Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eicher-dráttarvélar
Fræðsluhornið 10. nóvember 2014

Eicher-dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bræðurnir Joseph og Albert Eicher hófu framleiðslu á Eicher-dráttarvélum árið 1936 í litlu þorpi skammt frá München í Bæjaralandi í Þýskalandi.

Framleiðslan gekk vel og á næstu fimm árum framleiddu þeir ríflega eitt þúsund litla og fremur einfalda traktora með vélum frá Deutz.

Eftir lok heimsstyrjaldarinnar seinni hófu bræðurnir framleiðslu á eigin díselvélum í sínar dráttarvélar og seinna fyrir dráttarvélaframleiðandann Votan. Upp úr 1970 eignaðist kanadíski armur Massey-Ferguson stóran hlut í Eicher og var þá farið að nota Perkins-vélar í traktorana. Framleiðslan jókst jafnt og þétt og um 1990 var fjöldi Eicher-véla orðinn 120.000 og um 2.000 vélar framleiddar á ári.

Árið 1959 setti fyrirtækið upp verksmiðju á Indlandi þar sem vélarnar eru framleiddar enn í dag. Vélar framleiddar fyrir Evrópumarkað eru aðallega litlir traktorar sem notaðir eru í vínrækt og sérhannaðir til þess að passa milli raða af vínviðarplöntum.

Náttúruauðlindir við Íslandsstrendur
Fræðsluhornið 6. júlí 2022

Náttúruauðlindir við Íslandsstrendur

Heilnæm nýting náttúruafurða landsins okkar hefur gjarnan verið í umræðunni,...

Hækkun sýrustigs ræktunarjarðvegs
Fræðsluhornið 4. júlí 2022

Hækkun sýrustigs ræktunarjarðvegs

Lögð hefur verið út tilraun á Hvanneyri með það að markmiði að hækka sýrusti...

Stíllhreinn og sterklegur pallbíll
Fræðsluhornið 30. júní 2022

Stíllhreinn og sterklegur pallbíll

Að þessu sinni var pallbíllinn Isuzu D-Max Lux, sem BL selur, tekinn í reynslu...

Kvígur frá NautÍs
Fræðsluhornið 30. júní 2022

Kvígur frá NautÍs

Uppbygging hreinræktaðrar Angushjarðar hjá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á ...

Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2021
Fræðsluhornið 29. júní 2022

Angus-holdanaut frá NautÍs fædd 2021

Hér er nú kynntur fjórði árgangur Angus-holdanauta frá Nautgriparæktarmiðst...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – Fyrsti hluti
Fræðsluhornið 29. júní 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – Fyrsti hluti

Nýverið var haldið hið árlega Fagþing Nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „...

Reyniviður
Fræðsluhornið 28. júní 2022

Reyniviður

Reyniviður, Sorbus aucuparia, er um margt sérstætt tré. Til dæmis myndar reyni...

Svartþröstur
Fræðsluhornið 28. júní 2022

Svartþröstur

Svartþröstur er orðinn algengur varpfugl á Suðvesturlandi, einna helst í þét...