Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bubba dráttarvélar
Fræðsluhornið 23. maí 2018

Bubba dráttarvélar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stofnandi ítalska dráttarvélaframleiðslu­fyrirtækisins Bubba hóf afskipti sín af landbúnaði skömmu fyrir lok þarsíðustu aldar með því að taka að sér að þreskja kornakra fyrir bændur í norðursveitum Ítalíu. Seinna bættust við ýmiss konar vélaviðgerðarverkefni.

Árið 1886 stofnaði Pietro Bubba, ásamt sonum sínum þremur, fyrirtæki sem framleiddi þreskivélar og vélar til að brjóta hnetur. Næstu árin þróuðu feðgarnir tækin sem þeir framleiddu og á öðrum áratug tuttugustu aldarinnar voru þau samkeppnishæf við þau bestu á markaði á þeim tíma. Á þeim tíma hafði framleiðslan aukist og fyrirtækið stækkað talsvert og komið með formlegt nafn, Pietro Budda & Co.
Fyrsta dráttarvélin

Bubba & Co hófu hönnun á fyrstu dráttarvélinni um 1920 og byggðist hönnunin á þeim traktorum sem höfðu komið best út við plægingar á dráttarvélasýningum á árunum milli 1915 og 1920.

Bubbafeðgar lögðu mikið upp úr því að dráttarvélarnar yrðu auðveldar í notkun og að viðhald yrði sem minnst. Árið 1923 settu þeir á markað eins strokks dísildráttarvél með glóðarhaus. Bubba-fyrirtækið smíðaði mótorinn fyrstu árin en yfirbyggingin var frá Case þar til 1926 þegar Bubba hóf framleiðslu á eigin yfirbyggingum og framleiddi 100% sinn eigin traktor.

Næstu árin fylgdu svo fleiri týpur í kjölfarið sem fengu heitin UTC 3 til UTC 6. UTC var 25 til 30 hestöfl og urðu dráttarvélarnar öflugri eftir því sem týpunúmerið hækkaði.

Í umfjöllun staðhæfði framleiðandinn að UTC6, sem var þrír gírar áfram og einn aftur á bak, að dráttarvélin gengi jafnt fyrir olíu úr leirseti, svartolíu eða tjörueimi. Slíkt er mögulegt þar sem glóðarhausavélar ganga á hlutfallslega lágum snúningshraða og litlu innsprautunarþrýstingi og geta því brennt þungu eldsneyti hægt.

Kreppa og fjárhagserfiðleikar

Pietro Bubba lést 1927 og tveimur árum seinna skall heimkreppan á. Í kjölfarið lenti það í fjármálakröggum og árið 1930 tók fyrirtæki sem hét Bubba S.A. það yfir. Nýju eigendurnir héldu áfram framleiðslu á dráttarvélum undir heitinu Bubba um tíma.

Árið 1938 setti Bubba S.A. á markað dráttarvél sem fékk heitið Ariete og var 37 til 47 hestöfl. Þróunin hélt áfram og 1943 kom Ariete D42 fram á sjónarsviðið en í kjölfar heimsstyrjaldarinnar seldist sú vél illa.

Fyrirtækið var þrátt fyrir mótbyr ekki af baki dottið og hóf framleiðslu á beltavélum sem kölluðust Centauro og voru 45 til 55 hestöfl. Árið 1948 setti Bubba A.S. á markað fyrstu ítölsku sjálfknúnu þreskivélina. 1950 kom á markað frá Bubba A.S. dráttarvél sem kallaðist LO5 og var það sú síðasta sem fyrirtækið framleiddi með glóðarhaus. Sama ár framleiddi fyrirtækið frumtýpu af LO6 en sá traktor fór aldrei í framleiðslu.

Áhersla á þreskivélar

Við upphaf sjötta áratugar síðustu aldar lagði fyrirtækið sífellt meiri áherslu á framleiðslu þreskivéla. Nafni fyrirtækisins var breytt í Arbos-Bubba skömmu efir lok heimsstyrjaldarinnar síðari og árið 1954 var Bubba heitið fellt út og hét fyrirtækið eftir það Arbos sem var heiti á reiðhjólaverksmiðju sem eigendur Arbos-Bubba áttu á þeim tíma. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

Geymsla heyfengs í turnum
Fræðsluhornið 27. september 2022

Geymsla heyfengs í turnum

Heyturnar eru ekki nýjung fyrir Íslendinga en segja má að blómatíð þeirra h...

Ein mest selda dráttarvél landsins
Fræðsluhornið 26. september 2022

Ein mest selda dráttarvél landsins

Claas Arion 470 sem Vélfang selur er millistór traktor á íslenskan mælikvarð...

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði
Fræðsluhornið 26. september 2022

Um sýni úr heyjum, jarðvegi og búfjáráburði

Að gera góða áburðaráætlun getur verið kúnst og reynist stundum talsvert van...

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“
Fræðsluhornið 21. september 2022

,,Auðveldara að ásaka en útskýra“

Öðru hvoru eru skrifaðar greinar eða fréttir sagðar af því að íslensk sjáva...

Hekl er hæstmóðins
Fræðsluhornið 16. september 2022

Hekl er hæstmóðins

Nú hefur komið skemmtilega á daginn að heklaður fatnaður hefur víða hlotið na...

Glókollur
Fræðsluhornið 14. september 2022

Glókollur

Glókollur er minnsti fugl Evrópu en fullorðinn fugl er um 9 cm að lengd og veg...

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð
Fræðsluhornið 13. september 2022

44,3% efnahagslögsögunnar kortlögð

Rannsóknaskipið Árni Frið­ riksson kortlagði í ágúst alls um 8.964 ferkílo...

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti
Fræðsluhornið 12. september 2022

Ungbændur í Evrópuferð - síðari hluti

Í lok júní héldu 24 nýútskrifaðir búfræðingar frá Hvanneyri í útskrift...