Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Á um það bil einnar aldar sögu gróðurhúsa á Íslandi hefur verið reynt að framleiða ótrúlegt úrval matjurta og blóma.
Á um það bil einnar aldar sögu gróðurhúsa á Íslandi hefur verið reynt að framleiða ótrúlegt úrval matjurta og blóma.
Fræðsluhornið 17. nóvember 2021

Er hægt að rækta hvað sem er í gróðurhúsum?

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Stutta svarið við þessari spurn­ingu er já, það er hægt. Gróður­hús eru með ýmsu móti. Þau eru hönnuð með ræktun tiltekinna tegunda í huga og eru því mjög ólík. Hér erum við vön að rækta grænmeti og blóm sem fara á innanlandsmarkað og flestir þekkja vel.

Vegna veðurfarsástæðna þurfa íslensk gróðurhús að vera sérstaklega vel styrkt og hitakerfin þurfa að anna þörfum plantnanna í mestu vetrarkuldum. Á suðrænni slóðum eru gróðurhús á margan hátt ólík þeim sem við þekkjum, sums staðar lítið annað en skýli fyrir regni og mikilli birtu. Kælingar er víða þörf til að skapa kjöraðstæður þar sem heitt er í veðri. Ýmis efni eru notuð í byggingu gróðurhúsa, stál og gler eða plast þekkjum við best en víða um heim er notað einfalt efni, timbur, bambus, einfaldar grindur og jafnvel skyggingarnet í stað glers og plasts.

Fjölbreytni einkenndi upphaf ylræktar

Á um það bil einnar aldar sögu gróðurhúsa á Íslandi hefur verið reynt að framleiða ótrúlegt úrval matjurta og blóma. Fyrstu garðyrkjubændurnir þurftu að huga að markaðinum og sinna þörfum neytenda ásamt því að reyna sig við ræktun hinna ýmsu tegunda og það hefur í rauninni ekkert breyst. Í fyrstu voru mest ræktaðar þær tegundir sem voru þá þegar á markaði innfluttar, bæði ferskar og niðursoðnar, jafnvel þurrkaðar. Gúrkur voru mikið ræktaðar í fyrstu og einnig tómatar, sem þá hétu reyndar tómötur. Fyrstu tómöturnar til eiginlegrar markaðssetningar voru ræktaðar árið 1925 á Reykjum í Mosfellssveit en áður höfðu þær lítið verið reyndar. Melónur, vínber, bananar, fjöldi salattegunda, ýmiss konar ávextir eins og epli, perur, plómur, belgbaunir og jafnvel appelsínur voru reyndar og fjöldi áður óþekktra blóma. Í rauninni var ekki verulegt vandamál að fá þessar tegundir til að þrífast í gróðurhúsunum. Hins vegar þurfti að hafa mikið fyrir þeim, uppskeran reyndist stundum rýr og oft reyndist óraunhæft að stunda ræktun tegunda í atvinnuskyni.

Framsækni er forsenda framfara

Framleiðendur í dag eru í nákvæmlega sömu stöðu og frumherjarnir, þeir leitast við að sinna íslenskum markaði. Nýjar tegundir eru reyndar og kynntar fyrir neytendum, bæði í blómum og grænmeti. Það sama má að sjálfsögðu segja um garð- og skógarplöntur. Framleiðendur geta verið stoltir af frumkvæði einstaklinga innan garðyrkjustéttarinnar. Það er ekki sjálfsagður hlutur að hefja ræktun á nýrri tegund sem ekki er þekkt á markaði en engu að síður eru ræktendur tilbúnir til að leggja í talsverðan fórnarkostnað til þess, í þeirri von að innlend ræktun taki að sem mestu leyti við innfluttu grænmeti og blómum á innlendum markaði.

Er útflutningur gróðurhúsa­afurða raunhæfur?

Oftar en einu sinni hafa komið fram hugmyndir um stofnun stórra ylræktarvera hér á landi sem gætu framleitt vöru til útflutnings. Þótt ekki hafi orðið úr því enn þá er engin ástæða til að útiloka að slíkar hugmyndir verði að veruleika. Forskot okkar liggur auk sjálfs jarðvarmans í hreinni ímynd landsins, hreina vatninu og hreina loftinu, en ekki síður í því að neytendur í Evrópu hafa margir breytt neyslumynstri sínu og hafna í auknum mæli mengandi ræktun og krefjast sífellt umhverfisvænni aðferða við ræktun. Evrópskir ylræktarbændur nota aðallega kolefnaeldsneyti við kyndingu gróðurhúsa í grænmetis- og blómaræktun. Raunin er til dæmis sú að kolefnisspor evrópskra afskorinna rósa er margfalt meira en þeirra sem ræktaðar eru í Afríku eða Mið- og Suður-Ameríku, þrátt fyrir langar flutningsleiðir og grænmeti sem ræktað er í gróðurhúsum sömuleiðis.

Raforka sem notuð er í íslenskri ylrækt til lýsingar í skammdeginu er vistvæn að því leyti að ekki er um teljandi losun gróðurhúsalofttegunda að ræða við framleiðsluna. Losun gróðurhúsalofttegunda í íslenskri ylrækt er þannig að öllu samanlögðu minni en þekkist annars staðar á norðurhveli jarðar en betur má ef duga skal. Helstu hindranir fyrir stóraukinni framleiðslu er raforkuverð til ræktunarinnar. Ef hægt væri að stilla því í hóf fyrir ylræktina gætu dyrnar opnast fyrir framleiðslu sem getur annað erlendri eftirspurn.

Íslenskir garðyrkjubændur flytja nú þegar út grænmeti til Grænlands, Færeyja og Danmerkur og hefur sá útflutn­ingur verið að aukast hægt og rólega. Í allri umræðu um stór ylræktarver mætti einnig huga að því hvort sú nálgun að fara hægar í sakirnar og vinna að útflutningsmálum hægt og rólega sé ef til vill vænlegri til árangurs.

Slammað með tekíla
Fræðsluhornið 12. ágúst 2022

Slammað með tekíla

Tekíla er áfengur drykkur sem upprunninn er í Mexíkó og unninn úr gerjuðum...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – síðasti hluti
Fræðsluhornið 9. ágúst 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – síðasti hluti

Í maí sl. var haldið hið árlega Fagþing Nautgriparæktarinnar í Danmörku eða...

Fýll
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Fýll

Fýll eða múkki, besti vinur sjómannsins, er stór og gráleitur sjófugl. Han...

Gulvíðir
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Gulvíðir

Ástæða er til að telja gulvíði (Salix phylicifolia) til innlendra trjátegunda...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti
Fræðsluhornið 19. júlí 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti

Nýverið var haldið hið árlega Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „...

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum
Fræðsluhornið 15. júlí 2022

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum

Það er allavega eitt sem sæðingastöðvahrúturinn Galli frá Hesti á sameiginle...

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric
Fræðsluhornið 14. júlí 2022

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric

Að þessu sinni var rafmagnaði sendibíllinn Toyota Proace Electric,sem Toyota um...

Blæösp
Fræðsluhornið 13. júlí 2022

Blæösp

Blæösp (Populus tremula) hefur vaxið á Íslandi frá alda öðli og telst því ...