðlaun fyrir framúrskarandi veggspjald með innihaldsríku framlagi til ráðstefnunnar.

Ráðstefnan var haldin í byrjun september sl. í Alicante á Spáni, en hún er skipulögð af Evrópudeild alþjóðlegu vistheimtarsamtakanna (The Society for Ecological Restoration, SER) sem er fagfélag í endurheimt vistkerfa. Vistheimtarsamtökin SER leggja áherslu á að við endurheimt vistkerfa sé verið að vernda líffræðilega fjölbreytni, bæta aðlögun og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og endurheimta heilbrigð tengsl milli náttúru og samfélags.

Hópur frá Íslandi sótti ráðstefnuna

Hópur frá Íslandi sótti ráðstefnuna, starfsfólk Landgræðslunnar, Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) auk nemenda frá LbhÍ og Háskóla Íslands. Framlag þessa hóps til ráðstefnunnar voru eftirfarandi:

  • BirkiVist – þverfræðilegt rannsókna- og þróunarverkefni er miðar að þróun skilvirkra leiða við endurheimt birkiskóga á landsvísu (Ása L. Aradóttir o.fl.)
  • Endurheimt vistkerfa í Hraunhreppi á Vesturlandi – dæmisögur (Iðunn Hauksdóttir og fleiri.)
  • Endurheimt votlendis á Íslandi – hvernig er hægt að flýta fyrir landnámi staðargróðurs í kjölfar rasks sem myndast við framkvæmdir (Ágústa Helgadóttir og fleiri.)
  • Skilgreining viðmiðunarvistkerfa fyrir íslensk birki- vistkerfi (Katrín Valsdóttir o.fl.)
  • Nýtt meistaranám í vistheimt við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ)
  • Ísig vatns í endurheimtum birkiskógum á Íslandi (Sólveig Sanches o.fl.)
  • Votlendi undir álagi – áhrif áfoks á Íslandi (Susanne Claudia Möckel o.fl.)
  • Útbreiðsla birkis frá stökum fræuppsprettum – forsendur fyrir endurheimt á stórum kvarða (Anna Mariager Behrend o.fl.)
Landgræðslan hlaut verðlaun á ráðstefnunni

Sérstök dómnefnd veitti verðlaun fyrir bestu veggspjaldakynninguna og hlaut Ágústa Helgadóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, verðlaun fyrir framúrskarandi veggspjald með innihaldsríku framlagi til ráðstefnunnar. Veggspjaldið fjallaði um tilraun um hvernig hægt sé að flýta fyrir landnámi votlendisgróðurs á rasksvæðum sem fylgja framkvæmdum í endurheimt votlendis á Íslandi. Meðhöfundar veggspjaldsins voru Sunna Áskelsdóttir og Ölvir Styrmisson. Tilraunin var upphaflega birt í skýrslu Landgræðslunnar, „Endurheimt votlendis á tveimur jörðum og vöktun á árangri“, sem var gefin út af sömu höfundum, fyrr á þessu ári, og styrkt af Landsvirkjun.

Skiptir máli að vanda sig

Prófaðar voru þrjár aðferðir á Sogni í Ölfusi og á Ytri-Hraundal á Mýrum til að hraða og stuðla að landnámi votlendistegunda; i) flytja gróðurtorfur með votlendistegundum á röskuð svæði, ii) dreifa fræslægju af blettum innan svæðisins þar sem finnast votlendistegundir og iii) að sá einæru rýgresi til að ná þekju og flýta fyrir landnámi staðargróðurs.

Niðurstöður tilraunarinnar benda til þess að vönduð vinnubrögð við framkvæmd, hátt grunnvatnsborð og rólegt vatnsrennsli á yfirborði flýti fyrir landnámi votlendisgróðurs og að munur sé á árangri aðferðanna þriggja. Að nota gróðurtorfur kom best út á Ytri- Hraundal en á Sogni var bestur árangur af sáningu á einæru rýgresi en þar gróa rasksárin fljótt upp án meðferða.

Áratugur endurheimt vistkerfa

Það kom skýrt fram á ráðstefnunni að áratugur endurheimtarvistkerfa er svo sannarlega runninn upp með nýju frumvarpi til Evrópulaga sem kalla á aðgerðir og aðlögun um endurheimt vistkerfa innan álfunnar. Áherslur hafa breyst, kallað er eftir endurheimtaráætlunum á landsvísu sem byggja á nálgunum á landslagsskala og hugmyndafræðinni um viðmiðunarvistkerfi til að endurheimta vistkerfi sem hurfu eða hafa hnignað verulega. Náttúrumiðaðar lausnir eru lykillinn í að takast á við loftslagsmálin og styðja við áhrifaríkar lausnir sem stuðla að vistheimt á stórum skala þar sem sérstaklega er hugað að tengingu náttúrulegra svæða.

Rannsóknastofa Landgræðslunnar
Fræðsluhornið 7. desember 2022

Rannsóknastofa Landgræðslunnar

Rannsóknastofa Landgræðslunnar er staðsett í Gunnarsholti í Rangárvöllum, hún sa...

Internorden 2022
Fræðsluhornið 6. desember 2022

Internorden 2022

Í ágúst sl. sótti ég ásamt Ólafi Dýrmundssyni Internorden ráðstefnu sem var hald...

Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022
Fræðsluhornið 6. desember 2022

Vöðvasullsbandormurinn finnst á nýjum svæðum 2022

Það sem af er haustinu 2022 hafa Tilraunastöðinni á Keldum verið send 18 sýni úr...

Um metanlosun frá mjólkurkúm
Fræðsluhornið 5. desember 2022

Um metanlosun frá mjólkurkúm

Umhverfisáhrif landbúnaðar, svo sem kolefnis- og metanlosun, eru meðal heitari u...

Margar nýjungar á EuroTier 2022
Fræðsluhornið 2. desember 2022

Margar nýjungar á EuroTier 2022

Hin heimsfræga þýska landbúnaðarsýning, EuroTier, var haldin um miðjan nóvember ...

Hvað getum við öll lagt af mörkum?
Fræðsluhornið 1. desember 2022

Hvað getum við öll lagt af mörkum?

Í tilefni nýliðinnar vitundarviku um skynsamlega notkun sýklalyfja 18.-24. nóvem...

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi
Fræðsluhornið 30. nóvember 2022

Bovine Parainfluensa 3 vírus greinist í fyrsta sinn hér á landi

Nýverið greind­ist Bovine Para­influenza Virus 3 (BPIV3) í fyrsta skipti hér á l...

Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði
Fræðsluhornið 29. nóvember 2022

Samvinnufélög bænda að gefa eftir á heimsmarkaði

Hollenski landbúnaðarbankinn Rabobank gefur árlega út lista yfir stærstu afurðaf...