Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals
Mynd / MÞÞ
Fræðsluhornið 12. nóvember 2021

DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt - mundi@rml.is

Vinna við innleiðingu erfðamengis­úrvals í nautgriparækt er í fullum gangi. Um næstu áramót er fyrirhugað að hefja sýnatöku úr öllum kvígum og verður hún framkvæmd af bændum sjálfum um leið og kvígurnar eru einstaklingsmerktar.

Unnið er að því þessa dagana að hægt verði að panta merki með sýnaglösum. Við biðlum því til manna að hinkra með merkjapantanir ef þess er kostur en panta að öðrum kosti lágmarksmagn merkja.

Þegar hægt verður að panta merkin verður vinnuferlið þannig að í kvígur mælumst við til þess að pöntuð verði merki með sýnatökuglasi en í nautkálfa hefðbundin eyrnamerki. Það þýðir að við hverja pöntun þarf að reikna með ákveðnu númerabili fyrir kvígur og öðru fyrir naut. Þannig má til dæmis hugsa sér að bóndi sem ætlar að panta 60 merki á númerabilinu 801-860 panti merki með sýnatökuglasi númer 801-830 og hefðbundin merki númer 831-860 sem eru þá ætluð fyrir nautkálfa.

Við merkingar á kvígum eru síðan notuð eyrnamerki með sýnatökuglösum. Glösin verða með einstaklingsnúmeri gripsins, það er sama númeri og eyrnamerkið, og því á hætta á ruglingi ekki að vera til staðar. Mikilvægt er að vanda til eyrnamerkinga og koma sýnatökuglasi hið fyrsta á réttan stað. Ætlunin er að koma fyrir íláti í mjólkurhúsum þar sem sýni búsins verða sett í og þeim síðan safnað af mjólkurbílstjórum. Söfnun sýna verður því með reglubundnum og örum hætti með lágmarkstilkostnaði. Þannig verður þetta stóra verkefni, sem erfðamengisúrvalið er, unnið í góðri samvinnu þeirra aðila sem að því koma, það er bænda, mjólkuriðnaðarins, BÍ, fagráðs í nautgriparækt og RML.

Á þessari stundu liggur ekki fyrir hvar sýnin verða síðan arfgerðargreind en vonir standa til þess að hægt verði að framkvæma greiningarnar hér innanlands. Það mun koma í ljós á næstu dögum eða vikum. Erfðamengisúrval er án efa stærsta framfaraskref sem nokkru sinni hefur verið stigið í íslenskri nautgriparækt og mun samkvæmt mati okkar vísindamanna skila okkur að lágmarki 50% aukningu í erfðaframförum. Það er því mikilvægt að vanda vel til verka og þátttaka verði víðtæk og góð. Okkar von er að sjálfsögðu sú að við munum ná að arfgerðargreina allar kvígur og þannig verði allur íslenski kúastofninn arfgerðargreindur innan fárra ára. Það, ásamt 100% þátttöku í skýrsluhaldi, er einsdæmi í heiminum og sýnir hve miklu samtakamáttur og samstarf fær áorkað öllum til hagsbóta. Ég er þess fullviss að því sem næst allir kúabændur muni taka sýni úr öllum fæddum kvígum enda reynslan sú að þegar leitað er samstarfs við íslenska bændur að þeir eru boðnir og búnir til liðveislu eins og verið hefur til þessa í þessu verkefni.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Guðmundur Jóhannesson.

Fýll
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Fýll

Fýll eða múkki, besti vinur sjómannsins, er stór og gráleitur sjófugl. Han...

Gulvíðir
Fræðsluhornið 27. júlí 2022

Gulvíðir

Ástæða er til að telja gulvíði (Salix phylicifolia) til innlendra trjátegunda...

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti
Fræðsluhornið 19. júlí 2022

Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku – annar hluti

Nýverið var haldið hið árlega Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku, eða „...

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum
Fræðsluhornið 15. júlí 2022

Falsfréttir af Galla frá Hesti og fénu í Botnum

Það er allavega eitt sem sæðingastöðvahrúturinn Galli frá Hesti á sameiginle...

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric
Fræðsluhornið 14. júlí 2022

Rafmagnaður sendibíll - Prufuakstur á Toyota Proace Electric

Að þessu sinni var rafmagnaði sendibíllinn Toyota Proace Electric,sem Toyota um...

Blæösp
Fræðsluhornið 13. júlí 2022

Blæösp

Blæösp (Populus tremula) hefur vaxið á Íslandi frá alda öðli og telst því ...

Sendlingur
Fræðsluhornið 11. júlí 2022

Sendlingur

Sendlingur er gæfur og félagslyndur vaðfugl. Hann er lítill, frekar dökkur, l...

Krydd í tilveruna - seinni hluti
Fræðsluhornið 11. júlí 2022

Krydd í tilveruna - seinni hluti

Fáum sögum fer af kryddi í íslenskum fornsögum og ritum fram eftir öldum. ...