Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Emerson – Brantingham
Á faglegum nótum 11. nóvember 2015

Emerson – Brantingham

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landbúnaðartækin og dráttarvélarnar sem Emesson – Brantingham framleiddu eru dæmi um þann dugnað og trú á landbúnaði og tækni sem menn höfðu í lok nítjándu og við upphaf tuttugustu aldarinnar.

Hvarvetna spruttu upp fyrirtæki framtakssamra og stórhugamanna sem þrátt fyrir góðan vilja heyra flest sögunni til.

Um miðja nítjándu öld hóf John H. Manny framleiðslu á landbúnaðartækjum í heimabæ sínum, Rockford í Illinois-ríki í Bandaríkjunum. Fyrstu árin smíðaði hann hestknúnar sláttuvélar, plóga og véla til að safna hveitiöxum af plöntum úti á akri. Hveitisöfnunarvélin vann gullverðlaun á landbúnaðarsýningu í New York árið 1852 og salan gekk vel.

Lincoln til varnar

Vélaframleiðandinn Cyrus McCormick fór í mál við Manny vegna hönnunarinnar á hveitisöfnunarvélinni og sagði hana stolna. Manny réði sér til varnar ungan og sjálfmenntaðan lögfræðing sem vann málið en sá hét Abraham Lincoln og var síðar forseti Bandaríkjanna. Manny lést árið 1856 þrítugur að aldri.
Talcott – Emerson

Sama ár og Manny vann til gullverðlaunanna stofnaði hann fyrirtæki ásamt tveimur öðrum. Samstarfsmenn Manny hétu Waite Talcott og Ralph Emerson og héldu starfsemi fyrirtækisins áfram undir heitinu Talcott – Emerson eftir að Manny lést. Árið 1895 víkkuðu þeir framleiðsluna með ýmsum gerðum að jarðvegsvinnslutækjum og það á meðal herfi en sýndu engan áhuga á framleiðslu gufuknúinna tækja þrátt fyrir vaxandi vinsældir slíkra véla.

Skömmu eftir aldamótin 1900 bættist nýr liðsmaður í stjórnendateymi fyrirtækisins, ungur og efnilegur grænmetissali sem hét Charles Brantingham. Uppgangur Brantingham innan fyrirtækisins var slíkur að árið 1909 var hann orðin forstjóri þess og heitinu breytt í Emerson – Brantingham.

Aukin umsvif

Brantingham var gríðarlega metnaðarfullur, útsjónarsamur og gallharður í viðskiptum. Fyrirtækið dafnaði og óx hratt með því að kaupa upp og yfirtaka önnur fyrirtæki sem framleiddu landbúnaðartæki. Eitt af þeim var Gas Tractor Co. sem, eins og nafnið gefur til kynna, framleiddi dráttarvél sem kallaðist Big Four.

30 týpan af Big Four var risastórt tröll á járnhjólum sem vó 9526 kíló og var 60 hestöfl. Mótorinn var fjögurra strokka og þvermál afturhjólanna rúmur tveir og hálfur metri.

Eftir yfirtökuna bætti Emerson – Brantingham en í og hóf framleiðslu á enn stærri vél Big Four 45. Sú dráttarvél var sex strokka og vó tæpt eitt og hálf tonn. Hönnun Big Four var engan veginn í takt við þróun dráttarvéla á þeim og framleiðslunni var hætt 1920.

Model L

Þrátt fyrir að hafa haldið framleiðslu Big Four áfram of lengi hófu Emerson – Brantingham hönnun á minni og liprari traktor árið 1916. Sú vél var 12 hestöfl og fékk heitið Motel L og var þriggja hjóla, tvö að framan og eitt að aftan. Model L dráttarvélin þótti illa hönnuð og fljótlega var henni skipt út fyrir fjögurra hjóla traktor sem einnig var 12 hestöfl og framleitt til ársins 1928.

Lokað, búið, bless

Fyrirtækið lenti í alvarlegum fjárhagskröggum á þriðja áratug síðustu aldar og lifði ekki af kreppuna 1928. J. J. Case keypti öll hlutabréf í fyrirtækinu á brunaútsölu í kreppunni og lagði starfsemi þess niður til að koma í veg fyrir að samkeppnisaðilar keyptu það og héldu rekstrinum áfram.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...