Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dyntótti Benjamín
Fræðsluhornið 9. maí 2019

Dyntótti Benjamín

Höfundur: Anna Rún Þorsteinsdóttir

Benjamínfíkus hefur lengi verið stofuprýði hjá landsmönnum auk þess að vera vinsæll í stofnunum og fyrirtækjum enda þolir hann ýmislegt. Hann er af mórberjaætt, eins og önnur fíkjutré.

Ættin telur yfir 1100 tegundir sem flestar finnast á hitabeltissvæðum Suðaustur-Asíu og Ástralíu. Latneska heitið er Ficus benjamina og er hann víða um heim kenndur við Benjamín. Þó virðist enginn Benjamín hafa komið við sögu við nafngiftina en það gæti verið dregið af nafni plöntunnar á sanskrít, Banij.
Útlit

Benjamínfíkus er þokkafull og spengileg stofuplanta með langar, slútandi greinar og dökkgræn gljáandi og sporöskjulaga laufblöð sem enda í einkennandi oddi. Innandyra getur hann náð 5 metra hæð en í heimkynnum sínum verður hann glæsilegt tré sem getur orðið allt að 30 metra hátt. Plantan myndar loftrætur sem stundum fléttast um nærliggjandi greinar og tré í skógum og getur valdið dauða þeirra, sbr. enska heitið “Strangling Fig”. Á stofuplöntum eru þessar loftrætur yfirleitt litlar og er best að leyfa þeim að vera.

Blaðfall

Benjamínfíkus getur verið dyntóttur þegar kemur að breyttum umhverfisaðstæðum og svarar þeim oft með því að fella lauf. Laufin eru aðlöguð ákveðnum birtuskilyrðum og ef þau breytast getur orðið nokkurt lauffall en plantan myndar fljótt ný lauf sem eru aðlöguð nýjum skilyrðum. Þetta getur t.d. gerst ef plantan er færð eða pottinum snúið.

Einnig getur orðið lauffall þar sem plantan stendur í dragsúgi, ef hún er vökvuð of lítið eða ef hún fær ekki næga birtu. Því er óþarfi að fyllast skelfingu þegar þetta gerist heldur að finna út hvað er að og vera samkvæmur sjálfum sér þegar kemur að umhirðu.

Umhirða

Plantan þolir beina sól hluta úr degi en þolir líka nokkurn skugga. Hún getur því staðið við glugga sem snýr í austur, norður eða vestur. Benjamínfíkusinn vill samt vera á hlýjum stað og því gott að hafa hann ekki of nálægt glugganum. Yfir vaxtartímann þarf að passa upp á vökvun en moldin má þorna ofurlítið milli vökvana. Gefin er dauf áburðarblanda  í hvert skipti. Yfir vetrartímann er dregið úr vökvun og áburðargjöf hætt en þess gætt að plantan þorni ekki alveg.

Vökvunarvatnið ætti að hafa sem næst stofuhita. Ef plantan er vökvuð of mikið geta laufin gulnað.

Vaxhúð er á blöðunum sem gerir að verkum að plantan þolir frekar þurrt umhverfi, þrátt fyrir að vera í eðli sínu frumskógartegund. Ágætt er að skola hana með volgu vatni í sturtunni endrum og eins til að viðhalda fallegum blaðgljáanum. Umpottað er eftir þörfum en best er að gera það snemma vors. Ef plantan er orðin mjög stór er líka til bóta að skipta um efsta moldarlagið. Hægt er að klippa greinarnar til og er best að gera það á vorin. Til að halda plöntunni þéttri er hægt að klípa framan af löngum greinum og örva þannig nýmyndun hliðarsprota.

Rétt er að minnast á að plantan er þekktur ofnæmisvaldur, sérstaklega fyrir þá sem eru með latexofnæmi en það er að finna í plöntusafanum.

Okkar öflugu íslensku pottaplöntubændur rækta vel valin yrki af þessari sívinsælu stofuplöntu í mörgum stærðum og litbrigðum í gróðurhúsum sínum.

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands
Fræðsluhornið 16. maí 2022

Betri nýting áburðar með hjálp IceCORS leiðréttingarkerfis Landmælinga Íslands

Eins og allir hafa orðið varir við þá hefur áburðarverð hækkað verulega á síðast...

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016

Sú hefð hefur skapast að sýna niðurstöður afkvæmarannsókna á nautum með því að d...

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Skráningar á kynbótasýningar þetta vorið

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar nú í byrjun maí og verður það kynnt ...

Nýr sparneytinn Honda HR-V
Fræðsluhornið 9. maí 2022

Nýr sparneytinn Honda HR-V

Fyrir nokkru síðan frumsýndi Askja nýjan Honda HR-V Hybrid-bíl, sjálfskiptan, fr...

Jarðrækt – Sprotinn
Fræðsluhornið 6. maí 2022

Jarðrækt – Sprotinn

Lífið fer hring eftir hring og þannig er aftur komið vor með tilheyrandi viðfang...

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Fyrstu nautin fædd 2017 komin í framhaldsnotkun

Nýtt kynbótamat var keyrt núna í mars að loknu uppgjöri skýrslna fyrir febrúar. ...

Mikið af næringarefnum enn ónýtt
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Mikið af næringarefnum enn ónýtt

Heildarmagn þeirra næringarefna sem er að finna í lífrænum úrgangi sem fellur ti...

Staða fuglaflensu á Íslandi
Fræðsluhornið 5. maí 2022

Staða fuglaflensu á Íslandi

Í mars 2022 voru fyrirskipaðar hertar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fugla...