Einstakt markaðsverkfæri endurvakið
Fræðsluhornið 4. maí 2021

Einstakt markaðsverkfæri endurvakið

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nýverið fór í loftið ný og endurbætt uppskrifta- og fræðslusíða um íslenskt lambakjöt. Vefsíðan, sem staðið hefur nær óbreytt frá aldamótum, hefur reynst afar mikilvæg í markaðssetningu á lambakjöti til íslenskra neytenda. Þar mátti finna fjölbreyttar uppskriftir af hefðbundnum íslenskum uppskriftum í bland við framandi rétti frá öllum heimshornum.

Þrátt fyrir að hafa legið í dvala í mörg ár og engar auglýsingar vakið athygli neytenda á síðunni hafa rúmlega 220.000 manns nýtt heimasíðuna árlega. Töluverður fjöldi Íslendinga nýtti sér fræðsluefni síðunnar allt árið um kring, en mest í kringum hátíðar og grilltíðina. Upplýsingar um eldunartíma, skurð og meðferð kjötsins hafa reynst neytendum vel þegar elda á íslenskt lambakjöt.

Uppfærð heimasíða

Í fyrra ákváðu sauðfjárbændur að nýta vefsíðuna betur í markaðssetningu á afurð sinni til íslenskra neytenda. Með því að uppfæra heimasíðuna og efnið sem þar má finna verður hægt að ná til stærri hóps neytenda með öflugri markaðssetningu. Vefsíðan er einnig notendavænni sem eykur líkurnar á því að neytendur nýti hana reglulega. Við uppfærsluna var lögð áhersla á gerð auðveldra og spennandi uppskrifta sem henta nútímafjölskyldum. Þar má nú finna áhugaverðar uppskriftir sem gera hversdaginn betri og hátíðlegar steikur sem henta vel í matarboð eða á tyllidögum. Á næstu vikum munu svo birtast grilluppskriftir sem enginn má láta framhjá sér fara í sumar.

Markmið þess er að fræða Íslendinga betur um íslenskt lambakjöt

Við upp­færsluna var fræðsluhluti síðunar endur­skoðaður af hópi kennara við Hótel- og matvælaskólann sem nú vinna að gerð myndbanda sem gera efnið enn aðgengilegra og notendavænna. Markmið þess er að fræða Íslendinga betur um íslenskt lambakjöt og efla þekkingu þeirra á matreiðslu og meðhöndlun kjötsins. Mikil vinna hefur verið lögð í nýja síðu en hún verður í aðalhlutverki í markaðsherferðum innanlands, miðpunktur alls sem við kemur lambakjöti og fyrsti viðkomustaður neytenda. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir: „Með því að fræða neytendur um eiginleika íslensks lambakjöts og bjóða upp á fjölbreyttar uppskriftir gerum við afurðina aðgengilegri. Vefsíðan mun auðvelda fólki að finna nýjar uppskriftir og sýna neytendum hvernig má nota lambakjöt í fjölbreytta rétti, ekki bara á sunnudögum. Þessi uppfærsla er löngu tímabær, enda mikilvægt að geta beint neytendum á lendingarsíðu eins og þessa nú þegar markaðssetning fer að mestu leyti fram á vefnum og samfélagsmiðlum. Við erum að taka stórt skref inn í framtíðina líkt og gert var á sínum tíma þegar lambakjot.is vefurinn var opnaður fyrst. Nú er kominn lifandi vefsíða sem tekur mið af árstíðum og þörfum neytenda“.

íslensktlambakjöt.is

Hægt er að kynna sér nýjar uppskriftir og uppfært fræðsluefni um íslenskt lambakjöt á vefnum íslensktlambakjöt.is. 

Vorboðinn í sjónum
Fræðsluhornið 17. maí 2021

Vorboðinn í sjónum

Heimkynni hrognkelsis eru beggja vegna í Norður-Atlants­hafi og þar veiðist það ...

Hefðbundin heimajarðgerð og aðrar óhefðbundari
Fræðsluhornið 14. maí 2021

Hefðbundin heimajarðgerð og aðrar óhefðbundari

Í fjölbýlu borgarsamfélagi samtímans hafa margir lítil sem engin tengsl við nátt...

Skráningar á kynbótasýningar vorsins
Fræðsluhornið 11. maí 2021

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar nú í byrjun maí og verður það kynnt ...

LEAN í sauðburðinum
Fræðsluhornið 10. maí 2021

LEAN í sauðburðinum

„LEAN management“ eða straumlínustjórnun, á íslensku er vel þekkt um allan heim ...

Álalogia IV
Fræðsluhornið 7. maí 2021

Álalogia IV

Álar þykja fínir til átu í Kína og hefur verðið á glerálum farið yfir fimm þúsun...

Hvernig vita plöntur hvað snýr upp og niður?
Fræðsluhornið 7. maí 2021

Hvernig vita plöntur hvað snýr upp og niður?

Vöxtur plantna er í grófum dráttum í tvær áttir. Í átt að ljósi til að nýta ljós...

Fleiri lömb til nytja – Reynslubanki sauðfjárbænda
Fræðsluhornið 7. maí 2021

Fleiri lömb til nytja – Reynslubanki sauðfjárbænda

Í sauðfjárrækt eru frjósemi ánna og lifun lamba til haustsins stórir áhrifaþætti...

Einstakt markaðsverkfæri endurvakið
Fræðsluhornið 4. maí 2021

Einstakt markaðsverkfæri endurvakið

Nýverið fór í loftið ný og endurbætt uppskrifta- og fræðslusíða um íslenskt lamb...